Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 14
ing. Það varð „norður“. Borten
brosti í kampinn. — Ég ræ
þangað, sagði hann og svo heim-
leiðina líka. Þykir gaman að
róa, sterkur í handleggjunum,
hef gott af að róa.
Hammer leit á hann. — Já,
hver f jandinn. — Þér eruð rösk-
ur. — Ég gæti nú gripið í að
róa líka. Þykir gaman að því.
Er líka að hlaupa í spik, of lyst-
ugur, hehehe.
Við veiðum þá sinn hálftím-
ann hvor. Hálftíminn er fljótur
að líða.
— Allt of fljótur, sagði Bort-
en.
— En hálftíma hvor er hæfi-
legt.
Svo gekk hann að hornskápn-
um og fyllti vasapela.
— Gamalt ákavíti? spurði
Hammer — Mér datt þetta ein-
mitt til hugar, ágætt að hafa
örlítið með sér. Nota sjálfur
gamalt ákavíti. Ég skal taka
með mér flösku, næst.
Þeir þrömmuðu út, báðir
nokkuð þungir á sér. Borten há-
vaxinn og miklu þunglamalegri
en Hammer. Hammer var dá-
lítið broslegur í allt of stórum
fötum, gamall vindjakki utan
yfir treyjunni stuttur, þrekinn
og ólánslegur í vexti. Veiði-
mannahúfur, báðir. Veiðimenn.
Borten sótti veiðistöngina að
húsabaki. Hammer bar ljósker-
ið, ljóslaust, labbaði niður eftir
stígnum, gekk hljóðlega niður
að bryggjunni, leit í kringum
sig, talaði ekki orð. Þeir fóru
varfærnislega niður í bátinn, og
Borten réri hljóðlega og hafði
vafið segldúk úm árarnar í
keipnum. Gott veður, örlítil
gola, ágætt veiðiveður. Þeir
mættu engum á sundinu, kom-
ust svo norður fyrir, létu bátinn
reka og hlustuðu.
— Ágætt, sagði Hammer.
Borten kveikti á ljóskerinu.
Það logaði ágætlega. Svo hengdi
hann það á krók utan á bóginn
og setti bogna járnplötu yfir.
Ljósið lagði niður í vatnið.
— Það er eitt, sagði Borten.
— Við skiptum sektinni jafnt,
ef það skyldi koma fyrir. Er það
ekki?
— Auðvitað svaraði Hamm-
er. — Auðvitað Borten. Það eru
hundrað krónur í fyrsta skipti.
Ég get tekið allt á mig. Það
skiptir engu máli. Þetta er sann-
arlega þúsund króna virði,
minnsta kosti . . .
— Róið þér svolítið nær
landi, sagði Borten, — svona
já, hægt, rólega svona já, og nú
inn með landinu.
Það hilti undir Borten frammi
í bátnum, þar sem hann stóð
álútur og einblíndi niður í sjó-
inn, með veiðistöngina í árar-
stöðu.
Hæ, sagði hann, og stakk
stíngnum snöggt niður, og dró
hann hratt að sér. Stór áll var
vafinn um gaffalinn og beit í
stinginn.
Ja, hver fjandinn . . . sagði
Hammer,
Uss . . . hvíslaði Borten. Róa
hægt, jafnt, svona já . . . Hæ,
sagði hann, stakk aftur.
Fimm stundum síðar bám
þeir Borten og Hammer bala
á milli sín upp eftir stígnum að
húsinu.
— Þungt? spurði Borten.
— Skrambi þungt, sagði
Hammer.
Nokkuð mikill sjór. Það er
nú ágætt, sagði Borten. — Við
gerum að í fyrramálið. Þeir
12
HEIMILISPÓSTURINIt