Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 18

Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 18
SIGURÐUR EINARSSON: TVÖ KVÆÐI Tulipani á borði sjúklings I daufu skini skartar þú hér einn, — en skuggar leika hægt um dyr og skör. — Þú lýtur höfði, lokar bikarvör og ljósgræn, safaþrungin blöð þín drjúpa að gljáafleti borðsins, biðja og krjúpa, því brandur dauðans nístir þína rót. Þau hníga niðrum brenndan bikarfót, en blóms þíns ásýnd skuggar dauðans hjúpa. Þú líður dauðann blessað blóm í ró, og bjarmar, ljómar fyrir þreyttu auga. Hver lína þín og litur vekur fró, — hin ljúfa, svala miskunn þjáðra tauga. Það leiðir inn í hjartað grun hins góða — því gleymist jafnvel kvöl og angist sín, - að sjá, hvernig þú blómið bikarrjóða, býr þig til grafar meðan fjör þitt dvín. Þú lætur anga allt þitt glit og flos, og ilm þinn fróa sundurslitnum taugum, og gerir sóldýrð, heiði og himinbros, hvern hitaglampa fyrir þreyttum augum. Þótt mannleg orð og atlot nái ei til, fer undraboð þitt rakleitt inn í hjarta, með blik af fegurð, ögn af þessum yl, sem aðeins vonir, blóm og sumar skarta. Og stundum þegar líður langt á nótt og loks úr martröð vina mín er hrokkin, og starir skelkuð, dregur andann ótt, sem óræð skelfing nálgist rekkjustokkinn, skín dimmrautt blik þitt bláurn augum við. er biðja Guð að treina daga sína, sem þögult andsvar, fyrirheit um frið og fegurð þá, sem dauðinn má ei týna. Þrjú sumur I hjarta mér býr sólskin þriggja sumra og sumarilmur hlær mér þýtt á móti frá Eyrarsundi, Svíþjóð, Danagrundu og sæludögum upp hjá Lagarfljóti. Eg finn þá aftur þessa dýrðardaga með dularbros og morgunnljós í auga og minningar, sem léttir hlátrar lauga og leiftur brúnna augna, er seiða og draga. Þrjú blessuð sumur! Síðkvöld mild og hljóð tneð svalar nætur, blævarþyt í lundi og kristallsdögg og skærra morgna skin. Og gullbrydd ský í kvöldsins gliti og glóð og geislastaf á himinbláu sundi, — og þig, sem hjartans eina einkavin. 228 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.