Vinnan - 01.06.1943, Side 5
GUÐGEIR JÓNSSON:
Verum á verði
Eflum samtökin
Það er ekki ennþá liðið hálft annað ár síðan „gerð-
ardómslögin“ svokölluðu voru gefin út. Með þeim átti
að hindra allar raunverulegar kjarabætur verkalýðsins.
Þessi tilraun þáverandi ríkisstjórnar og Alþingis
mistókst, vegna eindreginnar en rólegrar andstöðu
verkalýðsins, svo að stjórn og þing sáu sér ekki fært
að burðast með lögin og voru þau því afnumin.
Flestöll verkalýðsfélögin notuðu sér hið endurheimta
samningafrelsi og gerðu nýja samninga við atvinnu-
rekendur og fengu, með þessum samningum, töluverð-
ar kjarabætur. Meðal þessara kjarabóta var. hjá flest-
um félögunum, átta stunda vinnudagur, þar sem hann
var ekki viðurkenndur áður.
Höfurn við gert okkur ljóst, að átta stunda vinnu-
dagur, við almenna vinnu, er í raun og veru þjóðfé-
lagsumbót?
Það er margt komið til vegs og viðurkenningar nú,
sem í byrjun var talin firra ein og vitleysa. Það voru
til bændur hér á landi, sem voru svo samgrónir þúf-
unum í túnunum sínum, að þeir vildu ekki slétta þau
af því að þeir töldu að túnin minnkuðu, ef þúfurnar
væru teknar. Þessi skoðun er til grafar gengin fyrir
löngu. Það var lengi siður til sveita, að standa við
slátt og rakstur fram í myrkur og það jafnvel svo, að
varla sáust handaskil. Þessi siður er líka kominn í gröf-
ina. Bændur hafa komizt að raun um, að það borg-
aði sig að slétta túnin og að það var beinn hagui fyrir
þá sjálfa, að stilla vinnutíma verkafólksins í nokkurt
hóf, jafnvel um hábjargræðistímann.
Átta stunda vinnudagur hefur verið áratuga krafa
verkalýðsins um allan heim og verkalýðurinn var víða
búinn að fá þessari kröfu fullnægt löngu fyrir núver-
andi styrjöld. Víðast hvar mun það hafa verið eins og
hér á landi, að iðnaðarmennirnir höfðu forgönguna
og aðrir komu í kjölfar þeirra.
Ovíða mun þessari kröfu hafa fengizt fullnægt átaka-
laust og sjálfsagt hafa víða verið reynd ýmis ráð, af
hálfu atvinnurekenda, til þess að fá vinnudaginn lengd-
an aftur. Það má búast við því, að það verði reynt
hér einnig, enda hafa einstakar tilraunir verið gerðar
hér til þess að fá vinnudaginn lengdan á ný, en ekki
tekizt. — Það má einnig minnast þess, að þegar „gerð-
ardómurinn“ svonefndi úrskurðaði kauplækkun hjá
klæðskerum í janúar 1942, lengdi hann vinnutímann
hjá þeim um leið. Höfðu þeir þó búið við lökust kjör
um kaup og vinnutíma hliðstæðra iðnaðarmanna, um
mörg undanfarin ár.
Það mun mega gera ráð fyrir því, að „gerðardóms“-
aðferðin verði ekki notuð, að minnsta kosti ekki fyrst
um sinn. Hitt er líklegra, að reynt verði að leita fyrir
sér meðal verkalýðsins sjálfs, hvort þar finnist ekki ein-
hverjir, er hægt verði að telja trú um, að þeir gætu haft
fjórðungi hærri tekjur, ef þeir vildu lengja vinnudag-
inn í 10 stundir aftur. Ef að slíkir verkamenn fyndust,
mundi verða alið á þessum ímyndaða hagnaði af lengri
vinnudegi. En ef lengingin tækist, mundi koma annað
hljóð í strokinn, þá mundi verða þrástagast á því, að
dagsverk væri dagsverk, hvort sem um 10 eða 8 stund-
ir væri að ræða og að verkamanninum bæri því ekki
hærri daglaun eftir en áður. Þetta yrði svo nýtt tilefni
til óánægju og ófriðar milli verkamanna og atvinnu-
rekenda og „ávinningurinn“ yrði raunverulegt tap
fyrir háða aðila, tap fyrir þjóðarheildina. Við skulum
hafa þýfðu túnin og þráastöðurnar á teignum til við-
vörunar, hvorttveggja er úrelt fyrir löngu og 10 stunda
vinnudagur við almenna vinnu er nútíma hliðstæða
við þennan gamla og útdauða aldarhátt.
Verum á verði um 8 stunda vinnudaginn og aðrar
þjóðfélagsumbætur, sem verkalýðnum hefur tekizt að
knýja fram á undanförnum tímum, og sem hann hlýt-
ur að umbæta á komandi tímum.
En okkur ber að gera betur en að vera á verði. Okkur
ber að efla samtökin, okkur ber það fyrst og fremst
hverju og einu innan okkar sérstöku starfsgreina og svo
ber okkur að efla heildarsamtökin eftir mætti.
Eins og getið er í síðasta hefti Vinnunnar, var sam-
bandsstjórninni falið á Sambandsþinginu s.l. haust að
gangast fyrir stofnun bandalags „með öllum öðrum
samtökum alþýðunnar, hvort sem um er að ræða al-
menn hagsmunasamtök, stjórnmálasamtök, verkalýðs-
félög, menningarsamtök eða önnur.“
Sambandsstjórninni hefur ekki ennþá unnizt tími til
að gera þessu verkefni veruleg skil, en hún mun nú
snúa sér að því og boða til ráðstefna með fulltrúum
frá þeim félögum og félagasamböndum, sem vilja taka
þátt í slíkum viðræðum. Hér skal ekki rætt frekar um
verkefni ráðstefnu þessarar, en því aðeins bætt við, að
vonir standa til þess, að áhrif hennar verði til heilla
fyrir íslenzka alþýðu — til heilla fyrir íslenzku þjóð-
ina.
VINNAN
77