Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Qupperneq 24

Vinnan - 01.06.1943, Qupperneq 24
ÁKVÆÐISVINNA Undir núverandi þjóðfélagsháttum er það all títt, að vinnukaupandi haldi ákvæðisvinnu fast að verkamönn- um, jafnvel þótt um sé að ræða vinnu, sem að venju er unnin fyrir tímakaup. Hver félagsþroskaður verka- maður má vita, að vinnukaupandinn býður ekki „akk- orð“ að jafnaði við slíka vinnu, ef hann telur sig ekki hagnast á því, samanborið við það, að láta vinna hana í tímavinnu. — Og jafn augljóst er það, að sá hagnað- ur yrði á kostnað verkamanna, beint og óbeint. Á atvinnuleysistímum hefur það hent, að hópar verkamanna hafa tekið að sér slík „akkorð“ og jafn- vel boðið hver niður fyrir annan, til þess að komast fram fyrir aðra verkamenn í kapphlaupinu um vinn- una. Á þennan hátt hefur „akkorðs“-vinnan tíðum reynzt eitt skæðasta kauplækkunarvopn í hendi at- vinnurekandans um leið og tekizt hefur að gera hana að sjálfvalinni svipu á verkamanninn til að knýja fram óeðlilegan vinnuhraða og orkusóun, því öllum „akkorðs“-tökum er mjög í mun að „standa sitt akk- orð“. Akvæðisvinna eins og þessi miðar ekki aðeins að því, að lækka vinnulaun og fara í kringum kjarasamn- inga og kauptaxta verkalýðsfélaganna; í krafti slíkrar ákvæðisvinnu hefur atvinnurekendum tekizt að verð- launa með forgangsrétti til vinnu þá verkamenn, sem eru stéttarsamtökum sínum ótryggastir. — Þetta er hemill á félagsþroska viðkomandi verkamanna og styður að sundurlyndi innan verkalýðssamtakanna. Með því að svo getur farið, að atvinna minnki í landinu áður en varir og tilboð um „akkorð“ geri þá vart við sig, viljurn vér minna á, að víða í verkalýðs- miðast við vöruverð í Reykjavík, en nauðþurftir heimilisins þarf hinsvegar að kaupa við slíku orkur- verði, sem kolin eru í á Þórshöfn og sennilega víðar. Sést af þessu, að full nauðsyn er á, að grundvöllur sá, sem útreikningui vísitölunnar er byggður á, sé end- urskoðaður. Að sjálfsögðu'ber Alþýðusambandinu að taka upp baráttuna gegn þessum ósóma, en til þess að sú barátta geti orðið raunhæf verða upplýsingar um vöruverð að koma sem víðast frá. Verkalýðsfélögunum ber að vera á verði, hvert á sínum stað, og sjá um það, að ekki sé hallað á rétt og hagsmuni verkafólksins hvað viðvíkur vöruverði sem öðru, og vil ég því eindregið mælast til þess, að stjórnir félaganna afli sem mestra og beztra upplýsinga og gagna um vöruverð, fyrr og nú, og láti skrifstofu sambandsins þær sem allra fyrst í té. félögum er fylgt þeirri reglu, að láta eigi vinna „akk- orðs“-vinnu nema með samþykki viðkomandi félags- stjórnar — og, ef einstaklingar taka að sér „akkorð“ án vitundar eða vilja stjórnar viðkomandi verkalýðs- félags, er hægt að fara með það mál sem brot á 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, en þessi grein fjallar um samninga einstaklinga við atvinnurekendur. Vér viljum eindregið skora á öll sambandsfélög, að vinna ákveðið gegn þeirri tegund ákvæðisvinnu, sem hér er lýst og tilkynna sambandsstjórn í tíma, ef að höndum ber í þessu efni eitthvað, sem þau eru ekki viss um að geta af eigin rammleik ráðið fram úr. BARNAVINNA Þrælkun barna hefur lengi verið illa þokkuð meðal allra góðra manna. Hún er að vísu þekkt fyrirbæri úr sögu vor Islendinga, en átti þó nokkra afsökun í frum- stæðum, erfiðum lifnaðarháttum einyrkjans og almenn- um þekkingarskorti í heilbrigðis- og uppeldismálum. Hinsvegar var af öðrum toga spunnin hin ógeðslega harnaþrælkun 19. og 20. aldar í þróuðustu auðvalds löndum álfunnar, þar sem börnum var þrælkað út í ó- hollum verksmiðjum langan vinnudag fyrir smánar- laun, á meðan hinir fullorðnu sátu heima við skort. Vissulega er það því fagnaðarefni, að nú hefur þetta viðurstyggilega arðránsform stóriðjuhölda lagzt nið- ur í flestum eða öllum svonefndum menningarlöndum, fyrir ötula baráttu verkalýðsins á faglegu og pólitísku sviði. Þó er hin almenna vernd barna ekki orðin þjóð vorri betur í blóð og merg runnin en það, að enn mun sum- staðar teflt á tæpasta vaðið gagnvart vinnuþoli ungl- inga, — og til skamms tíma hafa jafnvel ýms verka- lýðsfélög hér á landi gert, í töxtum sínum og samn- ingum við atvinnurekndur, ráð fyrir börnum sem vinnuseljendum ■— allt niður í 10 ára aldur. — Hér á landi hefur því einnig brugðið fyrir, að börnin hafa verið látin vinna samkvæmt svo kölluðum barna- eða unglingataxta á meðan nóg var til af fullorðnu fólki til að sinna þeirra starfi, er þarfnaðist vinnunnar. Þessu verða samtök verkalýðsins að sporna gegn. Barnavinna í hinni almennu framleiðslu á ekki að líðast á meðan fullorðnir fá ekki vinnu —- og á því aðeins rétt á sér, að hún sé framkvæmd með ströngu heilbrigðiseftirliti, sem verkalýðssamtökin á hverjum stað hefðu íhlutunarrétt um. Ef einstök verkalýðsfélög álíta nauðsynlegt að taka upp taxta fyrir börn, eiga þau að setja hann svo háan, að atvinnurekendur sjái sér engan hag í að taka börn í vinnu í stað fullorðinna manna. 96 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.