Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 30
Í fyrstu gerðust
eingöngu karlmenn
með mikið sjálfstraust
svo djarfir að ganga með
litaða ermahnappa.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Manséttuhnappana má bera á tvo vegu: „Kyss-andi“, þar sem báðir endar
líningar benda út, eða „barrel-
style“ þar sem önnur ermalíningin
fer yfir hina. Ermahnappar eru
afar fjölbreyttir að lögun og stíl
og þeir hefðbundnustu eru með
tveimur skreyttum skjöldum sem
tengdir eru saman með stubbi eða
keðjuhlekkjum. Oftast er sýnilegi
hluti ermahnappsins skreyttur
með gimsteinum, upphafsstöfum
eða tákni sem hefur með starf eða
áhugamál að gera.
Ermahnappa má nota við ýmis
tilefni, formleg og óformleg, allt
frá jakkafötum fyrir vinnuna upp
í hátíðlegri tilefni eins og kjólfata-
viðburði. Litríkir og duttlunga-
fullir ermahnappar henta þó betur
fyrir óformleg tilefni. Við formleg
tilefni eins og „white tie“ viðburði
er talið æskilegt að bera perlu-
skreytta ermahnappa.
Þó svo fyrstu manséttuhnapp-
arnir hafi komið fram á sjónar-
sviðið á 17. öld voru þeir ekki
algengir fyrr en í lok 18. aldar.
Þróun ermahnappa tengist þróun
skyrtunnar sterkum böndum, en
karlmenn hafa klæðst skyrtufatn-
aði síðan ofinn textíll var fundinn
upp um 5.000 árum fyrir Krist.
Eftir lok miðalda urðu sýnilegir
hlutar skyrtna, svo sem hálsmál,
bringa og ermalíningar, að tilefni
til skreytinga með pífum, fell-
ingum og útsaumi. Ermalíningum
var þá haldið saman með borðum.
Þar til í lok 18. aldar skreyttu karl-
menn sig við hirðina og við önnur
formleg tilefni með ermapífum
sem héngu yfir úlnliðinn. Erm-
arnar voru bundnar saman með
borða eða festar saman með tölu
eða samtengdum hnöppum.
Ermahnappar úr taui
Skyrtugerðarfrömuðinum Cravet í
París er oftast eignaður heiðurinn
af silkihnútaermahnöppum sem
komu fram á sjónarsviðið 1904,
en um er að ræða tvo hnúta, oftast
apahandarhnút eða tyrkjahnút
úr litríku silki sem tengjast milli
hnappagatanna. Upp úr tíunda
áratug 20. aldar fóru hnútahnapp-
arnir í gegnum endurnýjun lífdaga
sinna, og voru þá oftast fram-
leiddir úr gerviefnum með teygju
á milli.
Neyðin kennir nöktum
körlum að nota ermahnappa
Á 19. öld tók borgaraleg skilvirkni
millistéttarinnar við íburði yfir-
stéttarinnar og um miðja 19. öld
urðu ermahnappar eins og við
þekkjum þá í dag vinsælli. Skyrtu-
brjóstið, kraginn og ermalín-
ingar voru gerðar sterkbyggðari og
endingarbetri. Þó svo að nokkur
hagkvæmni hafi verið fólgin í því,
gátu ermarnar til dæmis orðið svo
stífar að erfitt reyndist að halda
þeim saman með venjulegum
tölum. Upp frá því fóru menn að
bera ermahnappa í meiri mæli og
iðnbyltingin gerði það að verkum
að hægt var að framleiða erma-
hnappa í öllum verðflokkum.
Í fyrstu gerðust eingöngu karl-
menn með mikið sjálfstraust svo
djarfir að ganga með litaða erma-
hnappa með gimsteinum. En eftir
að Edward VII, prinsinn af Wales,
gerði litskrúðuga Fabergé-erma-
hnappa vinsæla á 19. öld breyttist
tískan. Þessi þróun átti sér stað allt
fram á byrjun 20. aldar og erma-
hnappar höfðu aldrei verið jafn
vinsælir. Ermahnappar fengust
í öllum stærðum, gerðum, lit og
formum úr öllum málmum og
efnum, skreyttir eðalsteinum og
ódýrari skrautsteinum. Glerungs-
húðaðir ermahnappar með geó-
metrískum og litríkum mynstrum
voru sérstaklega vinsælir. Sam-
hliða þróun ermahnappa átti
annars konar þróun sér stað í
skyrtuhönnun. Mýkri og hreyfan-
legri skyrtur komu aftur fram á
sjónarsviðið með óstífuðum erma-
líningum sem hægt var að festa
saman með einni tölu.
Skortur ýtir undir íburð
Um miðja 20. öld þegar skortur
ríkti vegna seinni heimsstyrjaldar-
innar var vinsælt hjá prúðmenni
að skreyta sig með ýmsum fylgi-
hlutum með notagildi, og gengu
menn með fallega vindlingakassa,
dýrindis kveikjara, bindisnælur,
armbandsúr, hringa, lyklakippur,
peningaklemmur og margt annað.
Þá komu menn sér upp sívaxandi
safni af manséttuhnöppum.
Inn, út, inn, inn, út
Á áttunda áratugnum var svo aftur
minni áhersla lögð á ermahnappa
hjá millistéttinni. Tíska Wood-
stock-kynslóðarinnar var þá alls-
ráðandi og voru skyrtur þá oftast
framleiddar með mýkri mans-
éttur með hnöppum og hnappa-
götum. Margir ermahnappar sem
voru dýrmætir erfðagripir voru
endurnýttir og voru búnir til úr
þeim eyrnalokkar. Níundi ára-
tugurinn bar svo með sér endur-
komu hefðbundinna ermahnappa
sem eins konar endurvakningu
á hefðbundnum herrafatnaði og
hefur þessi tíska haldið sér fram til
dagsins í dag.
Sagan bak við manséttuhnappana
Það býr bæði litrík og áhugaverð saga á bak við ermahnappa, líkt og svo marga aðra fylgihluti
tískusögunnar. Ermahnappar eru notaðir til að festa saman ermalíningar á kjólfataskyrtum.
Ermahnappar hafa fylgt tískusögunni um árabil og eru hvergi nærri á leiðinni úr tísku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is
PARKET - FLÍSAR - HURÐIR
SÍÐASTI DAGUR ER 13. FEB
ÚTSÖLU
LÝKUR
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R