Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Side 13

Vinnan - 01.12.1943, Side 13
JÓN BRYNJÓLFSSON: Handtakan í Bolungarvík 1932 -------------------N Hér er sagt frá handtöku Hannibals Valdimars- sonar í Bolungarvík, 29. maí 1932, en hann var, eins og menn tnuna, fluttur nauðugur til ísafjarð- ar, er hann var á ferð þar í erindum verkalýðs- hreyfingarinnar. Var greinarhöf. einn af þeim, sem tóku þátt í leiðangrinum til Bolungarvíkur eftir handtökuna. \_________________________________________________) Nú, þegar byrjaö er að skrá sögu verkalýðshreyfing- arinnar og segja frá baráttu þeirri, er heyja varð fyrir tilverurétti og lífi hinna ýmsu dreifðu og lítilsmegandi verkalýðsfélaga, er áttu við óvanalega örðugleika og skilningsleysi að stríða, rifjast upp fyrir mér atvik nokkurt, sem telja verður þess virði, að ekki verði látið falla í gleymsku. Hef ég látið til leiðast við ritstjóra Vinnunnar, að segja frá því, enda þótt ég sé þess full viss, að aðrir hefðu verið til þess miklu færari. Eins og kunnugt er, voru fyrstu verkalýðsfélögin stofnuð á fjölmennustu stöðunum og var það ekki fyrr en nokkru síðar, að farið var að stofna til félagsskapar meðal verkafólks á hinum fámennari stöðum. Fór því byrjunarbaráttan úti á landi fram miklu seinna en í stærri kaupstöðunum, en var engu að síður hörð og óvægin af andstæðinganna hálfu. Tveir voru þeir stað- ir, sem verri voru viðureignar og erfiðari hvað land- nám verkalýðssamtakanna snerti en nokkrir aðrir, en það voru Keflavík og Bolungarvík. Má með sanni segja, að þeir staðir hafi verið síðustu vígi þeirra afla, er börðust gegn því, að verkalýðsfélögin næðu fótfestu í landinu. Það er vissulega ótrúlegt, þegar til þess er hugsað nú, að ekki eru nema rúm 11 ár síðan fjand- menn samtakanna létu fara fram handtökur án laga og réttar, á þeim mönnum, sem framarlega stóðu í sam- tökunum og skal nú sagt frá annarri þeirra, handtök- unni í Bolungarvík. Það var sunnudaginn 29. maí árið 1932, að bátsferð féll frá ísafirði til Bolungarvíkur, vegna söngskemmtun- ar, er ísfirðingar ætluðu að halda í Bolungarvík. Hefði það ekki orðið frásagnar vert, ef Hannibal Valdimars- son hefði ekki tekið sér far með bátnum, en hann mun hafa verið sá eini, sem ekki fór sérstaklega vegna skemmtunarinnar. Samningaumleitanir stóðu yfir um kaup og kjör verkafólks í Bolungarvík og þóttust kunn- ugir sjá, að til vinnudeilu mundi draga, en vinnudeil- ur í Bolungarvík vóru ekkert lamb við að leika í þá daga. Þegar Hannibal hafði stígið á land í Bolungarvík umræddan sunnudagsmorgun, spurðust þau tíðindi um þorpið og þóttu heldur uggvænleg, a. m. k. þeim, sem ekki voru því hlynntir, að verkalýðsfélagið næði hag- kvæmum samningi. Því að það þótti nokkurn veginn liggja í augum uppi, hvað hann hefði á bak við eyrað með ferðalagi sínu, þótt á sunnudegi væri, enda þurfti ekki að sökum að spyrja eftir að hann sást gera sig beran að þeirri ósvífni, að láta það verða sitt fyrsta verk, að heimsækja einn af stuðningsmönnum samtak- anna, Ágúst Elíasson. Það bætti að sjálfsögðu heldur ekki úr skák, að Hannibal var þekktur bardagamaður verkalýðssamtakanna þar vestra, formaður félagsins á ísafirði og í stjórn Sambandsins á Vesturlandi. Nú voru góð ráð dýr. Skotið var á skyndifundi og fundum. Málið rætt. Ráð ráðin og tillaga framborin og samþykkt þess efnis, að þessi stórhættulegi maður skyldi án tafar yfirgefa þorpið. Skyldi hann fluttur nauðungarflutningi til síns heima og hann og hans menn þar með vita, að hér væri á ferðinni mál, sem honum og þeim kæmi ekki við. Bolvíkingar væru hús- bændur á sínu heimili og gætu jafnvel ráðið því, hverj- ir ferðuðust þar um, ef því væri að skipta. VINN AN 223

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.