Heimilispósturinn - 01.11.1949, Síða 8
sínar og skóara, sem aldrei gátu
gert henni til hæfis, var hin
ókrýnda drottning samkvæmis-
salanna í Prag og vandist því
að vera elskuð, án þess að elska
sjálf. Án nokkurs samvizkubits
töfraði hún ungu mennina, einn-
ig þá, sem henni stóð nákvæm-
lega á sama um, og gerði þá ást-
fangna af sér. Og á sama hátt
fór um Rilke hinn unga.
Eitt af fyrstu kvæðum Rilke
er til hennar. Það hét „Þegar
við sáumst fyrst, 4. janúar“.
Hann var ástfanginn átján ára
piltur og orti eins og ástfanginn
unglingur. Hann var allt of ást-
fanginn til að geta ort vel, og
flest ljóð hans frá þessu tíma-
bili ævinnar tjá ást hans á
Valerie. Hún fékk mörg ástar-
kvæði frá honum á viku. Þetta
kitlaði hégómagirnd hennar, og
þar kom, að hún leyfði þessum
óásjálega, freknótta pilti að
leiða sig um göturnar í Prag.
Við hlið hans kom fegurð henn-
ar enn þá betur í ljós, þau reik-
uðu um lystigarðana í aðals-
mannahverfinu, og um hinar
friðsælu götur gamla borgar-
hlutans. Ást hans varð sífellt
heitari og bréfum og kvæðum
frá honum rigndi yfir hana.
Hann þráði að kvænast henni.
Á afmælisdaginn sinn, þegar
hann varð nítján ára, skrifaði
hann henni bréf, sem f jallar um
möguleikana á því, að þau gifti
sig:
Þriðjudaginn 4. desember, að
kvöldi.
„ . . . . Um klukkan hálf tólf
í kvöld er ég nákvæmlega nítján
ára. Þú þekkir hina dapurlegu
sögu um hina ömurlegu æsku
mína og þær persónur, sem eiga
sök á því, að ég á fáar eða engar
unaðarsælar minningar frá upp-
vaxtarárunum. Þú veizt, að
mestan hluta dagsins var ég fal-
inn umsjá fátækrar og sið
spilltrar þjónustustúlku. Þú
hefur oft sagt, að ég væri hug-
sjónamaður. Kæra Vally! Ef
svo er, hugsaðu þér þá, hversu
hreinar og göfugar tilfinningar
hafa bærzt í brjósti litla drengs-
ins, sem, innibyrgður í sjálfan
sig hafði ímugust á saklausum
ærslaleikjum skólabræðra sinna.
Ég þoldi högg án þess að gjalda
nokkru sinni í sömu mynt eða
svara einu orði. Ég þoldi og
þreyði. Ég áleit, að óbifanleg
og óbreytanleg örlög krefðust
af mér þessarar hetjulegu þolin-
mæði. Ég áleit, að þjáningar
mínar væru eins sjálfsagðar og
óumflýjanlegar eins og það, að
nótt kemur á eftir degi, og ég
lagði allt stolt mitt í að þola
þær. f barnslegri einfeldni
minni hélt ég, að með þolinmæði
minni gæti ég fetað í fótspor
Krists, og dag nokkurn, þegar
ég fékk svo þungt högg í and-
litið, að ég, riðaði við, sagði ég
við hinn óbilgjarna árásarmann,
rólegri rödd, sem bergmálar í
huga mér enn þann dag í dag:
„Ég umber þetta, af. því að
Kristur hefur umborið það,
möglunarlaust og án þess að
kvarta, og meðan þú varst að
berja mig, bað ég guð að fyrir-
gefa þér það“. Stundarkorn stóð
piltanginn orðlaus og undrandi,
en því næst rak hann upp hæðn-
ishlátur, og þegar hann sagði
öðrum frá þessu, hlógu þeir líka
hæðnishlátri. Og ég flýði inn í
gluggaskot og reyndi að harka
af mér, en um nóttina, þegar
allir skólafélagar mínir voru
sofnaðir, grét ég heitum og höf-
6
9 9 9