Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 31
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN:
BRENNIÐ ÞIÐ VITAR....
ísfirðingar hafa löngum sótt sjó af kappi, og mikl-
um auðæfum hefur verið ausið upp úr djúpum sjávar-
ins þar vestra. En lengi var það svo, að meginhluti
gróðans af fiskveiðunum, sem alltaf kröfðu mikilla
mannfórna, rann til kaupmanna og skipaeigenda í höf-
uðstað Danaveldis, já, þannig var það allt þangað til
fyrir örfáum áratugum.
Við Djúpið eru kauptúnin þrjú, Bolungavík með 600
ibúum, Hnífsdalur með 300 og Súðavík með nokkuð á
þriðja hundrað manns, og loks er þá Isafjarðarkaup-
staður með 2900 íbúum. Þau rúm fjögur þúsund
manna, er þarna búa, lifa fyrst og fremst á sjávarút-
vegi, en auk þess eru allmargir í sumum sveitahrepp-
unum við tsafjarðardjúp, sem lifa að meira eða minna
leyti á sjósókn.
íbúar ísafjarðarkaupstaðar eru háðastir sjónum af
öllum þeim, sem Vestfirði byggja, máske þó að Vatn-
eyringum og Geirseyringum í Patreksfirði undanskild-
um. Kringum ísafjarðarbæ er mjög lítið ræktunarland,
og það mun alltaf verða þannig, að sjávargagnið verði
hjá Isfirðingum grundvöllur allrar annarrar starfsemi.
Það er því svo, að þá er illa viðrar eða afli er lítill,
verður þröngt fyrir dyrum hjá þeim, er byggja hinn
mjóa og sérkennilega tanga, sem fyrrum var nefndur
Skutulsfjarðareyri. Á árunum 1933—1938 fór saman
fádæma aflatregða og sérlega lágt verð á sjávarafurð-
um. Þá var erfitt um öflun nauðsynja hjá Isfirðingum
og þröngt í búi hjá mörgum manninum, og auðvitað
voru þessu samfara hin mestu vandkvæði fyrir bæjar-
félagið. Var bæði það og allur almenningur orðið mjög
aðþrengt, þá er afli jókst á nýjan leik árið 1939.
Nú um nokkurra ára skeið hefur aflazt sæmilega, en
gæftirnar verið misjafnar að vanda. Haustið í fyrra
var með afbrigðum illviðrasamt, og svo væntu menn
þess, að vetrarvertíðin mundi verða skárri. En þær von-
ir brugðust herfilega. Gæftaleysið var svo hörmulegt,
að elztu menn mundu vart annað eins. Voru farnir alls
um 30 róðrar frá nýjári til páska — eða á tæpum fjór-
um mánuðum, og margir þessara róðra gáfu lítinn arð,
já, margir þeirra kostuðu offjár í veiðarfærum, en afl-
inn sama og enginn. Þá urðu og mannskaðar, enda var
það svo, að góðviðri hélzt sjaldnast heilan sólarhring
í einu. Að kvöldi var kannske heiðríkja og stillilogn,
og allir bátar reru. Fyrir hádegi daginn eftir var komið
ofsaveður með frosti og augalausum byl. Mátti segja,
að aðstandendur sjómanna og aðrir þeir, sem láta sér
annt um þá, gætu vart nokkurn tíma verið óhræddir
um líf þeirra, ef á sjó var farið, hve góðar sem veður-
horfurnar virtust vera....
Það er vetrarkvöld. Logn og heiðríkja og því nær
frostlaust veður. Tungl er á lofti —• og þvílík stjörnu-
dýrð! Sjórinn kringum Tangann er eins og fágað silfur.
Það bjarmar fagurlega á fannþaktar hlíðar, og svartar
hamraþiljur fjallanna sýnast eitthvað svo dapurlegar,
að það er líkt og þær fyrirverði sig fyrir sínar dökku
ásjónur. Ofan við þær rísa tindar og hnúkar í tiginni
ró. Glitrandi hvíta ber þá við bláhvolf himins.
I logninu heyrast hlátrar út um opna glugga. Hurða-
skellir kveða við, og marrandi fótatak heyrist á götum
og gangstéttum. Ungar stúlkur ganga tvær og þrjár,
skotra augum og tala hljóðskraf. En hér og þar um
allar götur hæjarins sjást karlmenn á ferð í sjóstígvél-
um, skjólklæddir menn með lítinn kassa í annarri hendi,
kassa með höldu á loki. Sjómenn á leið í sjóferð. . . .
Og allt í einu kveða við háværir skellir, suðandi dynur
eða ólundarlegt buldur. Þessi hljóð berast frá bátahöfn
og bryggjum, og ef þú nálgast þessa staði, þá leggur að
vitum þér megna olíustækju, blandna söltum eimi sjáv-
arins. Nú skarkar í vögnum og urgar og hvæsir í bíl-
um, og frá báturn með rauðum, grænum og hvítum
ljósum heyrast hróp og köll. Niður í smærri bátana er
dembt stórum lóðabölum, 30—40 í hvern.
Svo magnast skellirnir. Stóru bátarnir eru á leið
suður undir Jökul, þeir minni út á miðin allt frá Barða-
grynni og norður undir Horn. Ljósin komast á kvik,
sýnast svífa í lausu lofti yfir dökkum þústum, sem ber
hratt inn Pollinn, fara í stóran sveig fyrir Tangann og
síðan út Sundin — áleiðis til hafs. Tvö hundruð sjó-
menn eru að halda úr höfn til veiða frá ísafirði, og
upp undir það eins margir samtals fara þetta sama
kvöld á haf út úr þorpunum Flateyri, Suðureyri, Bol-
ungavík, Hnífsdal og Súðavík. Vonandi að veðrið hald-
ist! Já, skyldi það nú ekki einu sinni geta haldizt? O,
VINNAN
241