Vinnan - 01.12.1943, Síða 25
skráö 19. apríl 1897 inn í litla bók og aftan við þau
eru skráð nöfn þeirra 47, sem þá eru félagsmenn. En
þá var tekið, að sögn Lárusar, að dofna yfir félaginu.
og deyr það nokkuru síðar. En sjóður þess, um 80 kr.,
var, samkvæmt fyrirmælum laga þess, lagður á banka
til geymslu ásamt reglugerð, undirskrifaðri af þeim 4
eða 5 mönnum, sem enn töldust þá félagar. Og þegar
Verkamannafélag Akureyrar var stofnað, 1906, var
sjóður þess afhentur því með gjafabréfi frá görnlu
brautryðjendunum og skyldi hann ávaxtaður handa
framtíðinni — og er hann enn geymdur og sífellt bók-
færður, með eignum þess félags og nú síðast 1943 hjá
hinu nýstofnaða félagi, er ber nafn fyrsta verkamanna-
félags Akureyrar og íslands: Verkamannafélagi Akur-
eyrarkaupstaðar.
Barátta Verkamannafélagsins
og tildrög stofnunar þess
Höfuðverkefnin, sem Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar setur sér og vinnur að, 1894—97, eru þessi:
1. Baráttan gegn skuldaþrælkuninni.
2. Baráttan fyrir 10 stunda vinnudegi.
3. Baráttan fyrir hækkuðu dagkaupi.
í öllum þessum málum hefur því tekizt að vinna veru-
Iega á .
Baráttan gegn skuldaþrœlkuninni er, eins og bezt má
sjá af lögunum, eitt aðalatriðið, sem vakir fyrir for-
ustumönnum félagsskaparins. Það er eftirtektarverður
frelsisandinn í þeim lagagreinum, sem um skuldirnar
fjalla. Það á að forðast þær, sem heitan eldinn. Það tal-
ar út úr greinunum dýrkeypt reynsla alþýðumannsins af
því hve sárt skuldaokið var.
„Enginn félagsmaður hefur leyfi til að semja um út-
borgun kaups síns öðruvísi en eftirfarandi greinar á-
kveða“ — segir í byrjun 14. greinar. — „Enginn félags-
maður má taka lán upp á eigin ábyrgð með þeim skuld-
bindingum, er strítt geti móti lögum félagsins, eða geta
verið hættuleg fyrir efnahag hans“ — segir 17. greinin.
„Aldrei má minna en þ4 ganga til lúkningar skuld
hans“ segir í B-lið 14. greinar. Verkamenn skulu kapp-
kosta að verða skuldlausir. Og félagið á að hjálpa þeim
til þess á alla lund: „Félagið skal skyldugt til að standa
í ábyrgð fyrir lánum, sem félagsmenn þurfa að taka,
að svo miklu leyti sem það er fært um,“ segir 16. grein.
Það er sterk samhj álpartilfinning, sem lýsir sér í þess-
um greinum, sem og í ákvæðunum um varasjóð. — Og
það er engum efa bundið, að þó nokkru hefur það á-
orkað á þessu sviði.
Baráttan fyrir 10 stunda vinnudegi er annað höfuð-
atriði félagsins. í 12. gr. laganna er bannað að vinna
meir en 10 tíma, nema fyrir aukaborgun, að viðlögðum
brottrekstri. —
Vinnutíminn var, þegar félagið hóf starfsemi sína,
12-—16 stundir á dag og dagkaupið var 2 krónur í út-
tekt, hve lengi sem unnið var. — Og félaginu tókst
að fá 10 thna vinnudag viðurkenndan. Það var enginn
smáræðissigur, sem þar með vannst.
Baráttan fyrir hœkkun dagkaupsins var þriðja höfuð-
atriðið, eins og 13. gr. laganna kveður á um.
Dagkaupið, sem hið nýja félag ákvað að meðlimir
sínir krefðust, var 2,50 kr. fyrir 10 tíma vinnu, en
aukagreiðsla fyrir eftirvinnu.
Nú hófst barátta hins nýja félags við kaupmenn, sem
neituðu að ganga að kröfum þessum. Munu kaupmenn
hafa reynt að fá vinnukraft hjá hændum, en tókst ekki.
Var hvorttveggja, að selstöðuverzlanirnar voru sízt bet-
ur þokkaðar hjá bænduin en verkamönnum og svo hitt,
að bændur voru sízt aflögufærir um hjú.
Unnu verkamenn þann sigur í þessum átökum, að
þeir fengu 10 stunda vinnudag greiddan með 2,50 kr.
dagkaupi (að minnsta kosti 1. apríl til 1. nóv., en liugs-
anlegt að 2 kr. dagkaupið hafi verið greitt 1. nóv. til
1. apríl) og svo 10 aurum hærri borgun á hvern eftir-
vinnutíma en dagvinnutíma. Erfiðlegast gekk með
greiðslu verkakaupsins í peningum, en einnig þar mun
mikið hafa áunnizt.
Nú skal greint frá atburði, er tvímælalaust hefur átt
sinn stóra þátt í því, að þessi barátta verkamanna á
Akureyri var hafin einmitt 1894.
Árið 1891 hafði Skúli Thoroddsen boðið sig fram til
þings í Eyjafjarðarsýslu og verið kjörinn. Er ekki að
efa, að mælska hans, persónuleiki og brennandi áhugi
fyrir réttindum smælingjanna hefur vakið marga al-
þýðumenn til meðvitundar um rétt þann, er þeim bæri.
Einkum má ætla, að hinu sterka kaupmannavaldi á
Akureyri hafi í ræðum hans verið óspart sagt til synd-
anna fyrir framkomu þess gagnvart verkamönnum.
Á Alþingi 1893 ber svo Skúli Thoroddsen fram frum-
varp til laga „um greiðslu á daglaunum verkamanna og
verkakaups við verzlanir.“
í fyrstu grein þessa frumvarps segir:
„Mönnum þeim, er vinna daglaunavinnu við verzlan-
ir, skal góldið verkakaup í gjaldgengum peningum, en
óheimil er borgun með skuldajöfnuði eða öðru, og eru
allir samningar ógildir, sem þessu eru andstæðir.“
Um þetta frumvarp urðu sem vænta mátti harðar
deilur á Alþingi. Það vántaði svo sem ekki, að andstæð-
ingunum findist að verið væri að svipta menn frelsi
með þessu frumvarpi, innleiða- „svartasta ófrelsi“ í
landið og það yfir veslings verkamennina líka (það átti
svo sem að vernda þá gegn svona ófrelsis-lögum!).
Einn andstæðingurinn (Jón Þork.) sagði t. d.:
„Hér er farið fram á að þröngva að persónufrelsi
landsmanna sjálfra, með því að þvertaka fyrir samn-
VINNAN'
235