Vinnan - 01.06.1943, Page 11
HENRIK IBSEN:
ÞORGEIR I VIK
Sjómannadagurinn er um þessar mundir haldinn hátíðlegur um allt
land. Samúð þjóðarinnar er við það tækifæri helguð þeim, öðrum
fremur, sem heyja baráttu sína á hafinu, fjarri heimili og ástvinum
-— arftökum hinna fornu, norrænu víkinga — mönnunum með skap-
gerðareinkennum Þorgeirs í Vík. -— Kvæðið um hann er sígilt sýn-
ishom þeirrar þrautseigju, sem einkennt hefur, á öllum öldum, lífs-
baráttu sjómannsins. Það er lærdómsrík hugvekja þeim, er helga
vilja á Sjómannadaginn nokkrar mínútur þeirri stétt, sem á yfir-
standandi styrjaldartímum annast fjöregg þjóðarinnar — og hefur
varðveitt það með sæmd fram á þenna dag. — Kvæðið er, sem
kunnugt er, þýtt af Matthíasi Jochumssyni.
Einn kynlegur halur hœrugrár
í hólmanum yzta bjó,
mjög hversdagsgœfur, en heldur jár
og hafSist við mest á sjó;
en vissi’ á illt, varð ýlgd hans brá,
svo ógnaði sjónarbrík;
menn kváðu’ hann tryllingsköst þau já,
en kljást ei nokkur vildi þá
við Þorgeir, sem var í Vík.
Við bryggjuna leit ég hann síðsta sinn,
liann seldi sín ajlajöng
hvítur á hár, en hraustur á kinn,
og hló eins og barn og söng;
stúlkunum lagaði lystug orð
og lék við staðarins börn,
veifaði hattinum, hljóp um borð,
og lieim, meðan sólin kvaddi storð,
jór glaður hinn gamli örn.
Og nú skal hermt, hvað hef ég spurt
um hnigið kempuval,
og sé það fátt og sýnist þurrt,
er satt, hvað ég greina skal;
hann sjálfur liggur nú lágt í grund,
en Ijóð mín stafa frá þeim,
sem hjá honum vöktu hinztu stund
og hjúkruðu, þegar hann festi blund
og sjötugur héðan fór heim.
I œskunni heldur ódœll var,
hóf ungur siglingaflakk,
varð háseti snemma, harður og snar
við hryðjur og vos og svakk;
en úr því strauk hann í Amsterdam, —
til átthaga fékk hann þrá, —
og kom loks heim með kapteini’ Pram,
en kannast við hann enginn nam,
því langt var liðið í jrá.
Nú var hann kominn, sterkur og stór
og stázklæði bar hann góð,
en dáið hafði frá þvi hann jór
hans foreldri’ og œttarslóð.
Einn dag, eða svo, hann hafði liryggð,
og harminum lét svo af;
við landið batt hann litla tryggð,
og langtum fegri þótti byggð
hið breiða, blikandi haf.
Við árslok hafði’ hann eignazt snót —
það atvikaðist víst fljótt. —
Menn spáðu honum skamma búlagsbót,
að bindast við slíkt svo skjótt.
Um veturinn hélt hann heimilið við
og hrœddist ei drabb né spil,
þótt húsið biði hlýindi’ og frið
og hlœi gluggar á hverri hlið
með rósir og rauðmáluð þil.
Þá ísinn losnar við útsker lands,
hann ýtir kuggi frá strönd,
um haustið mœtir hann helsingjafans,
sem hraðaði suður í lönd.
Og sjómannshuganum harða brá
og hjartað svellur af móð:
hann kemur Ijómandi löndum frá,
en langur er vetur norður í sjá
á freðinni feðraslóð.
Þeir lagsmenn koma til lægis heim
og leituðu’ upp drykkjukró;
hann horfir lengi á hœla þeim,
en heim að hann stefnir þó;
hann gægist inn fyrir gluggans lín
og getur að líta tvœr —
við rokkinn situr hans silkihlín,
og smámey hjá í vöggu sín,
svo hýr og bústin hlœr.
Þá segja menn Þorgeir breyttist brátt
í betri og hyggnari mann;
hann sveittist jram á svarta nátt
og sat með sitt barn og vann;
á sunnudögum gekk dillandi dans,
svo dunuðu nœstu krár;
þá sat hann og kvað sinn kvæðafans,
í kjöltunni spriklar Anna hans
og reitir hans hrokkna hár.
Svo líður, og nú kom níunda ár
á nítjándu öld með stríð; .
í minni er enn sú eymd og fár,
sem yfir gekk þá tíð;
víkingar lokuðu hverri höjn
og harðindi nístu láð,
öll vinna þvarr og vistasöfn,
volœði jajnt yfir land og dröfn,
og bönnuð öll bjargarráð.
Einn dag, eða svo, liann hafði hryggð,
og harminum lét svo af;
hann átti vin með valda tryggð,
hið víða, blikandi liaf.
Það afrek vestra lengir líf,
þó letraði enginn staf,
að þegar brast og þraut hver hlíf,
fór Þorgeir í Vík fyrir barn og víf
á báti’ yfir opið haf.
Hið minnsta far, sem fengizt gat,
til ferðar sinnar kaus,
sinn búnað ei við aðra mat,
og ýtti reiðalaus.
Sjóinn hann Þorgeir þorði’ að sjá
og þó að hann ygldi brún,
hin józku grunn eru geysiflá,
en geigvœnust njósnaraugun blá,
er skima jrá herskipshún.
Ilann lukkunni treysti’ og lét í haf,
þá löður varð kyrrt við sand;
og byrinn fleyi fullvel gaf,
við Flataströnd tók hann land.
Stór var ei þunginn, sem Þorgeir fékk:
þrjár tunnur byggs var allt,
en fjör hans og líf við farminn hékk
og fagnandi knýr hann öldubekk
til hennar, sem heima svalt.
Hann sá ekki land og sat við ár
í sólarhringana þrjá:
hinn fjðrða greiddi glóey hár,
þá grillir hann rönd við sjá;
það er ekki þoka, sem hann sér,
nú sýnir sig foldin breið,
og hátt yfir annnes, ey og sker.
Imunessöðullinn tindinn ber,
þá rankar liann rétt við leið:
VINNAN
83