Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 24

Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 24
munu hafa talaff Olgeir júlíusson frá Barffi viff Akur- e}rri og Magnús Jónsson frá Hamarkoti. Vafalaust hef- ur nokkur undirbúningur fariff fram áður, líklega veriff undirbúiff lagafrumvarp og samþykkt á þessum fyrsta fundi félagsins. Voru allir þessir verkamenn samankomnir þarna til þess aff stofna verkamannafélag og það gerffu þeir og gáfu því nafnið „Verkamannafélag Akureyrarkaupstað- ar“. Þarna var svo kosin stjórn í félagiff og hlutu þessir kosningu: Jóhannes Sigurffsson formaður, Olgeir Júlíusson ritari og Magnús Jónsson gjaldkeri. Lög þau, sem samþykkt voru, eru prentuff sérstak- lega á öffrum stað í þessu blaði (bls. 236) og eru þau hin eftirtektarverðustu, svo sem síffar verffur aff vikiff. Áriff 1895 taka félagar Verkamannafélagsins aff panta vörur og hafffi stjórn félagsins forgöngu um þaff, en kosnir voru nokkrir menn henni til affstoffar, svo sem Agúst Jónsson (faffir Olafs trésmíffameistara), Jónatan múrari (faffir Tryggva byggingameistara) og Páll Jóns- son (faffir Jóhannesar trésmiffs). Fékk stjórnin vör- urnar hjá Pöntunarfélagi Eyfirffinga, og var Eggert Davíðsson á Tjörnum sá deildarstjóri, er afhenti þeim þær. Var þetta aff vísu í litlum stíl og fóru vöruskiptin fram meff leynd, því aff verkamenn vildu ógjarna láta kaupmenn vita af því, aff þeir færu meff peninga, sem þeir ynnu fyrir hjá kaupmönnum, til pöntunarfélagsins. En mikill var munur á vöruverffinu, svo aff viffskiptin frjálsu voru eftirsóknarverff. Síffsumars 1895 mun Lárus Thorarensen hafa komiff í félagiff. Sjálfan minnir hann, aff þaff hafi þá fyrst veriff stofnaff. Og öll líkindi eru til þess, aff þeir, sem eigi voru í því, hafi ekki vitaff um tilveru þess, því aff starfsemi þess hafffi veriff meff nokkurri leynd. Og eigi þarf þaff aff brjóta í bág við leyndina, aff þaff var stofn- aff á „Bauknum“, því að sögn eins stofnandans var Ólaf- ur „vert“ hlynntur félagsskap þessum. Lárus hafffi þetta haust átt í útistöffum við eina sel- stöðuverzlunina, verið sviptur vinnu og lagffur í ein- elti af kaupmönnum. Tekur hann nú virkan þátt í fé- lagsskapnum, — sjálfan minnir hann, að sett hafi þá verið nefnd til aff semja lög félagsins og hafi verið í henni: Kristján Nikulásson, síffar lögregluþjónn, Sig- valdi Þorsteinsson, síffar kaupmaffur, Olgeir Júlíusson. síðar bakari, Magnús Jónsson í Garffi og Lárus sjálfur. — og síffan hafi félagiff verið stofnað og á öffrum fundi þess hafi veriff í þaff komnir um 100 menn, - en ekki man hann neitt um fyrstu stjórn þess. Líklegt þykir mér, aff félagiff hafi veriff endurlífgað haustiff 1895, svo sem títt er um félög hér á landi einnig síðar, lögin ef til vill endurskoffuð effa full- komnuð, — og það sé þetta, senr Lárus man. Vera kann og að Jóhannes hafi verið að fara burt um þetta leyti og félagsskapurinn legið niðri. I ársbyrjun 1896 er svo Lárus kosinn formaður félags- ins (að líkindum er Jóhannes þá farinn), Olgeir ritari og Kristján Nikulásson gjaldkeri. — Mun félagið að öllum líkindum hafa starfað vel það ár og tekizt að festa árangrana af þeim sigrum, er það vann í baráttu sinni. Engar fundarbækur finnast frá félaginu og minnii Lárus, að þær hafi brunnið inni, er hús það brann á Oddeyri, sem þær voru geymdar í. Lög félagsins eru þó enn til eins og þau hafa veriff Veitingahúsið „Baukurinn6*, síðar „Hótel Oddeyriþar sem Vmf. Akureyrar- kaupstaðar var stofnað 234 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.