Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 20

Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Kjaradeilu vélstjóra og Orkubús Vestfjarða vísað til sáttasemjara ríkisins „Byrjunarlaun vélfræðinga hjá Lands- virkjun 20% hærri en hjá Orkubúinu“ Kjaraviðræðum Vélstjóra- félags Íslands og Orkubús Vestfjarða var vísað til Ríkis- sáttasemjara í síðustu viku. Er það í fyrsta skipti sem kjara- viðræðum sem Orkubúið á í, kalla á afskipti þess embættis. Kjarasamningar vélfræðinga hjá fyrirtækinu hafa verið laus- ir síðan 30. nóvember á síðasta ári og hafa viðræður staðið yfir að undanförnu. Helgi Lax- dal formaður Vélstjórafélags Íslands segir að félagið hafi óskað eftir því að laun vélfræð- inga hjá fyrirtækinu yrðu lög- uð að launum við sambærileg störf hjá öðrum orkufyrirtækj- um. Hann segir að í dag séu byrjunarlaun vélfræðinga hjá Landsvirkjun um 20% hærri en hjá Orkubúinu. „Við viljum auðvitað að þessi munur hverfi í framtíð- inni því það er arfur frá gamalli tíð að okkar menn vestra séu lægra metnir en félagar þeirra hjá öðrum orkufyrirtækjum. Þeim var raðað vitlaust í upp- hafi og það viljum við leið- rétta. Við vildum stíga lítið skref í þá átt nú eða um 3% en á það vildi Orkubúið ekki fall- ast“ segir Helgi. Kristján Haraldsson orku- bússtjóri staðfesti að viðræð- unum hefði verið vísað til sáttasemjara. Sem kunnugt er var Orkubúinu fyrir nokkru breytt í hlutafélag og einnig hurfu sveitarfélög á Vestfjörð- um úr eigendahópi þess. Krist- ján segir þær breytingar ekkert hafa að gera með að nú hafi kjaraviðræðum fyrirtækisins í fyrsta skipti verið vísað til sáttasemjara. Hann staðfesti að vélfræðingar hjá Orkubúinu væru lægra launaðir en hjá Landsvirkjun en hann teldi sig ekki geta samið um meiri launahækkanir til vélfræðinga en annarra starfsmanna fyrir- tækisins. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða kjaraviðræð- urnar í fjölmiðlum. Fyrir skömmu gerðist Orku- bú Vestfjarða aðili að Sam- tökum atvinnulífsins og mun samtökin því sjá um kjaravið- ræðurnar eftir að þær verða komnar á borð Ríkissáttasemj- ara. – hj@bb.is Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Um hádegisbil á föstudag valt bílaleigubíll við gatna- mótin upp á Eyrarfjall í Ísa- firði innst í Ísafjarðardjúpi. Einn maður var í bílnum og komst hann að sjálfsdáðum út. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var maðurinn staddur í Reykjanesi þegar tilkynnt var um óhappið. Þótti hann vankaður eftir veltuna og var sjúkrabíll sendur til að ná í manninn. Þá má geta þess að sauðfé hefur nú verið hleypt úr hús- um og hefur borið töluvert á því að féð þvælist fyrir um- ferð. Stanslausar kvartanir vegna þessa hafa borist lög- reglunni á Ísafirði. Bílvelta í Ísafirði Frá slysstað í Ísafirði. Harður árekstur Harður árekstur varð á Skutulsfjarðarbraut milli byggðar á Stakkanesi og Grænagarðs að morgni laug- ardags. Fólksbíl var ekið í veg fyrir annan með fyrrgreind- um afleiðingum. Engan sak- aði en bílarnir eru báðir óökufærir eftir óhappið. Tjaldsvæðið í Tungudal í Skutulsfirði Metaðsókn var á tjaldsvæð- ið í Tungudal í Skutulsfirði síðasta sumar og að sögn Rún- ars Óla Karlssonar, ferðamála- fulltrúa Ísafjarðarbæjar, eru vísbendingar um að í sumar verði jafnvel enn meiri aukn- ing þar á. „Sú tilfinning ríkir hjá fólki í bransanum að Vest- firðir eigi eftir að verða vinsæll áfangastaður hjá innlendum ferðamönnum í ár,“ segir Rún- ar Óli. Síðasta júní mánuð voru gistinætur á tjaldsvæðinu 805, 4175 í júlí og 4700 í ágúst. Til samanburðar má geta þess að allt sumarið 2003 voru gisti- næturnar 5035. Aðspurður hvort bregðast eigi við þessari miklu aukn- ingu segir Rúnar að ekki sé í bígerð að ráðast í neinar stór- framkvæmdir í sumar. „Uppi eru hugmyndir um að samnýta framkvæmdir við Tunguár- virkjun og lagfæringu á tjald- svæðinu. Við vinnu á virkjun- inni verður hellingur af jarð- efni sem þarf að losa og því væri tilvalið að nýta það til að slétta flatir á tjaldsvæðinu. Þá er einnig verið að huga að því að auka rafmagnið sem er til staðar á svæðinu og lagfæra leiktæki, en ekki verður ráðist í stærri framkvæmdir í ár.“ Golfklúbbur Ísafjarðar sér um rekstur tjaldsvæðisins. „Við opnuðum fyrir vatn og annað fyrir hálfum mánuði en fyrstu vikuna í júní á allt að vera orðið klárt til að taka á móti gestum“, segir Gylfi Sigurðsson, framkvæmda- stjóri GÍ. Gestir tjaldsvæðisins hafa aðgang að rafmagni, þvottavélum, sturtum auk sal- ernis. – thelma@bb.is Stefnir í annað metsumar? Á fimmtudag í síðustu viku undirrituðu Halldór Halldórs- son bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Benedikt Einar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ólafs Gísl- asonar & co hf. í Reykjavík samning um kaup Ísafjarðar- bæjar á nýrri slökkvibifreið af Renault gerð. Kaupverðið er 15,4 millj- ónir króna og afgreiðslutíminn er 9-10 mánuðir. Undirvagn bifreiðarinnar verður fluttur til Póllands þar sem smíði hennar verður lokið. Bifreiðin hefur 19 tonna burðargetu og getur dælt um 4.000 lítrum á mínútu. Hún er búin 3-4.000 lítra vatn- stanki. Þá eru í bifreiðinni tvö háþrýstikerfi og rafstöð. – hj@bb.is Skrifað undir samning um kaup á nýrri slökkvibifreið Halldór og Benedikt handsala kaupsamninginn. Með þeim er Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar. 22.PM5 6.4.2017, 09:3720

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.