Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 14

Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 14
Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á, og fræða um, málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslend- ingar hafa einmitt orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélags- ins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabba- meinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að með- ferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1.700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Um þriðjungur þjóðarinnar fær krabbamein á lífsleiðinni og 600 manns látast árlega hérlendis af þess völdum. Krabbamein snertir þannig f lesta landsmenn. Mikilvægi skimana Skimun gegn krabbameini er rann- sókn á hópi einkennalausra ein- staklinga, en með því að greina krabbamein á forstigi eða frum- stigi er auðveldara að ráða við sjúk- dóminn. Markmið skimunar er að lækka nýgengi og bæta lífslíkur. Á Íslandi er skimað fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og vonandi hefst skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi innan tíðar. Mikilvægt er að nefna að skimun nær aldrei að greina öll krabbamein eða forstig þeirra og getur því ekki útilokað sjúkdóm með vissu. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands lyfti grettistaki þegar skim- un hófst fyrir leghálskrabbameini árið 1964 og brjóstakrabbameini árið 1987 og ber að þakka fyrir gott starf félagsins. Mikill árangur hefur náðst en undanfarin 10 ár hefur þátttaka minnkað og er undir við- miðum Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar. Því er brýnt að konur bæti þátttöku. Um áramótin varð breyting á fyrirkomulagi skimana. Heilsu- gæsla höfuðborgarsvæðisins tók við hlutverki Leitarstöðvarinnar og sett var á stofn Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem mun sjá um að boða konur í skimun og fylgja niðurstöðum eftir. Skimun fyrir leghálskrabbameini Heilsugæslustöðvar landsins munu sjá um framkvæmd leghálsskimana þar sem ljósmæður eða hjúkrunar- fræðingar, sem fengið hafa sérstaka þjálfun, sjá um sýnatöku, auk kven- sjúkdómalækna á eigin starfstofum. Leghálsk rabbamein er með greinanleg forstig þannig að hægt er að greina og meðhöndla frumu- breytingar áður en þær valda krabbameini. Frumubreytingarnar tengjast HPV-veirusýkingu sem smitast við kynmök. Sýkingin er einkennalaus, f lestir vita ekki af smiti og vinna bug á sýkingunni án meðferðar. Um 10-15 prósent kvenna fá þó króníska sýkingu í leghálsinn sem valdið getur frumu- breytingum með tímanum. Þær breytingar urðu á legháls- skimunum um áramótin að tekin var upp HPV-skimun í aldurs- hópnum 30-64 ára. Þær konur sem greinast með veiruna fara í frekara eftirlit. HPV-skimun er næmari mælikvarði en frumugreiningar- strok sem var notað áður og því er hægt að skima þennan aldurshóp á fimm ára fresti í stað þriggja. Hins vegar verður ekki breyting hjá aldurshópnum 23-29 ára, þar sem áfram er notað frumugreiningar- strok á þriggja ára fresti og HPV- mæling ef frumustrok er óeðlilegt. Ástæðan er sú að fleiri konur í yngri aldurshópnum eru HPV-jákvæðar en munu vinna bug á sýkingunni án frekari inngripa. Tekin var upp HPV-bólusetning árið 2011 og er öllum 12 ára stelpum boðin bólusetning. Að öllum líkind- um mun því verða lækkun á tíðni frumubreytinga og leghálskrabba- meins í náinni framtíð. Skimun fyrir brjóstakrabbameini Brjóstamiðstöð Landspítalans og Sjúkrahúsið á Akureyri munu sjá um framkvæmd brjóstaskimana. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum og eykst tíðni sjúkdómsins með hækkandi aldri, meðalaldur við greiningu hér er 62 ár. Allar konur á aldr- inum 40-74 ára fá nú boð í skimun með brjóstamyndatöku á tveggja eða þriggja ára fresti. Skimun fyrir brjóstakrabbameini mun ekki leiða til lækkunar á tíðni sjúkdómsins þar sem ekki eru til staðar forstigs- breytingar eins og í leghálskrabba- meini, en ef sjúkdómurinn greinist snemma aukast líkur á að hann sé staðbundinn, meðferð verður einfaldari og dánartíðni lækkar. Horfur eftir greiningu hérlendis eru góðar og um 90 prósent kvenna á lífi fimm árum eftir greiningu. Almenn brjóstaskimun er fyrir konur sem ekki eru með einkenni frá brjóstum. Finni kona fyrir ein- kennum, til dæmis hnút, er ráð- lagt að leita strax læknis til frekari greiningar. Meirihluti hnúta er þó góðkynja. Um 5-10 prósent af brjóstakrabbameini má rekja til erfða og eru þekktustu stökkbreyt- ingar BRCA1 og BRCA2. Konur með þær hafa auknar líkur á brjósta- krabbameini og greinast yngri. Þær eru í sérstöku eftirliti frá 30 ára aldri hjá læknum Landspítala og því ekki í hefðbundinni skimun. Ávinningur og áhætta Vel sk ipu lögð sk imu n get u r minnkað sjúkdómsbyrði og bjargað mannslífum. En skimun getur einn- ig fylgt skaði. Skimun greinir ekki öll mein, sem getur skapað hættu og falskt öryggi (falskt neikvæð niður- staða). Einhverjir einstaklingar munu fá greiningu og meðferð við meini sem ekki var eða hefði orðið (falskt jákvæð niðurstaða) og fleira mætti nefna. Það er mikilvægt að skipuleggja skimun í takti við þá bestu þekkingu sem liggur fyrir og ræða kosti og galla skimunar af yfir- vegun. Það er mikilvægt að skipu- leggja skimun í takti við þá bestu þekkingu sem liggur fyrir og ræða kosti og galla skimunar af yfirvegun.Sigrún Arnardóttir kvensjúkdóma- læknir Alma Möller landlæknir Fögnum saman framförum í krabbameinslækningum Mikilvægi skimana Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameins- lækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Vaka Ýr Sævarsdóttir gjaldkeri Ólöf Kristjana Bjarnadóttir ritari Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabba- meinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabba- meina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum ára- tugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbamein, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venju- bundna lífi jafnvel samfara krabba- meinsmeðferð. Í f lestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og -meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbygg- ingu endurhæfingar krabbameins- greindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið fram- þróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðar- innar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóð- lega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabba- meinslækna Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 18. febrúar 2021. • vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.