Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 1

Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Mmm ... Wok veisla fyrir tvo! VIÐSKIPTI Ásgeir Jónsson seðla­ bankastjóri segist eindregið vera þeirrar skoðunar að hækka eigi núverandi þak á erlendar fjár­ festingar lífeyrissjóðanna um leið og aðstæður í efnahagslífinu leyfa. Hann bendir á að í lögum sé nú litið á erlendar fjárfestingar sjóðanna sem áhættuþátt. „Ég tel hins vegar að þær gegni því hlutverki að stuðla að áhættu­ dreifingu fyrir bæði einstaka sjóði sem og kerfið í heild. Þess vegna tel ég eðlilegt að lögbundið hámark á erlendar eignir sem hlutfall af heildareignum sjóðanna verði hækkað,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist hann ekki geta svarað því á þessari stundu hversu mikið hann vilji hækka þakið, sem nemur nú um 50 prósentum af eignasafni. – hae / sjá síðu 8 Vill hækka þak lífeyrissjóðanna Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku þátt í æfingu með björgunarsveitunum og björgunarhundum á Hólmsheiði í gær, en fjáröf lunarátakið Neyðarkall björgunar- sveitanna stendur yfir frá og með deginum í dag til 7. febrúar. Átakið hófst árið 2006. Til stóð að það færi fram í nóvember í fyrra en því var frestað vegna COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DANMÖRK Samkvæmt danska fjöl­ miðlinum Ekstrabladet var Flemm­ ing Mogensen, sem hefur játað á sig morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen, dæmdur í fangelsi árið 1996 fyrir að hafa orðið barnsmóð­ ur sinni að bana með því að stinga hana 18 sinnum með hnífi. Hann hafi síðan hringt í föður sinn og viðurkennt verknaðinn og hringdi hann þá í lögregluna í Skanderborg. Vinir Freyju sem Fréttablaðið ræddi við segjast hafa haft áhyggjur af henni vegna fyrri dóms manns­ ins. Hún hafi sjálf verið góðhjörtuð kona, frábær móðir og dugleg að rækta vinskapinn. Hún hafi verið of góð og of óheppin af hafa kynnst manninum sem varð henni að bana. Fleming var í gærmorgun úr­ skurðaður í fjögurra vikna gæslu­ varðhald og verður hann ákærður fyrir manndráp og ósæmilega með­ ferð á líki. Maðurinn hefur játað á sig morðið en honum er gefið að sök að hafa orðið henni að bana senni­ lega á föstudagsmorgni. Lögreglan á Austur­Jótlandi telur að Freyja hafi verið látin þegar vakt­ stjóri á vinnustað hennar fékk sms­ skilaboð á laugardaginn um að hún væri veik og gæti því ekki mætt til vinnu. Flemming var sá sem lét lýsa eftir Freyju á þriðjudag en vinir hennar og samstarfsmenn sáu síð­ ast til hennar fimmtudagskvöld ið 28.  janúar þegar hún hafði lokið vakt sinni á dvalarheimilinu Stends lundcentret í bænum Odder. Hún fannst látin í gær. – ilk / sjá síðu 4 Hefur áður myrt konu Flemming Mogensen, sem hefur játað á sig morðið á Freyju Egilsdóttur Mog­ ensen, var dæmdur fyrir að myrða barnsmóður sína í nóvember árið 1995. Flemming stakk barns- móður sína 18 sinnum með hnífi árið 1995. Hún var tvítug. MENNTAMÁL Fjórir nemendur í Víði­ staðaskóla í Hafnarfirði hafa sent til­ lögur um úrbætur á menntakerfinu til ráðherra og þingmanna. Nem­ endurnir vilja læra um áskoranir lífsins og gagnlega hluti líkt og fjár­ mál og skyndihjálp. Þau hafa safn­ að undirskriftum og hafið könnun meðal grunnskólanema á því hvern­ ig menntakerfið ætti að vera. „Við litum yfir það sem okkur hafði verið kennt og vildum bæta ansi mörgu inn,“ segir Alexander Ívar Logason. Hann segir þingmenn Pírata, Viðreisnar og Framsóknar­ flokksins hafa tekið vel í tillögurn­ ar og að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi verið sammála um margar hugmyndir þeirra. Þegar væri verið að skoða nokkra þætti, til að mynda fjármála­ læsið. – khg / sjá síðu 4 Vilja aukna og breytta fræðslu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.