Fréttablaðið - 04.02.2021, Síða 41
Barokktónlist hljómar á síð-kvöldstónleikum í Hjalla-kirkju föstudaginn 5. febrúar
kl. 21.00. Ókeypis aðgangur er, en
skráning nauðsynleg: eventbrite.
com/e/hi-tilfinningarungna-bar-
ok k-vet rarhati-i-kopavog i-tic-
kets-138744044171
Flytjendur eru: Þórunn Vala
Valdimarsdóttir söngur, Hildi-
gunnur Einarsdóttir söngur, Gróa
Margrét Valdimarsdóttir f iðla,
Júlía Mogensen selló og Lára Bryn-
dís Eggertsdóttir semball.
Harmljóð og tregasöngvar í bland
við huggunarríka og hjartnæma
tónlist eftir Bach, Purcell, Händel,
Montiverdi og Elisabeth Jaquet de
la Guerre.
Barokk í Hjallakirkju
Bach hljómar í kvöld.
Hin árlega Japanshátíð við Háskóla Íslands stendur til sunnudags. Allir við-
burðir fara fram á netinu. Allir við-
burðirnir eiga sameiginlegt að hafa
japanskt mál og menningu sem
viðfangsefni. Flestir viðburðanna
bjóða upp á gagnvirka þátttöku
á Zoom, en þeim verður einnig
streymt á Facebook: facebook.com/
Japan.Festival.Iceland
Í dag, fimmtudaginn 4. febrúar,
kl. 16.30-17.30 ræðir Kristín Ing-
varsdóttir, lektor í japönskum
fræðum, við rithöfundinn Ólaf
Jóhann Ólafsson um nýjustu skáld-
sögu hans Snertingu og fjölbreytta
reynslu hans af japanskri menningu
í gegnum störf sín fyrir japanska
stórfyrirtækið Sony.
Japanshátíð á netinu
Ólafur Jóhann
talar um Japan.
ALLIR VIÐBURÐIRNIR EIGA
ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ HAFA
JAPANSKT MÁL OG MENNINGU
SEM VIÐFANGSEFNI.
Ekki kemur á óvart að Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eftir Einar Kárason sé í fyrsta
sæti á Metsölulista Eymunds-
son en bókin hefur vakið mikla
athygli. Bókin sem fékk Íslensku
bókmenntaverðlaunin, Aprílsólar-
kuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur
er í öðru sæti og hin undurfallega
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
er í þriðja sæti. Það er svo í takti við
árstímann að í fjórða sæti er Náðu
tökum á þyngdinni eftir Sóleyju
Dröfn Davíðsdóttur.
Málsvörn á toppnum
Einar og Jón Ásgeir.
Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norð-lenska myndlistarmenn 29.
maí til 26. september 2021. Að þessu
sinni skulu myndlistarmennirnir
vinna með ákveðið þema, Takmark-
anir, í verkum sínum. Dómnefnd
velur úr umsóknum listamanna
sem búa og/eða starfa á Norður-
landi eða hafa tengingu við svæðið.
Opnað var fyrir umsóknir 20.
janúar síðastliðinn og er umsóknar-
frestur til og með 28. febrúar. Nán-
ari upplýsingar má finna á listak.is.
Vor/Sumar/Haustsýningar Lista-
safnsins á Akureyri eru tvíæringur
og þar er sýnt hvað listamenn á
svæðinu eru að fást við. Hún verður
því fjölbreytt og mun gefa góða inn-
sýn í f lóru myndlistar á Akureyri og
Norðurlandi. Stefnt er að því að gefa
út sýningarskrá með sýningunni.
Takmarkanir á
Akureyri
Listasafnið á Akureyri. Áhrifamikil saga um dauðann,
tímann og lífið, skrifuð af tæru
innsæi í leikandi léttum stíl.
Björn Halldórsson hefur áður
sent frá sér smásagnasafnið
Smáglæpi sem fékk afar góðar
viðtökur. Stol er fyrsta skáld-
saga hans.
HJARTNÆM OG
GRÍPANDI
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F I M M T U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1