Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2021, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 04.02.2021, Qupperneq 21
Framhald á síðu 2 ➛ F I M MT U DAG U R 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Kynningar: Kópavogur, Garðabær, Reykjavík, Hafnarfjörður Vetr rhátíð Þverfaglega hönnunarteymið Þykjó eru staðarlistamenn Kópavogs í ár og leita innblásturs að kyrrð og ró til skeldýra sem geta alltaf dregið sig inn í skel sína þegar þau þurfa þess með. Í Þykjó eru Erla Ólafsdóttir, Sigríður Sunna Reynisdóttir, Sóley Stefánsdóttir, Ninna Þórarinsdóttir og Sigurbjörg Stefánsdóttir. Þykjó er meðal margra viðburða á Vetrarhátíð í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tilfinningaþrungin barokk-tónlist, ástarsaga um mosa og íslensk þjóðlög í seiðandi útsetningum eru á meðal þess sem má njóta á Vetrarhátíð í Kópavogi sem að þessu sinni fer fram víðs vegar um bæinn. Í ljósi samkomu- takmarkana verður áherslan á viðburði undir berum himni og viðburði fyrir fámennan áheyr- endahóp en öllum fyrirmælum um sóttvarnir og fjöldatakmörk verður fylgt í hvívetna. Að skríða inn í skel Á efri hæð Gerðarsafns standa yfir sýningar Magnúsar Helgasonar og Ólafar Helgu Helgadóttur í Skúlp- túr Skúlptúr sýningaröðinni og verður meðal annars boðið upp á krakkavæna leiðsögn um sýning- una með Sprengju-Kötu. Á neðri hæðinni munu Hönn- unarkollektívið Þykjó og Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona kitla ímyndunaraflið með innsetning- unni Skríðum inn í skel. „Þykjó er þverfaglegt hönnunarteymi sem hannar fyrir börn og fjölskyldur þeirra,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og bún- ingahönnuður og einn meðlimur Þykjó. „Við erum staðarlistamenn Kópavogs í ár og vinnum í Gerðar- safni að þróun kyrrðarrýma sem eru innblásin af skeldýrum eins og kuðungum, skjaldbökum og kröbbum. Þetta er eins konar óður til þess að geta skriðið inn í skel.“ Á vetrarhátíð kynnir Þykjó smá- líkön af þessum kyrrðarrýmum og teflir saman við sýningu á verkum Gerðar Helgadóttur í safninu en rýmin verða sýnd í fullri stærð í safninu í mars. „Við höfum verið að skoða efni og uppbyggingu skel- dýra í samstarfi við líffræðingana á Náttúrufræðastofu Kópavogs og höfum valið nokkra safngripi úr eigu safnsins til að nota á sýning- unni. Sóley er síðan búin að semja tónlist sem tengist bæði formunum í kuðungum og verkunum hennar Gerðar. Þarna mætast því líffræði, hönnun, myndlist og tónlist í sama rými,“ segir Sigríður Sunna og bætir við að allt verði í takt við sóttvarnareglur. „Þessi innsetning hægir aðeins á okkur og hvetur til að staldra við, leggjast á gólfið og upplifa, skynja og njóta.“ Sviðsviðburðir og tónleikar eru ókeypis á Vetrarhátíð Föstudagskvöldið verður helgað ljúfum tónum. Elísabet Waage og Laufey Sigurðardóttir bjóða upp á íhugula tónleika í Safnaðarheimili Kópavogskirkju með tónlist fyrir fiðlu og hörpu eftir Leif Þórarins- son, Báru Grímsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson. Í Salnum flytja Ásgeir Ásgeirs- son og þjóðlagasveit íslensk þjóðlög í seiðandi útsetningum og það er engin önnur en Sigríð- ur Thorlac ius sem þenur radd- böndin á tónleikunum sem hefjast klukkan 19.30. Í Hjallakirkju hljómar tilfinn- ingaaþrungin barokktónlist eftir Bach, Purcell, Monteverdi og fleiri í f lutning Þórunnar Völu Valdi- Spennandi og nýstárleg Vetrarhátíð í Kópavogi Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi verður með breyttu sniði í ár vegna sóttvarna en hátíðin fer fram 4. -7. febrúar. Þar verður þó að vanda ýmislegt á boðstólum, tónlist, dans, leiklist og Þykjó. KYNNINGARBLAÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.