Vinnan - 01.12.1943, Page 11
ÁRNI ÁGÚSTSSON:
Frelsisbarátta ráðstj órnarþj óðanna
og alþjóðahyggja verkalýðshreyfingarinnar
„Sjá roðann í austri hann brýtur sér braut;
fram, bræður, það clagar nú senn.... “
Aldrei fremur en nú finna þessi orð skáldsins hljóm-
grunn í brjóstum Islendinga. I austrinu, á sléttum
Rússlands, þar sem kúgaðar þjóðir vörpuðu af sér
fjötrum ófrelsis fyrir aldarfjórðungi síðan, geisa nú
stórkostlegri orustur en áður eru dæmi um. Hinar
ungu, frjálsu þjóðir Ráðstjórnarlýðveldanna hafa
neyðzt til þess öðru sinni á 25 árum, að hverfa frá
friðsamlegum uppbyggingarstörfum og taka sér vopn
í hendur gegn siðleysi og grimmd þeirrar ránstefnu
úreltra þj óðfélagsafla, sem ógnar menningu og frelsi
alls mannkyns. íslenzka þjóðin, með menningararf
sinn og söguhelgi og frelsisást í blóðinu, er snortin
djúpri samúð og aðdáun á hetjulegum viðbrögðum
hins nýja mannkyns, er vaxið hefur upp undir skipu-
lagi sósíalismans, er ber í sér frelsisvon allra þjóða.
Það hefur komið í hlut þessara ungu þjóða sósíalism-
ans, að verja sig og allt, er þær hafa áunnið sér í fórn-
frekri byltingu og þrotlausu umbótastarfi, gegn inn-
tásarher nazistanna þýzku, öflugustu og ægilegustu
stríðsvél, sem þekkzt hefur. Og um leið og þær verja
sig og hinn dýrmæta frelsisarf byltingarinnar, þá
tendra þær nýjar vonir í brjóstum miljónanna, sem
þjást undir fargi hinna úreltu og brjálæðislegu skipu-
lagshátta auðvaldsheimsins. Það er því að vonum, að
meðal lýðræðissinnaðra þjóða, njóti Ráðstj órnarlýð-
veldin sívaxandi aðdáunar vegna hinnar glæsilegu bar-
áttu, er þau nú heyja til bjargar menningunni á örlaga-
tímum hennar. Er það nú öllum Ijóst, sem sjáandi eru,
að ef Rauða hersins og einingar ráðstjórnarþjóðanna
hefði ekki notið við, þá væri gervöll Evrópa fallin undir
blóðveldi nazismans. Þessi vitneskja veldur því fyrst og
fremst, að allir þeir, sem frelsi unna og jafnrétti þrá,
sjá í hetjubaráttu ráðstjórnarþjóðanna sín eigin lífs-
verðmæti varin. Hver ný sókn af hálfu Rauða hersins
gegn innrásarher nazista á rússneskri grund táknar al-
þjóðlega sókn gegn andstæðingum frelsis og mannrétt-
inda.
í Rússlandi, þar sem verkalýðsvöld hafa á einum
aldarfjórðungi lyft mörgum þjóðum úr dýpstu niður-
lægingu margra alda kúgunar á hátt stig frjálsrar
menningar, er nú barist, ekki einungis um framtíð og
velferð hinna ungu, frjálsu Ráðstjórnarlýðvelda, held-
ur einnig um framtíð allra annarra þjóða. Vér íslend-
ingar finnum nálægð þessarar miklu baráttu vegna
þess fyrst og fremst, að vér skynjum það, bæði um
hyggjuvit vort og tilfinningar, að þetta er einnig bar-
átta vor, baráttan um líf eða tortímingu allra þeirra
verðmæta, er oss, eins og öðrum frjálsum þjóðum, eru
nauðsynleg til þess að geta lifað í samræmi við eðli
vort og uppruna. I öllum frjálsum löndum hljóma nú
þessi orð meðal fólksins: Von vor er: Sigur Rauða
hersins yfir herskörum nazistanna. Og í hinum undir-
okuðu löndum felst þessi sama setning, þessi sama von,
í hljóðlausum bænum hins þjáða fólks. Þjóðirnar vita
það nú orðið, að það er undir styrkleika Rauða hersins
komið og siðferðiskrafti ungu þjóðanna í austri, sem
muna kúgun keisaratímanna og þekkja af eigin reynd
hið sanna lýðfrelsi og öryggi sósíalismans, hvort það
verður gyðja frelsisins eða morðingjar hennar, sem
knýja á dyr fólksins að stríði loknu.
Vér íslendingar eirum ekki ófrelsi. Vér elskum
frelsið. En stundum getur okkur missýnst. Vegna fjar-
lægðar okkar frá umheiminum hefur óvandaður frétta-
flutningur, runninn undan rifjum óvandaðra sendimanna
afturhaldsins, truflað skilning alltof margra á því, hve
skipulag alþýðunnar í Ráðstjórnarríkjunum og upp-
bygging hennar þar, er þýðingarmikil aflstöð fyrir
frelsisbaráttu alþýðunnar í öllum öðrum löndum. Þetta
vita forustusveitir auðvalds og afturhalds mæta vel. Sú
vitneskja þeirra veldur því ekki hvað sízt, að aftur-
haldið leggur stórfé fram daglega í því skyni að ó-
frægja Ráðstjórnarríkin og einangra þau frá alþýðu
þeirra landa, sem enn eru óleyst undan oki auðvalds-
skipulagsins. En sá kínverski múr, sem nazistar og aðr-
ir leiguþjónar svartasta afturhaldsins hafa gert fjár-
frekar tilraunir til að hlaða upp milli alþýðu auðvalds-
landanna og Ráðstjórnarlýðveldanna, er að hrynja. í
j)ví mikla frelsisstríði gegn ofbeldi nazismans, sem nú
er háð, hafa staðreyndirnar um afburðaþol og ein-
ingu sovétþjóðanna mátt sín meir en fáránlegar lyga-
fréttir afturhaldsins um sundraðar þjóðir í Austurvegi,
er bíði tækifæris til þess að losna undan veldi Stalins.
Hið aðdáunarverða viðnámsþol Rauða hersins gegn
innrásarhernum og einhuga fórnarvilji ráðstjórnar-
þjóðanna í hinni stórfenglegu baráttu alþjóðlegs eðlis,
hefur opnað augu allra mannvina og frelsisunnandi
VINNAN
221