Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 4

Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 4
jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND IÐNAÐUR Norðurál hefur undirritað samning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminum Industries um sölu á 150 þúsund tonnum af umhverfisvottuðu áli úr álverinu á Grundartanga yfir fimm ára tíma- bil. Árleg framleiðslugeta álversins á Grundartanga er um 320 þúsund tonn, og því fara tæplega 10 próesnt af árlegri framleiðslu til Hammerer. Samkvæmt upplýsingum frá Norð- uráli er álið sem um ræðir með eitt- hvert lægsta kolefnisfótspor sem um ræðir, en það er framleitt undir vörumerkinu Natur-Al. Kolefnisfótspor Natur-Al er sagt um fjögur tonn af koldíoxíði á hvert tonn af áli, allt frá öflun báxíts og vinnslu áloxíðs til álvinnslu. Útblástur vegna f lutninga hrá- efnis til framleiðslu og fullunninnar vöru til kaupanda er einnig inni í fjögurra tonna tölunni. Meðaltalið á heimsvísu er um 16 tonn af kol- díoxíði á hvert framleitt tonn af áli, eða um fjórum sinnum hærra. „Við trúum því að með því að bjóða viðskiptavinum upp á þennan valkost séum við að leggja okkar af mörkum til að skapa betri og grænni framtíð. Aukin notkun á áli í stað stáls eða annarra þyngri málma í framleiðsluiðnaði hefur dregið verulega úr losun koldíoxíðs, til dæmis með aukinni sparneytni bifreiða,“ segir Gunnar Guðlaugs- son, forstjóri Norðuráls. – thg Grænna ál færir Norðuráli fimm ára samning Aukin notkun á áli í stað stáls eða annarra þyngri málma í framleiðsluiðnaði hefur dregið verulega úr losun koldíoxíðs. Gunnar Guð- laugsson, forstjóri Norðuráls MENNTAMÁL Fjórir nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði tóku sig saman og skrifuðu upp til- lögur að því hvernig bæta mætti menntakerfið og gera börnum og unglingum betur kleift að takast á við lífið. Hafa þau kynnt tillögurnar fyrir skólayfirvöldum, Kennara- sambandinu, þingf lokkum og menntamálaráðherra. Einnig hafa þau safnað undirskriftum og hafið könnun meðal annarra grunnskóla- nema á því hvernig menntakerfið okkar ætti að vera. Nemendurnir heita Elísabet Véný Schiöth, Helga María Kristinsdóttir, Hildur Jóna Valgeirsdóttir og Alex- ander Ívar Logason. „Við litum yfir það sem okkur hafði verið kennt og við vildum bæta ansi mörgu inn,“ segir Alexander. Eftir að hafa rætt við umsjónarkennara sinn skrifuðu þau skýrslu sem varð alls tíu síðna löng og var hún send til skólastjóra og svo víðar. Meðal þess sem þau nefna er fjár- málalæsi og starfskennsla, svo sem hvernig íbúðarkaup og skattar virki sem og hvernig eigi að sækja um starf. Einnig forvarnir, skyndihjálp og hvernig eigi að umgangast tölvur. „Unglingar þurfa að vita hvað ber að varast á netinu og hvernig þeir eigi að bregðast við sé þeim til dæmis hótað myndbirtingu,“ segir Hildur. Krakkarnir fá enga kennslu um geð- sjúkdóma, einhverfu og aðra sjúk- dóma eða fatlanir. Kynfræðslu f innst þeim afar ábótavant, sem og hinseginfræðslu. „Við lærum ekki um kynsjúkdóma og mjög lítið um kvenmannslíka- mann,“ segir Helga. Hluti eins og nauðganir, of beldi og mannrétt- indi þurfi að ræða. Elísabet nefnir að enn séu margir krakkar sem sendi ljót skilaboð á netinu, uppfull af fordómum í garð hinsegin fólks. Skólinn verði að spila stórt hlutverk í að takast á við þetta. „Ef krakkar fá þessa fræðslu ekki heima hvar eiga þeir þá að fá hana?“ spyr Elísabet. „Ég held að ástæðan sé að fólk er hrætt við stórar breytingar,“ segir Alexander, aðspurður um hvers vegna grunnskólanemendur séu ekki fræddir um þessi mál. Hildur nefnir að nemendur eigi að læra um lífið í lífsleiknitímum, en þeir séu afar takmarkaðir. Þá kunni feimni hinna fullorðnu að spila einhverja rullu. „Við erum ófeimin við að ræða þessa hluti,“ segir Hildur. Vissulega þarf eitthvað að víkja til að koma öllu þessu efni fyrir en Alexander segir að ekki þurfi að umbylta námskránni. Fjármála- læsi geti verið hluti af stærðfræði- kennslu, kynfræðslan í líffræði og mannréttindamál í samfélagsfræði svo dæmi séu tekin. Nemendurnir eru þó sammála um að draga megi úr sundkennslu. Vissulega sé mikilvægt að geta bjargað sér frá drukknun en nem- endur ættu að fá að klára lokaprófið einhvern tímann á unglingastigi, í stað þess að fara í sundtíma í hverri viku. Elísabet segir marga nemend- ur hafa tekið vel í þessa tillögu, því mörgum líði illa í þessum tímum. „Sumir sleppa jafnvel heilum skóla- degi þegar sundtímar eru, þá vegna líkamsímyndar og fleiri þátta,“ segir hún. Alexander segir þingmenn Við- reisnar, Pírata og Framsóknar- f lokksins hafa tekið vel í tillög- urnar og að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi verið sammála um margt. Þegar væri verið að skoða nokkra þætti eins og til dæmis fjármálalæsið. kristinnhaukur@frettabladid.is Vilja fá fræðslu um áskoranir Nokkrir nemendur Víðistaðaskóla hafa sent tillögur um úrbætur á menntakerfinu til ráðherra og þing- manna. Nemendurnir vilja læra um áskoranir lífsins og gagnlega hluti eins og fjármál og skyndihjálp. Fjórmenningarnir, Elísabet, Alexander, Helga María og Hildur Jóna, hafa kynnt tillögurnar fyrir skólayfirvöldum, Kennarasambandinu, þingflokkum og menntamálaráðherra og fengið hrós fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við erum ófeimin við að ræða þessa hluti. Hildur Jóna Valgeirsdóttir nemi DA N M Ö R K Frey ja Eg i l sdót t i r Mogensen fannst myrt á heimili síðu á Austur-Jótlandi í Danmörku í gær. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, hefur játað á sig morðið og situr nú í gæsluvarðhaldi. Vinir og vandamenn Freyju lýsa henni sem einstakri manneskju sem var dugleg að rækta vinskap við sína nánustu. Hún hafi verið gull í gegn, heilsteypt og góð sál og frábær mamma. Hún var nýútskrif- uð úr sjúkraliðanámi og nýráðin til starfa á dvalar- og hjúkrunar- heimili í bænum Odder á austan- verðu Jótlandi. Vinir Freyju í Dan- mörku komu saman í gærkvöldi til að kveikja á kertum fyrir hana. Segja þau Freyju hafa ávallt verið til staðar fyrir vini sína og sett sína nánustu alltaf í fyrsta sætið. Anni Andersen, vinnuveitandi Freyju, segist vera í áfalli yf ir fregnunum. Hún segir að Freyja hafi verið yndisleg og dugleg kona og að hún hafi aðeins fallega hluti um hana að segja. Aðspurð segist hún ekki hafa orðið vör við neitt óeðlilegt í sambandi hennar við manninn sem hefur nú játað á sig morðið. Hún hafi ekki þekkt hann persónulega. Vaktstjóri á dvalarheimilinu fékk skilaboð á laugardaginn úr síma Freyju um að hún væri veik og gæti ekki mætt til vinnu. Anni segir ólíklegt að Freyja hafi sent skilaboðin sjálf, það hefði ekki verið líkt henni að senda sms til að tilkynna sig inn veika og skila- boðin hafi verið send á vaktstjóra sem var í fríi þann dag. Freyja hafi vitað það. Fregnirnar hafa óneitanlega haft mikil áhrif á samstarfsmenn Freyju sem hafa þegið áfallahjálp. Miðlæg rannsóknardeild lög- reglunnar hefur sett sig í samband við lögregluna á Austur-Jótlandi og boðið fram aðstoð sína við rann- sókn á morðinu á Freyju. – ilk Freyja var góðhjörtuð kona sem setti vini sína alltaf í fyrsta sæti Freyja fannst myrt á heimili sínu í gær. Fyrrver- andi sambýlismaður hennar hefur játað á sig verknaðinn. Freyja Egils- dóttir Mogensen 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.