Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 21
GIOVANNI BOCCACCIO:
Saga úr Tídœgru.
Gostanza hefur heyrt, að Martuc-
cio Gomito, sem hún elskar, sé dá-
inn, og í örvæntingu sinni fer hún
alein um borð í bát, sem berst fyrir
vindi til Susa. Hún finnur elskhuga
sinn lifandi í Tunis og gefur sig
fram við hann. Hann er þá orðinn
mikilsmetinn maður hjá kónginum
sakir ráðkænsku sinar, og gengur að
eiga hana og snýr aftur til Lipari
með henni.
Drottningin dáðist mikið að
frásögn Pamfilos og skipaði Em-
ilíu að segja næstu sögu. Hún
byrjaði þannig:
Öllum hlýtur að líka vel að
heyra sagt frá þeim, er fá verð-
skuldað endurgjald, og vegna
þess að ástin er maklegri þess
að hljóta fremur gleði en sorg
að launum, þyki mér betra að
hlýða boði drottningarinnar í
dag, en kóngsins í dag.
Og nú skal ég segja ykkur
það, mínar Ijúfu, að skammt frá
Sikiley er eyja, sem nefnist Li-
pari, og það er ekki ýkja langt
síðan að þar var ung og fögur
stúlka, er hét Gostanza og var
af góðu fólki þar á eynni. Mar-
tuccio Gomito, yndislegur og
háttprúður ungur maður, felldi
hug til hennar. Hann var mjög
mikilhæfur í sinni iðngrein. Einn-
ig henni leizt svo vel á hann
að hún gat helzt ekki án hans
verið, en er Martuccio bað föð-
ur hennar um hönd hennar, svar-
aði hann því að hann hefði ekk-
ert að gera við fátæklinga.
Martuccio sveið það sárt, að
vera synjað sakir fátæktar og
í viðurvist frænda sinná og vina
strengdi hann þess heit, að
koma ekki til Lipari fyrr en
hann væri orðinn auðugur mað-
ur. Þess vegna sigldi hann burt
í víking við strendur Berberí og
og rændi alla, sem hann gat unn-
ið bug á. Honum gekk allt að
óskum og allt hefði farið vel, ef
hann hefði kunnað sér hóf. En
honum og félögum hans þótti
ekki nóg að vera orðnir vellauð-
ugir á skömmum tíma, heldur
ætluðu þeir að tvöfalda auðæfi
sín, en þá gerðu nokkur serk-
nesk skip árás á þá, og eftir
harða mótspyrnu hertóku Serk-
irnir þá og rændu skip þeirra
og hjuggu niður flesta, sem um
borð voru. Skipinu var því næst
sökkt og Martuccio settur í fang
elsi í Tunis. Þar var hann lengi
í hinni mestu eymd, en á Lip-
ari sögðu margir að hann og öll
skipshöfnin hefði drukknað.
Unga stúlkan varð mjög
hnuggin yfir burtför Martucci-
os, og er hún frétti að hann
hefði farizt, ásamt öðrum skip-
verjum, grét hún sárt og lengi
og vildi ekki lifa eftir það. Samt
gat hún ekki fengið sig til að
stytta sér aldur og laumaðist
nótt eina út úr húsi föður síns
og niður að höfn. Þar fann hún
lítinn fiskibát, er af tilviljun lá
skammt frá öðrum skipum; var
hami með seglum og árum, eins
og eigendurnir hefðu rétt áður
skilið við hann. Hún flýtti sér
um borð og réri spöl frá landi,
9 $ 9
19