Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 9
ugum tárum. Og þetta bar oft
við. Og eina slíka nótt skeði það,
að ég kraup á kné í rúmi mínu
með krosslagðar hendur og bað
þess grátandi, að dauðinn misk-
unnaði sig yfir mig. Ég leit svo
á, að ef ég veiktist skyndilega,
væri það tákn þess, að ég hefði
verið bænheyrður. En ég veikt-
ist ekki. Hins vegar varð ég þess
var um þetta leyti, að löngunin
til að yrkja vaknaði í brjósti
mínu. Fyrst orti ég fáein smá-
ljóð, sem ég er nú búinn að
gleyma, en fyrsta „stórverkið“,
sem ég samdi, var „Maritana“.
Það fjallaði um hugrakka
stúlku, sem hafði samskonar
skapferli og lyndiseinkunnir og
Jeanne d’ Arc. Þú skilur, af
fyrri lýsingu minni á hugar-
ástandi mínu um þessar mundir,
orsök þess, að ég orti mest
megnis andleg vers um þetta
leyti. En svo er forsjóninni
fyrir að þakka, að þessi ljóð eru
öll glötuð. Þú veizt einnig,
hvernig mér varð smám sam-
an ljóst, síðar meir, að mér var
ómögulegt að vera lengur í her-
-skólanum, sem ég fyrirleit og
hafði viðbjóð á. Ég hef oft lýst
fyrir þér efasemdum mínum og
heilabrotum, unz ég tók loks
ákvörðun. Á þessu tímabili,
þegar ég lá lengst af rúmfastur,
sjúkur á sálinni fremur en á
líkamanum, þroskaðist skáld-
gáfa mín og varð sjálfstæðari
og skýrari. Og ég minnist með
gleði hinna heimspekilegu
kvæða minna „Satan á rústum
Rómaborgar“ og „Eiðurinn“.
En jafnframt því, sem skáld-
gáfa mín þroskaðist, fylltist
hjarta mitt tómleikatilfinningu
og kuldi einmannaleikans nísti
mig . . . Því næst hófst fjórða
skeið ævi minnar: námsárin. Ég
hafði þegar ákveðið að varpa
frá mér framtíð minni sem
fræði- og vísindamanns, þegar
þú, hjartkæra Panicka, blést
mér hugrekki í brjóst, læknaðir
hina efasjúku sál mína og gafst
lífi mínu inntak og markmið.
Öll ævi mín, fram að þessu,
finnst mér hafa verið óralangt
ferðalag í þreifandi myrkri, unz
ég fann þig, og sigurlaun mín
eru þau að mega þrá þig og vita
þig tilheyra mér eftirleiðis . . .“
Daður Valeríu við Rilke
breyttist í alvöru. Rilke minnt-
ist æ oftar á hjónaband í bréfum
sínum, og Valerie var því ekk-
ert mótfallin. Þau hittust nú
oftar en áður. Hún vandist fé-
lagsskap hans. Hún las með
honum, hjálpaði honum að búa
sig undir prófið og réð honum
til að gefa út kvæði sín. Hún
vildi sóla sig í bjarma skáld-
frægðar hans. En þar eð enginn
vildi gefa út kvæði eftir óþekkt
skáld, ákváðu þau að kosta út-
gáfuna sjálf. Mörg þessara
kvæða voru tileinkuð Valeríu,
og þess vegna seldi hún nokkra
af skartgripum sínum, til þess
að afla peninga upp í útgáfu-
kostnaðinn. Og fyrir atbeina
og peningahjálp Valeríu kom
fyrsta bók Rilkes, „Líf og ljóð,
myndir og dagbókarblöð“, út
árið 1894 hjá Kattentidtforlagi
í Strassburg. Bókin var tileink-
uð Vally von Rhonfeld. Vally
naut frægðarinnar eins og söng-
dís á leiksviði. Hið langa nef
Rilkes, þykkar varimar og ó-
frítt andlitið vöktu henni ekki
neinn leiða lengur. Hinsvegar
fóru augu Rilkes smám saman
að opnast fyrir því, hversu til-
Framhald á bls. 12
? ? ?
7