Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 3
4. tölublað
1. árgangur
Reykjavík
Júní 1943
VI N N
A N
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
Ritstjóri: Friðrik Halldórsson
Ritnefnd
Sœmundur Olafsson
Stefán Ögmundsson
FRIÐRIK HALLDÓRSSON:
„Hetjur hafsins“
Við minnisvarða óþekkta. hermanhsins eru
túlkaðar, meðal hernaðarþjóðanna, þær tilfinn-
ingar, sem tengdar eru, á yfirborðinu að minnsta
kosti, við minningu þeirra manna, er fallið liafa
í styrjöldum.
Slíka bautasteina hefur íslenzka þjóðin ekki
þurft að reisa sonum sínum á liðnum öldum.
Blóðfórnir þœr, sem árlega falla á altari liern-
aðarguðsins meðal erlendra stórþjóða, hafa til
skamms tíma verið óþekktar rneð okkar þjóð. En
mannfall okkar er þó, á öðrum sviðum, engu síð-
ur tilfinnanlegt en lijá hinum, sem heyja styrj-
aldir. Við sjóinn umjiverfis landið okkar eru
tengdar þær auðlindir, sem lífsskilyrði þjóðar-
innar byggjast að mestu leyti á og við öflun
þeirra verðmœta, sem úir djúpunum eru dregin,
er árlega krafizt mannfórna af hinni fámennu
þjóð okkar, sem tilfinnanlegar eru, þegar miðað
er við fólksfjölda.
Á síðari tímum liefur breyting orðið á sér-
stöðu okkar í þessum efnum. Hœtturnar, sem
fyrir voru, hafa aukizt að mun, vegna aðgerða
hernaðarþjóðanna. Árásir liafa verið gerðar á
skip okkar hvað eftir annað af flugvélum og kaf-
bátum, með þeim afleiðingum, sem kunnar eru
og ekki þarf að lýsa. Af 332 íslenzkum sjómönn-
um, sem farizt hafa síðan styrjöldin hófst og fram
til ársloka 1942, létu 211 lífið af styrjaldaror-
sökum. Mœtti það gjarna vera þeim íhugunar-
efni, sem í ofstæki sínu brugðu sjómönnum okk-
ar um þegnskaparbrot við þjóð sína, er þeir
kröfðust þess, eftir stœrstu blóðtökuna árið 1941,
að gerðar yrðu sérstakar öryggisráðstafanir á ís-
lenzkum millilandaskipum, vegna siglinga þeirra
á hernaðarsvœðum.
Snjólikneskið mikla, sem rcist var i Reykjavik 11. marz 1925,
vegna sjóslysanna, er orðið höfðu 7.-8. febr. sama ár, þegar
togararnir „Leifur heppni“ og „Fieldmarshall Robertsson", á-
samt vélbátnum „Solveigu“, fórust og 68 menn létu lifið. —
Rikarður Jónsson listamaður sá um byggingu likneskisins. —
Þetta er cini minnisvarðinn, sem reistur hefur verið islenzk-
um sjómönnum — og hann bráðnaði á einni nóttu.
VINNAN
75