Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2021, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 04.02.2021, Qupperneq 24
Á Vetrarhátíð í ár verður lögð áhersla á útilistaverk og ljós­listaverk og er Ljósaslóðin því nú í lykilhlutverki. Rúmlega tuttugu ljóslistaverk munu lýsa leiðina og verður þeim varpað á byggingar, glugga og húsasund öll kvöld hátíðarinnar frá klukkan 18 til 21. Svipuð slóð milli ára Ljósaslóðin er unnin í samvinnu við hátíðina List í ljósi sem farið hefur fram á Seyðisfirði um árabil. Rætt var við Sesselju Hlín Jónasar­ dóttur, en hún er stofnandi Listar í ljósi. „Við erum búin að vera í sam­ starfi við Reykjavíkurborg síðast­ liðin fjögur ár og þetta er í annað sinn sem ég hjálpa við að hanna Ljósaslóð. Vetrarhátíðin er búin að vera í gangi ansi lengi og það hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á útilistaverk.“ Sesselja segir skipuleggjendur reyna að hafa gönguna með svip­ uðu sniði á milli ára. „Þetta hefur aðeins verið að mótast undanfarin ár en við erum dálítið búin að vera að einbeita okkur að því að vera með svipaða eða sömu slóð ár eftir ár, þannig að fólk læri að þekkja hana.“ En þrátt fyrir að slóðin sé svipuð segir Sesselja verkin sjálf vera eins fjölbreytt og þau eru mörg. „Í þess­ ari slóð geturðu séð alls kyns verk eftir alls konar listafólk. Öll verkin eru lýst á einhvern hátt og þau eru mjög mismunandi.“ Sjónlist fyrir alla Hátíðin í ár er að einhverju leyti frábrugðin, líkt og flestir viðburðir undanfarna mánuði. „Sýningin má náttúrulega ekki vera jafn lengi uppi. Vanalega hefur hún fengið að standa til klukkan 23 eða rúmlega það, en í ár verður hún bara til níu. Þannig að við missum smá tíma í myrkrinu og þurfum að byrja aðeins fyrr. Það er svona það helsta en við auðvitað aðlögumst bara nýjum tímum.“ Sesselja segir Ljósaslóð vera fyrir alla og ráðleggur fólki að ná sér í kort áður en haldið er af stað. „Þetta er sjónlist fyrir alla og það er hægt að fara inn á vefsíðuna og finna kortið þar ásamt öllum upplýsingum um listaverkin og listamennina. Ég mæli hiklaust með því að fólki nái sér í kortið og verði með það í göngunni. Svo eru líka skilti fyrir framan hvert verk þannig að þú getur líka lesið þér til um viðkomandi verk.“ Sesselja segir áríðandi að hlúa að hátíð sem þessari og þá sérstaklega í ár. „Það er eitthvað svo fallegt við það að fagna ljósi og auðvitað bara mikilvægt fyrir okkur af því að það er svo mikið myrkur á veturna, ekki síst hjá okkur sem búum úti á landi. Svo á tímum sem þessum er líka mikilvægt að vera með hátíðir sem gerast utandyra og gera fólki kleift að njóta á sínum tíma, sínum hraða og með sínu fólki – án þess að vera hrætt um að smitast.“ Ringlaðir áhorfendur Þegar Sesselja er spurð að því hvort það sé eitthvert ákveðið augnablik sem standi upp úr rifjar hún upp skondna uppákomu. „Við vorum einu sinni með opnunar atriði hjá Hallgrímskirkju og það mættu svo of boðslega margir, mun fleiri en við bjuggumst við. Það átti sem sagt að opna hátíðina í beinni útsendingu en svo gerist það að áhorfendur stóðu á einni snúrunni sem tengdist varpanum þannig að það kom hljóð en engin mynd, það var skelfilegt og ég hélt að ég yrði ekki eldri,“ segir hún og hlær. „Það er klárlega það eftirminni­ legasta. Ég sagði við Gumma, sem skipulagði gönguna lengi vel, eftir á: Aldrei aftur skal ég vera í beinni. Það var smá pínlegt en sem betur fer náðum við að redda því mjög fljótt. Þetta opnunaratriði var þá bara hálft en ekki heilt og áhorf­ endur voru frekar ringlaðir yfir þessu öllu saman.“ Þetta hafi verið lærdómsrík reynsla. „Maður lærir af þessu, ég mun allavega aldrei nokkurn tímann aftur skilja eftir óvarða línu,“ segir Sesselja létt í bragði og bætir við að hún þurfi sem betur fer ekki að hafa áhyggjur yfir sams konar uppákomu í ár. „Það verður ekkert opnunar­ atriði í ár vegna ástandsins. Við viljum reyna að hafa ákveðið flæði til að koma í veg fyrir að fólk safnist saman. Fólk þarf annars ekkert að gera, bara mæta, rölta um og skoða. Ég mæli með að bíða þar til rökkvar þannig að verkin njóti sín alveg upp á hundrað.“ Er eitthvað sem þú mælir sér- staklega með? „Ég er ótrúlega spennt fyrir öllu, þetta verður ákaflega skemmtileg slóð í ár og ég mæli bara með því að fólk nái í kortið og gefi sér tíma til að skoða þetta allt. Þetta er allt svo rosalega ólíkt að það er eigin­ lega ekki hægt að gera upp á milli.“ Dagskrá Vetrarhátíðar 2021 og kortið má nálgast á vetrarhatid.is. Á tímum sem þessum er líka mikilvægt að vera með hátíðir sem gerast utan- dyra og gera fólki kleift að njóta á sínum tíma, sínum hraða og með sínu fólki – án þess að vera hrætt um að smitast. Ljósaslóðin í lykilhlutverki þetta árið Á fimmtudaginn hefst Ljósaslóð en þar gefst gestum Vetrarhátíðarinnar kostur á að njóta vel val- inna listaverka á skemmtilegri gönguleið sem hefst við Hallgrímskirkju og endar hjá Ráðhúsinu. Sesselja Hlín Jónasardóttir, stofnandi seyðfirsku listahátíðarinnar List í ljósi, ásamt Hilmari Guðjónssyni en þau eru meðal þeirra sem koma að skipulagningu Ljósaslóðar í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 KYNNINGARBLAÐ 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U RVETRARHÁTÍÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.