Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Side 13

Vinnan - 01.06.1943, Side 13
En Þorgeir við árarhlunn studdist og stóS eins stœltur sem forSum og knár; hann starSi með volegum víkingamóS og í vindinum flaksaði hár: „Vm hafið þá lékst þér með herskipið en heim kom ég þrotinn á bát, [frægt, hungursneyð minna svo burt gœti bægt, en brauð vort þú tókst, og svo var þér hœgt að hœða mitt helstríð og tár. Þín húsfrú er blómleg sem blíðasta vor, og brimhvít er höndin og fín; hönd konu minnar bar harðindaspor, en hún var þó allt um það mín; þitt barn hefur gullhár og brúna-ljós blá og blómann og inndœlið mest; en barnungann minn var ei mikið að sjá, hún var mögur, því ver, og föl og grá, eins og fátœkra börn eru flest. En þetta var einasta aleigan mín, og allt, sem var dýrmœtast mér — jafn dýrmœtt mjer, eins og þér eiga þín, en það galt ei stórt fyrir þér. En nú hefur hefndin náð þér sár, því nú skaltu lifa stund, sem legst á borð við hin löngu ár, sem lúðu mitt bak og skrœldu mitt hár og slógu mér ólífisund!“ Barnið hann þreif og í hendi sér brá, meðan hin þrífur lávarðsins víf. „Statt kyrr! Ef þú dirfist að kvika eitt strá, þá kostar það beggja líf!“ Til áhlaups stóð Bretinn búinn enn, en brugðið var armsins þrótt, hann hitnaði, kól og hann hvítnaði senn, og hans hár — þegar lýsti, það sáu menn — varð alhvítt á einni nótt. En Þorgeirs enni varð bjart og blítt og brjóst hans var rólegt og stillt: hann sleppti konunni kyrrt og þýtt og kyssti barnið svo milt. Hann dró nú andann sem kœmi’ úr krá, sem köld er og fúl og skemmd. „Nú er Þorgeiri glatt og bjart um brá; mitt blóð var sem stífluð jökulsá, ég hlaut — ég hlaut að fá hefnd. Mín þungu, volegu varðhaldsár, þau vöktu mér eitraða ben, ég lijarði síðan sem hálmur grár, sá er horfir í botnlaust fen. Nú er ailt búið, bœtt og kvitt, hvað ég bjó yfir, hefur þú séð. Það, sem til var, ég lét — þú tókst allt mitt, og taktu meira’, ef þú fékkst ei þitt, hjá honum, sem gaf mér slíkt geð. Að morgni lá skipið í hlýrri höfn og hver maður glaður um borð; menn þögðu’ um, hvað á gekk, það duldist En drjúgum óx Þorgeirs orð. [um dröfn. Svo tvístruðust draumskýin dimm og grá er dundi ein stormnótt reið; og Þorgeir var aftur brattur á brá og bugðan hvarf, sem hann fékk er hann lá á knjánum á kaldri skeið. Og höjðinginn gekk með fagurri frú til fundar og kynnis við hann, þau litu með vinsemd á bœ hans og bú og blessuðu’ hinn fátæka mann. Þau þökkuðu frelsið á ferlegum sjá og fjörlausn um voðaleg sker. En Þorgeir strauk bakið á barninu þá —: „Það sem bjargaði“, kvað hann, „er mest er hún, sem að hjá ykkur er.“ [reið á, Þegar skipið hvarf út um Hestnesssund, kom herfáni Norvegs á stöng, þar út frá sem blindskerin byrgja grund, þar buldi við skothríð ströng. Af Þorgeirs hvarmi þá hrökkur tár, hann horfði’ yfir djúpið svalt. „Mikið ég fékk fyrir mikið sár, máske fer bezt eins og sökin stár — og, guð, þér sé þökk fyrir allt!“ Þá halinn ég leit í síðsta sinn, hann seldi sín aflajöng; á hár var hann hvítur, en hraustur á kinn og hló eins og barn og söng; stúlkunum lagaði lystug orð, og lék sér við staðarins börn; svo veifaði’ hann hattinum, hljóp um borð, og lieim, meðan sólin kvaddi storð, fór glaður hinn gamli örn. Við Fjöru-kirkju ég leiði leit, sem lá þar sem hálent var, fallið að sjá og í fornum reit, en fjöl með nafni það bar: „Þorgeir í Vík“ stóð þar afmálað á og ártalið, þegar liann dó. Bœði við sólbráð og súg hann lá, það sýndu mér gisin kuldastrá, en líka liljugrös nóg. FRÁ SJÓMANNADEGINUM 1942 VINNAN 85

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.