Heimilispósturinn - 01.11.1949, Side 26
DOROTHY WHIPPLE:
Herbergi nr. 64.
HÖTELIÐ var nýtt og hafði
verið byggt með það fyrir
augum, að það væri ekki hljóð-
bært. Elísabet Marlow, sem
gekk á eftir ungþjóninum eftir
löngum og mannlausum gang-
inum, leizt ekki á þögnina og
fannst hún óhugnanleg. Lokaðar
dyrnar, hitasvækjan og loft-
leysið vakti einhvern ugg hjá
henni.
Ungþjónninn var fölur og
veiklulegur eins og jurt, sem
vaxið hefur í ljóslausum kjall-
ara. Þegar þau stóðu við lyft-
una, hafði hann horft á hana
með hálflokuðum augum og
spurt: „Hvaða númir þú?“ —
og hann hafði endurtekið spurn-
inguna eins og hann tortyggði
hana. Henni leið enganvegin
vel. Hún fór að velta því fyrir
sér, hvort allir gestir hótelsins
væru í sömu erindagerðum og
hún, og hvort þjónarnir vissu
það.
Ungþjónnínn opnaði dyrnar
á íbúð nr. 64 og kveikti ljósið.
Annar þjónn kom í sömu svipan
með farangur hennar, sem var
ein taska. Svo skall hurðin í lás
og hún var ein.
Þrjú mannlaus herbergi, búin
dýrum húsgögnum, blöstu við
henni. Þögnin var jafn óhugan-
leg og frammi á ganginum.
Allt var kyrrt og hljótt nema
eldglæringarnar og suðið í raf-
magnsarninum.
Elísabet gekk út að gluggan-
um og opnaði hann. Það var
eins og líf færðist inn í her-
bergin með hávaðanum utan af
götunni, og gluggatjöldin bærð-
ust. Henni létti við að sjá ein-
hverja hreyfingu.
Hún fór inn í svefnherberg-
ið. Abreiðan á gólfinu var svo
þykk, að hún sökk í hana, silki-
tjöld voru fyrir gluggunum og
mýkstu dúnteppi á rúminu.
Harvey hafði áreiðanlega
orðinn hrifinn af herberginu og
íburði þess. En henni féll það
ekki í geð. Hún hafði meiri
mætur á köldum litlum og ein-
földum húsbúnaði. Þessi her-
bergi voru eins ólík henni og
þau frekast gátu verið, en hún
var heldur ekki með sjálfri
sér þetta kvöld.
Á baðherberginu voru tvær
dyr, aðrar í svefnherbergið, en
hinar út á hótelganginn. Hún
bar töskuna sína inn í baðher-
bergið og læsti báðum dyrun-
um, svo að hún gæti verið ör-
ugg, þó að Harvey kæmi.
*
Hvaða brjálæði hafði gripið
hana, að hún skyldi vera að
koma hingað! Hvaða vitfirring
hafði náð slíkum tökum á
henni, að hún, sem hafði verið
trú og dygg eiginkona Johns í
fimmtán ár, skyldi nú ætla að
gefa sig á vald Harveys Brown
— hún, sem var orðin þrjátíu
og sex ára gömul?
Hún vissi, að hann var falsk-
ur og að honum var ekki að
treysta. Hún hafði tekið eftir
24
9 2?