Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Page 4

Vinnan - 01.06.1943, Page 4
Sjómennirnir íslenzku hafa oft verið nefndir, að verðleikum, hermenn þjóðar sinnar, útverðir hennar á þeim vettvangi, sem torsóttastur er og hættulegastur og mestu varðar afkomu hennar í efnahagslegu tilliti. Og oft hefur verið á það bent, að þjóðinni beri að heiðra. á sérstakan hátt, minningu liinna mörgu, sem árlega falla óvígir í hina köldu', votu gröf. Slíkra radda hefur helzt orðið vart þegar slys hafa borið að höndum, sem öðru frernur hvöttu til samúðar með fieim, sem um sárast áttu að binda. En hugmyndin hefur aldrei eignazt á- kveðna forvígismenn, sem bolmagn hafa haft til að hrinda henni í framkvæmd. Aðeins einu sinni hefur minnisvarði verið reistur íslenzkum sjó- mönnum í höfuðstað landsins — og hann var táknrœnn í tvennum skilningi; að útliti minnti hann á lífsbaráttu íslenzkra sjómanna, en efni- viðurinn var á hinn bóginn hrópandi áminning um það, live samúðin er stundum hverful, sem fellur sjómönnunum í skaut, þegar stœrstu fórn- anna er krafizt af stétt þeirra. Varðinn var byggð- ur úr — snjó. Þegar sjómenn hófu samtök um það. fyrir 6 árum síðan, að eigna sér árlega sérstakan helgi- dag, var sú hugmyndin í upphafi, að dagurinn yrði að verulegu leyti helgaður drukknuðum sjó- mönnum. Og þótt reynslan hafi orðið sú, að verk- efni hans hafi síðar orðið önnur og víðtækari, er þó samúðin, sem hann nýtur meðal þjóðarinnar almennt, ekki sízt tengd við mínúturnar, sem helgaðar eru minningu þeirra, sem hafinu urðu að bráð. Nokkur ágreiningur varð í byrjun um það, hvaða takmarki skyldi stefnt að með þessum sam- tökum sjómanna. Vildu sumir, að dagurinn yrði helgaður baráttunni fyrir því, að reistur yrði, í Reykjavík, allsherjarminnisvarði drukknaðra sjó- manna. Aðrir litu svo á, að framkvæmdir í þeim efnum stœðu öðrum nær en sjómönnurn. Þessum ágreiningi er nú lokið og ber það dóm- greind þeirra, er að deginum standa, fagurt vitni, að þeir skyldu þar bera gæfu til að hafna fyrst um sinn umhyggjunni fyrir orðstír liinna látnu, en leggja í stað þess áherzlu á það, sem nærtæk- 76 ara var í eðli sínu, nauðsyn þess að búa þeim, sem koma þreyttir af liafi, eftir langt og dáðríkt ævistarf, kyrrlátt hvíldarheimili. Með samþykkt þess að verja tekjum þeim. er af deginum verða, til dvalarheimilis fyrir aldur- hnigna uppgjafasjómenn, hafa aðstandendur dagsins kosið sér það lilutskipti að gera þeim œvikvöldið ánægjulegt, sem oft hafa, ef tii vill, varið mestum hluta ævi sinnar úti á auðnum hafs- ins — fjarri heimili og ástvinum. Sjómennirnir íslenzku hafa að því leyti átt það sameiginlegt með þeim af útlögum þjóðarinnar, sem harðast voru leiknir af samtíð sinni og sem á síðustu öld áttu. að fulltrúum þái Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar, að þeir hafa þá fyrst lilotið viðurkenningu fyrir unnin afrek, þegar Ægir hefur krafizt af þeim síðustu fórnarinnar — sogið úr œðum þeirra síð- asta blóðdropann. Við könnumst að sjálfsögðu við þetta fyrirheit úr einu a.f kvæðum Þorsteins Erlingssonar: — og ej að við fellum þig aftur úr hor í annað sinn grœtur þig þjóðin. Með því átti á sínum tíma að endurheimta úr Eden einn af ástmögum íslenzku þjóðarinnar, Sigurð Breiðfjörð. — En fyrirheitið er fornt og hefur um aldaraðir verið notað, hvarvetna um heim, til að friða samvizku þeirra, sem grýtt hafa, af vanþekkingu, spámenn sína og spekinga og svœft, með allskonar tylliloforðum, eðlilegar um- bótakröfur þeirra, sem lœgst voru settir í þjóð- félaginu. Sjómennirnir íslenzku kannast við tómnn í slíkum fyrirlieitum. Hann hefur birzt þeim í ýmsum myndum úr lierbúðum þeirra, sem telja „Sigurjónskuna“ þjóðarböl, en kjósa Fulton að fyrirmynd í siglingamálum þjóðarinnar. Og þeir taka því með varfærni hinni öfgakenndu aðdá- un, sem oft er veitt, til hátíðabrigða, hinum ó- kenndu „hetjum hafsins“. Sú aðdáiun er að vísu byggð á einlœgni lijá mörgum, þó að fyrirheitin, sem gefin eru á slíkum lielgi- og hrifningar- stundum, reynist venjulega endingarlítil. Sjómannadagurinn liefur nú hafið fjársöfnun til dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Sú Frh. á bls. 7S. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.