Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 5
ANBRÉ MAUKOIS:
Korinþska skrauthliðið
• • r r r
OLL hjonabandsar sm, sem
nú voru orðin fjörutíu,
höfðu þau Barchester lávarður
og kona hans búið í sama hús-
inu við Park Lane. En eftir
stríðið tóku efni þeirra að ganga
til þurrðar. Þau höfðu verið
óheppin í fjármálum og einn
sona þeirra hafði fallið, svo að
þau urðu nú að sjá ekkju hans
og börnum farborða. Auk þess
urðu þau að greiða fimm skild-
inga af hverju sterlingspundi í
tekjuskatt. Barchester lávarður
varð að horfast í augu við þá
staðreynd, að hann gat ekki
haldið bæði ættaróðalinu í
Sussex og húsinu við Park Lane.
Hann hugsaði sig lengi um, áð-
ur en hann ákvað að ræða við
konu sína um áhyggjur sínar.
Hann var hræddur við að
hryggja hana. Fyrir þrjátíu
árum hafði hjónaband þeirra
orðið fyrir miklum skakkaföll-
um, en aldurinn hafði færzt yfir
þau með rósemi sinni, umburð-
arlyndi og ást.
— Mér þykir það mjög leitt
vina mín, sagði hann, — en ég
sé aðeins eina Ieið út úr ógöng-
unum, ef við eigum að geta lif-
að þau ár, sem við eigum eftir,
við sömu lífsþægindi og hingað
til, og ég veit, að það hryggir
þig að þurfa að fara þessa leið.
Eg læt þig um að ákveða, hvort
við reynum hana eða ekki.
Hlustaðu nú á: Lóðirnar, sem
iiggja hérna fram með garðin-
um, hafa hækkað gífurlega í
verði. Einn af nágrönnum okkar
vill ólmur fá lóðina okkar, vegna
þess að hún liggur eins og reit-
ur inn í landareign hans. Verð-
ið, sem hann býður mér, er svo
hátt, að við getum ekki einasta
keypt okkur annað hús hérna
í hverfinu, heldur eigum við af-
gangs svo mikið, að við þurf-
um ekki að hafa neinar áhyggj-
ur, það sem eftir er ævinnar.
En ég veit, hversu vænt þér
þykir um Barchester House, og
ég vil ekki gera neitt, sem þér
er móti skapi.
Frú Barchester féllzt samt á
að selja húsið, og nokkrum mán-
uðum seinna höfðu gömlu hjón-
in komið sér fyrir í nýju húsi,
sem stóð aðeins fáein hundruð
metra frá gamla húsinu, sem
verkamennirnir voru þegar
byrjaðir að rífa. Þegar Barc-
hester lávarður og kona hans
fóru í skemmtigöngu, gengu þau
alltaf fram hjá gamla húsinu
sínu, og það vakti þeim ein-
kennilega tilfinningu að sjá það,
sem hafði verið snar þáttur í
lífi þeirra, ein af meginstoðum
tilveru þeirra, smátt og smátt
lagt í rústir. Þegar þau sáu, að
búið var að rífa þakið af hús-
inu þeirra, varð þeim innan
brjósts eins og þau stæðu sjálf
úti í roki og rigningu, án nokk-
urs þaks yfir höfuðið. Það olli
þó frú Barchester trega, þegar
framhliðin hafði verið rifin, og
hún sá, líkt og á leiksviði, her-
bergið, sem Patrick, sonur henn-
? 9 9
3