Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Page 12

Vinnan - 01.06.1943, Page 12
Stutt var nú heim, hann herðir á ár, þó höndin sé örmögnuð; það lá við liann felldi feginstár og fœri að biðja guð; þá brá honum sem við banaund; það brást ei, hann sá það rétt, er sveif frá þokan á sömu stund: á sveimi stríðsskip við Hestnessund með segl upp í kulið sett. Hann hajði sézt; þá hvín við skot, og heim var ei auðið að ná; af golunni hafðV ann ei fieldur not, og hörjar nú vestur um sjá. Þeir skutu út báti, byrjuðu söng, og bentu á nökkvamann, þá hamaðist Þorgeir, svo hvein í röng og herti svo skrið um œgisgöng, og blóð undan nöglunum brann. Gœslingar heita grunnsker kunn; þar gengur inn Heimbergssund með tveggja fóta flœðigrunn; þar jellur ei sœr í blund; þar hrynur brekinn hvítur og blár, þó hafið sé kyrrt og slétt; én þó að hann rjúki himinhár, er hlé jyrir innan og greiður sjár og báran lítil og létt. Og þar inn í skerin Þorgeir snýr á þrumandi löðurskrans, og eftir honum hans kjöljar knýr einn karfi með fimmtán manns; þá dunar hans óp yfir grœðisgný til guðs í sárustu nauð: „Þar inn frá er bœrinn i klettakví, og konan með barnið dauðanum í kallandi: komdu með brauð!Ci — Þeir fimmtán kalla þó hœrra en hann og hér fór sem oftar fyr, Bretinn er sporvís og konst sína kann, er hann kemur í Norveg með styr Hann setur á rifið með rjúkandi fár; þá renna og hinir á grunn; þá hleypur upp maður og höggur með ár svo hlunnurinn gegnum bátinn stár og fellur inn fossandi unn. Það var foringinn hinna, sem liöggið gaf: nú hömuðust bárur og menn; hans aleiga sökkur í alinnar kaf. en ekki lét Þorgeir sig enn; liann ruddist um, sleit sig úr kappakrans og kafaði holskaflabrot; en óðar en bólaði9 á höfuð hans, liringuðust sverðin og morðvopna fans og rumdu við rifflanna skot. Þeir fiskuðu hann upp, og hann jluttist á og fagnaðar gullu nú liljóð. \knör Vart tvítugur kapteinn með hönd sína* á þar hátt uppV í lyftingu stóð. [hjör Hans fyrsti sigur var þessi þraut, og því bar hann kollinn hátt. En Þorgeir í kné á þiljum laut, hann þoldV ekki meir, hann grét og þaut; hinn sterki var lagstur svo lágt. Hann bauð þeim tár, þeir gáfu honum gys og guldu við bœnum spott; þá hvessir á austan; með ys og þys fer Englands garpur á brott. Þá kyrrist Þorgeir og hefur hljótt og hugarins byrgði djúp. Þó undraði hina, hversu skjótt honum hvarf það, sem lá eins og þrúðug um grimmlegan ennisgnúp. [nótt Hann situr í haldi fimm ár full með föngum á Bretagrund, varð lotinn í herðum og hvítur sem ull af hugsun um barn og sprund. Hann bjó yfir nokkru, en ekkert orð kom yfir hans fölvu vör. Og svo kom friður um sœ og storð, með Svíum gekk Þorgeir loks um. borð, og heim kemur frjáls úr för. Hann steig af skeið og skjal sitt ber, er skipar hann norskan „lósi(: en nú er hann hvítur, svo hver hann er veit hvorki sveinn eða drós. Hvar var nú húsið? Burt er bœr, En barnið og konan þá? „Bóndann' — var svarað — „tók sollinn og síðan úr hungrinu dóu þœr, [sœr, en sveitin hún sá fyrir ná(i. Nú hleypur tíðin og hann bjó enn á liólmanum yzt sem „lósi6, er hversdagsgœfur og hljóður við menn, og hœgur til lands og sjós. En vissi á illt, hann ygldi brá, svo ógnaði sjónarbrík; menn kváðu liann tryllingsköst þau fá; en kljást ei nokkur vildi þá við Þorgeir, sem var í Vík. Einn aftan, er dró upp álandsbyl, kom ys á hafnsögulið; lystifar enskt sótti landsins til með lafandi segl á hlið; á fremri siglu sést flagg, er þjóð skal flytja þess neyðarorð. Frá hólmanum bátur brýzt um flóð og brimið krœkir í jötunmóð, og bráðum er „lósinn<( um borð. Svo íbyggin horfði við hetjan grá, er hljóp til og stjórnvölinn þreif, og beitir með snarrœði boðunum frá og bátur hans eftir í sveig. Og lávarður heilsar og hreyfir róm — við hlið hans er barn og drós —: „Þú hrífur ossi( — kvað hann — „úr helj- og hlýtur gull fyrir vesaldóm66. — [arklóm Þá stökkur frá stýrinu „lós(i Hann grettist, hann fölnar og glolt fer um eins og geymt í frá liðinni tíð; [munn, og óðara rekur við rjúkandi grunn í rokinu skrautsúðin fríð. „Vér steytum, vér brotnum! I bátana skjótt! Fyrir borð, herra lávarð, með mér, og konan með barnið, svo frelsist þið fljótt — mér förlast ei stjórnin, þar innfrá er rótt, en fólkið í kjölfar mitt fer(i. / brimlöðrið glytti þar báturinn fló, er bar þann hinn dýrmœta farm. Við stýrið sat Þorgeir í þegjandi ró, en þrútinn og gneypur um hvarm; á vindborða Glœsingar, Hestnes í hlé. — Þá hljóp á hann voðalegt fát, hann stökk upp með ár, eins og óður sé, og öfuga skók, svo að hvein í tré og höggur í botninn á bát. Nú rauk upp báran og brimlöðrið grátt; hér var byrjað á ferlegum leik. Sitt barn þrífur konan og hélt því upp hátt af hrœðslunni náföl og bleik. „Anna, mitt blessaða barn (, hún kvað. Þá bregður þeim gráhœrða segg, hann sveifina rekur í hlé með hrað og herðir á skautið, og ferjan á stað, sem fugl, gegnum hafrok og hregg. Þeir stíga, þeir hníga, þó sjatnar nú sjór, því sunnan við skerin var hlé, en eftir var launboði langur og mjór; þar lenda þeir — sjórinn í kné. Þá kallar upp jarlinn: „Vér höngum á hann hreyfist, það er ekki sker!(i [hrygg, Þá glotti við „lósinn6: „Nei, leiðin er trygg, ein lítil kœna með þrjár tunnur bygg er boðinn, sem okkur nú ber!(i Og hálfgleymt atvik sem leiftur leið yjir lávarðsins harðlegu brár. Hann minntist halsins, er hneig á skeið á kné sín með grátandi tár. Þá lirópar Þorgeir: „Eg kenni þig, karl, þú kvaldir mitt líf fyrir hrós; nú geld ég þér sviplega feigðarfall66. Þá féll á kné sín hinn enski jarl og laut hinum norska „lós(i. 84 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.