Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 17
arlegrar samheldni tókst verkalýðnum að brjóta af
samtökum sínum kúgunarfjötra fjandsamlegs ríkis-
valds. Verkamannastéttin hefur í óvenjulegri eftirspurn
eftir starfskröftunum fundið styrk sinn og þjóðfélags-
lega þýðingu. Hún hefur neytt valds síns að nokkru.
Hún hefur gert gamlan draum hrautryðjenda hreyfing-
arinnar að veruleika, 8 stunda vinnudaginn, og kjörin
hafa víðast verið stórum bætt, frá því sem áður var.
Þetta eru stórir sigrar og þeir eru unnir fyrst og fremst
af verkalýðsstéttinni sjálfri. Þeir eru ávöxturinn af
framsýni og baráttuhug ungrar og framsækinnar stétt-
ar, sem er æ betur og betur að skilja sitt þjóðfélagslega
mikilvægi og sína sögulegu köllun.
En hefur verkalýðsstéttin þá efni á að leggja hendur
í skaut, hefur nokkuð það enn gerzt, sem útiloki að
gamla tímanum skjóti upp aftur, ef verkalýðsstéttin er
ekki á verði og gerir sínar ákveðnu ráðstafanir til
tryggingar framtíðinni.
Areiðanlega ekki. Við höfum aðeins stigið nokkur
skref fram, nálgast ný og stórvaxnari verkefni. Og þau
verkefni kosta vafalaust harðari átök og mæta skarp-
ari mótstöðu af hálfu afturhaldsins í þjóðfélaginu en
baráttan fyrir síðustu kjarabótunum kostaði.
Það er ekkert leyndarmál lengur, að viss hluti aftur-
haldsins á íslandi og opinberir talsmenn þess, eins og
t. d. Jónas frá Hriflu, bíða þeirrar stundar með ó-
þreyju, að unnt sé að skapa atvinnuleysi hér á landi,
í líkum anda og verst þekktist á kreppuárunum fyrir
styrjöldina. I skjóli hins endurborna atvinnuleysis á
svo að ráðast á kaupgjald verkalýðsins og launþeganna
almennt og eyðileggja önnur þau réttindi, sem áunnizt
höfðu, meðan menn gátu um frjálst höfuð strokið.
Gegn þessum fyrirætlunum afturhaldsins er nauðsyn-
legt, að verkamenn og aðrir launþegar séu á verði. Og
vörnin er ekki einhlít. Sókn til betri og fullkomnari
lífskjara og krafan um atvinnuöryggi verður á næstu
vikum og mánuðum að vera borin fram af öllum þeim
þunga, sem alþýðusamtökin eiga yfir að ráða.
Verkefnin eru hvarvetna, ef viljann til framkvæmda
vantar ekki. Fiskiflotinn er úreltur og úr sér genginn
og þarf nauðsynlega endurnýjunar við. Það er réttlæt-
iskrafa sjómannastéttarinnar og brýnt hagsmunamál
allrar þjóðarinnar, sem fyrst og fremst byggir framtíð
sína og möguleika á sjávarútgerðinni. Bygging inn-
lendrar skipasmíðastöðvar, er fær sé um að annazt að
fullu skipabyggingar og viðgerðir er einnig aðkallandi
verkefni, sem leggja ber mikla áherzlu á, að hrundið
verði í framkvæmd svo fljótt sem kostur er á.
Þá má og nefna húsbyggingaþörfina. Ibúðarhús
vantar svo tilfinnanlega hér í höfuðstaðnum, að ekki
er ástæða til að fara um það mörgum orðum. Auk þess
neyðist fjöldi fólks til að búa í húsnæði, sem ekki er
nokkrum siðuðum manni sæmandi.
Ástandið í skólamálunum er víða alveg óviðhlítandi.
I mörgum sveitum vantar alveg barnaskóla, og kenn-
arar og skólabörn eru á sífelldum hrakningi, og að-
stæður allar svo fjarri nútíma kröfum, sem hugsast get-
ur. Og víða í bæjunum er ástandið lítið betra. Allir
þekkja a. m. k. hvernig er ástatt um gagnfræðaskólana
í Reykjayík, svo fleiri dæmi séu ekki nefnd.
Áburðar- og sementsverksmiðj ur eru alveg tvímæla-
laust brýn nauðsyn, og myndu stórspara gjaldeyri, en
skapa hinsvegar atvinnu og aukna möguleika í ræktun
°g byggingum.
Svona mætti lengi telja. Alls staðar blasa við hin
óunnu verkefni í þessu lítt numda en kostaauðuga landi.
Að hér þurfi að skapast atvinnuleysi þegar „ástand-
inu“ léttir, er svo mikil fjarstæða, að ekki er orðum
að því eyðandi.
Og verkalýðsstéttin getur undir engum kringumstæð-
um sætt sig við endurborið atvinnuleysi fyrirstríðsár-
anna. Reynsla hennar af því var of dýrkeypt, til þess
að hún láti bjóða sér samskonar ástand á ný. Og neyti
verkalýðurinn samtakamáttar síns og þjóðfélagsaðstöðu
til hlítar, ræður hann yfir geysilegum mætti og mögu-
leikum til áhrifa og umsköpunar. Yerkalýðsstéttin þarf
almennt að gera sér það Ijóst, að hún er fjölmennasta
og þýðingarmesta stétt þjóðfélagsins, og sá aðiljinn,
sem öll bygging þess og framleiðsla hvílir á.
En það er ekki að ófyrirsynju fyrir alþýðuna að vera
á verði. Hernaðaráætlun afturhaldsins og auðkýfing-
anna er ekkert launungarmál. Ófyrirleitnustu stjórn-
málaspekúlantar auðvaldsins eru strax teknir til að hóta
með hruninu, sem þeir hugsa sér að leiða yfir þjóð-
ina, svo fljótt, sem kostur er á, til þess beinlínis að
koma fram hefnd á hendur launþegastéttinni. Svo sárt
sakna þeir gerðardómshlekkj anna, sem verkalýðurinn
braut af samtökum sínum, sjálfum sér og öðrum laun-
þegum til ómetanlegs hagræðis í stéttabaráttunni.
Nú er áríðandi að verkalýðsstéttin geri sér grein
fyrir hættunni í tíma. Láti ekki yfirstandandi velgengni
villa sér sýn, heldur efli samtök sín og skapi sér banda-
menn meðal þeirra þjóðfélagsstétta, sem skyldastra
eiga hagsmunanna að gæta. Og reynist yfirstéttin ófær
til að ráða fram úr vandamálunum, sem upp koma eftir
styrjöldina, geti ríkisvald hennar og þjóðfélagsskipan
elcki tryggt þjóðinni almennt þau lífskjör, sem siðuðum
mönnum eru sæmandi, verður verkalýðsstéttin í sam-
vinnu við önnur framsækin öfl í landinu að vera reiðu-
búin til að létta þeim vanda af afturhaldinu, sem því
kynni að reynast ofvaxinn.
Bókbindarafélag Reykjavíkur
hefur sagt upp samningum sínum um kaup og kjör. Samn-
ingarnir eru úr gildi um næstu áramót.
VINNAN
22"