Heimilispósturinn - 01.11.1949, Síða 18
fatnað, svona mikið í skemmt-
anir o. s. frv. Hann sér vel um
heimilið og aðstoðar mig ef með
þarf. Já, hann hrósar jafnvel
matnum, ef honum þykir hann
sérstaklega góður.
Hann er aldrei svo önnum
kafinn, að hann gefi sér ekki
tíma til að hlusta á mig og
spjalla við mig um mín vanda-
mál. Við erum auðvitað ekki
alltaf sammála, en hann tekur
tillit til skoðana minna, enda
þótt þær séu aðrar en hans. I
hjónabandi okkar ríkir sam-
vinna í beztu merkingu þess
orðs. Þess vegna er ég örugg og
hamingjusöm, en af því leiðir
að ég er jafnan skapgóð.
Ég elska manninn minn, af því
að honum þyldr svo vænt um
bamið mitt.
Styrjöldin með öllum sínum
ógnum og þjáningum, gerði mig
að ekkju og svipti Lillu föður
sínum. Ég hélt að ég myndi
aldrei líta glaðan dag framar.
Ég var búin að glata allri lífs-
þrá. Oft óskaði ég þess, að við
Lilla værum báðar komnar und-
ir græna torfu eins og faðir
hennar.
En þá kynntist ég honum,
sem nú er maðurinn minn. Hann
er ekki aðeins maðurinn minn
og stjúpi Lillu — hann er líka
innilegur og ástríkur faðir. Ég
hef svo oft horft á þau, þegar
þau eru að leika sér, eða þegar
hann er að lesa upphátt fyrir
hana. Og á hinn bóginn tek ég
líka eftir því, hve innilega hún
getur endurgoldið ástúð hans.
Ég hélt, að við Lilla yrðum að
brjótast einar áfram gegnum
erfiðleika lífsins. En nú er lífiö
aftur orðið þess vert, að því sé
lifað, og þessvegna elska ég
hann takmarkalaust. Það er
ekki svo að skilja, að hann getr
komið í staðin fyrir þann sem
ég missti. En það hefur víst
verið guðs vilji — stundum get-
ur verið, að farið hafi bezt sem
fór — og í því tilfelli verð ég
þá að þakka guði fyrir það.
Rita.
Það eyðileggur hamingjima að
verða að betla um heimilispen-
inga.
Ég er tvígift. I fyrra skiptið
var ég ákaflega ástfangin, en
samt fór hjónabandið út um
þúfur. Ég gifti mig í annað sinn,
af því að ég óttaðist einveruna.
Það hjónaband hefur farið vel.
Auðvitað geta orsakir verið
margar. En ég veit þó um aðal-
ástæðuna til þess, að fyrra
hjónaband mitt misheppnaðist.
Ég var vinnandi stúlka, þegar
við giftum okkur, vön við að
hafa peninga handa á milli og
fór vel með þá. Hann vildi hafa
þann hátt á, að ég varð að biðja
hann um hvern eyri, daglega og
oft á dag. Hann fann fullnæg-
ingu í því að láta mig koma
skríðandi til sín og biðja um
peninga. En ég er of stolt og
of sjálfstæð til þess að geta orð-
ið hamingjusöm við slíka kúgun.
— Hann eyðilagði blátt áfram
ást mína með svíðingshætti í
peningamálum. Hann vildi ekkl
heldur leyfa mér að vinna mér
inn peninga sjálf, því að þá.
hefði hann misst tökin á mér,
en þeim vildi hann fyrir hvern
mun halda.
Svo skildum við.