Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Page 37

Vinnan - 01.12.1943, Page 37
af glæsilegustu uppgötvunum aldarinnar. — Tveir ofurhugar buðust að lokum til þess að leggja í þessa för. Og allt gekk að óskum. Þeir voru í loftinu um hálfa klukkustund og svifu 8 km. vegalengd. Það var flugbelgur af Montgolfier-gerðinni, sem not- aður var við tilraunina, en 9 dögum síðar hafði Charles pró- fessor unnið sarna afrek og flogið sjálfur í einum af sínum flugbelgjum með svipuðum árangri. Þó að tilraunir þessar væru spor í áttina, var þó enn sá galli á flugbelgjunum, að ekki var hægt að stýra þeim. Þeir voru því ósjálfbjarga með öllu, eftir að komið var upp í loftið og bárust stjórnlaust undan veðri og vindi. Jafnvel Blanchard og Jeffres, sem höfðu svifið yfir Ermarsund 7. jan. 1785, frá Dover til Ca'ais, höfðu raunverulega ekki flogið, heldur borizt undan vindinum, eins og hvert annað rekald. Menn reyndu á ýmsan hátt að bæta úr göllum þessum. Flug- belgirnir voru útbúnir sem skip, með seglum og stýri, og Blanc- hard, sá, er fyrr var nefndur, reyndi jafnvel að nota árar, til þess að róa sér áfram í loftinu. En allt var þetta árangurslaust. Eina skynsamlega lausnin var sú, er franski vísindamaðurinn Jean Babtiste Meusnier hafði lagt fram í Franska vísindafélaginu árið 1783, eða þegar á sama ári og Montgolfierbræðurnir byggðu fyrsta flugbelginn, sú, að knýja áfram flugbelgina með sérstakri vél. Hann benti og fyrstur manna á nauðsyn þess, að flugbelg- irnir yrðu hafðir aflangir, en ekki hnöttóttir eins og bolti. En tillögur Meusniers voru óframkvæmanlegar, engin vél var til, sem ánnazt gæti þetta örðuga hlutverk, og sú hugmynd hans, að nota handafl til þess krafðist, að dómi hans sjálfs, svo margra manna, að ókleift var, af þeirri ástæðu, að framkvæma hana fyrst um sinn. Þegar alls þessa er gætt, hlýtur sú dirfska að vekja aðdáun, er sænski vísindamaðurinn S. A. Andrée gerði tilraun til þess að komast á Norðurpólinn í svo frumstæðu farartæki á árunum 1896 og ’97. Flugbelgurinn, sem hann notaði, var smíðaður í Frakklandi og nefndur Örninn. Belgurinn sjálfur var um 20 metra í þvermál og nærri hnöttóttur að lögun. Neðan í honum hékk karfa, sem skipt var í tvö hólf. I neðra hólfinu, sem var lokað, var vistarvera áhafnarinnar, en efra hóifið var ætlað til varðstöðu og skyldu tveir menn vera þar samtímis, meðan sá þriðji nyti hvíldar. Neðan úr körfunni héngu þrír kaðlar, sem dragast skyldu með jörðinni til þess að jafna hraðann. Á burð- arhringum yfir körfunni voru segl, sem áttu að ráða stefnunni, én Andrée hafði gert ráð fyrir að þannig mætti stjórna belgn- um. Leiðangursmennirnir voru þrír. Fyrra árið urðu þeir að hverfa heim aftur, eftir tveggja mánaða dvöl í Spitzbergen, en þar átti að búa flugbelginn undir hið væntanlega ferðalag, dæla í hann vatnsefni o. s. frv. Seinna árið var veðráttan hagstæðari, og 11. júlí var lagt af stað í hina óvenjulegu för. Frá Spitzbergen sáu rnenn flugbátinn Hrasilíumaðurínn Alberto Dumont var brautrySjandi í notkun vélaorku ■ til að knýja ájram loftför. Hann smíðaði átján loftjör alls á árunum 1898—1905 hefjast tígulegt á loft og líða hægt í norðurátt unz hann hvarf að lokum út í auðnina, eins og ofurlítill depill. Hálfu öðru ári síðar, 14. maí 1899, rak við strendur Islands flotholt með seðli, sem Strindberg, einn af leiðangursmönnun- um, hafði ritað á: „Flotholt nr. 2. Þessu flotholti var varpað niður úr loftbelgi Andrées kl. 10.55 að kvöldi, miðevróputími, 11. júlí 1897, á 82. breiddargráðu og 25. lengdargráðu. Við svíjum í 600 metra hœð. Öllum líður vel. — Andrée, Strindberg, Fránkel.“ Uppdráttur fylgdi miðanum, er sýndi hvaða leið hafði verið farin. Tvær orðsendingar aðrar bárust einnig frá þeim félögum, en síðan varð alger þögn um þá um 33 ára skeið. En árið 1930 var fortjaldinu lyft frá síðasta þætti þess harmleiks, sem þarna var leikinn, er norskt selveiðaskip fann á eyjunni Vitö lík þeirra Andrées og Strindberg, ásamt ýmsunt munum frá leiðangri þeirra. Síðar fundust dagbækur þeirra og uppdrættir, ásamt líki Fránkels. Líkin voru jörðuð í Stokkhólmi með mikilli viðhöfn. En draumur brautiyðjendanna þriggja, sem þarna létu líf sitt, hafði þá loks verið gerður að veruleika fyrir örfáum árum, eins og sfðar verður frá skýrt. Það liðu 70 ár frá því að Meusnier lagði fram hugmynd þá, sem fyrr var getið, um smíði vélknúinna flugbelgja og þar til fyrst tókst með nokkrum árangri að framkvæma þá hugmynd. Fyrsta lojtfar Zeppelins greifa, smíðað árið 1900. Það var 128 m. langt og 11,7 m. breitt. Hraðinn var 27 km. á klst. V I N N A N 247

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.