Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 18

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 18
Á tímum hinnar stórmerku fornritaútgáfu þykir eigi hlýða að nein plögg séu undan diegin, er nokkru þykja varða. Eftir- farandi frásögn, sem rituð er á hinu „ástkœra ylhýra máli“, hefur fundist á lausu blaði úr Morkinskinnu, en ekki hefur vísinda- mönnum ennþá tekist að finna höfund hennar. Til samanburðar er látin fylgja þýðing á dönsku, sem að vísu er ekki gerð af lög- giltum dómtúlk og skjalaþýðanda, enda tekur Heimilispósturinn enga ábyrgð á henni. Skreiðarförin. Að aflíðandi óttu batt lúðu- lakalegur sveitajaxl saman pjönkur sínar, þar á meðal nest- ið, sem var ábrystir í aski, kæfu- belgur, keitusúrt smjör, sviða- lappir upp úr súru, kæst skata, sigin grásleppa, ásamt tólf ára gömlum skyrhákarli. Lagði hann síðan torfreiðing á drógina og náragirti klakk- lausan klifbera. Síðan batt hann hestahnút á snoppuna og tagl- hnýtti merina aftan í reið- skjótann. Taglhnýtingurinn var litför- óttur, glaseygur á öðru auga og hringeygður á hinu með álfa- bruna upp undir auga. Markið var blaðstýft aftan hægra, biti framan, stúfrifað vinstra og standf jöður að aftan. Hann setti upp lambhúshettu, færði sig í keitubleytta brók og skinnstakk yfir, setti upp þæfða, kútróna togvettlinga og klofbatt sig síðan. Hann tók með sér tvenn skæði úr hrygg- lengju af tvítugum húðarjálk. Veðurútlit var slæmt. Klósigi upp úr landsuðri og klakkar í vestri. Netjuþykni í háhvolfinu, Stokfiskexpeditionen. Ved hældende Ottetid samm- ensnörede en usoigneret Rusti- kus sin Bagage deriblandt Provianten, som bestod af Kalvedans i en Æske, en Ködpostejbælg, urinsurt Marg- arine, svedede Faareben op af Acid, en aromatisk Gammel- rokke, en vindtörret Kvabso samt en tolvaarig Tykmælkshaj. Derpaa plaserede han en Torvsaddel paa Rosinanten og lyskespændte den pindelöse Pak- saddel. Derpaa slyngede han en Hesteknud om Snabelen og hale- knyttede Öget bagi Gangeren. Den haleknyttede var dekore- ret, glasöjet paa det ene Öje og cirkelöjet paa det andet og led af fagopyrinus i de suboculare Regioner. Karakteren var folio- snittet paa Bagsiden af det höjre, Stykke foran, stump- sprækket venstre og Staaspiral bagi. Siden puttede han en Cylin- derhat paa Hovedet, iförte sig en urinvaad Pyjamas og Pels ovenpaa, bedækkede sine Hæn- der med valkede, dunkeroede Handsker, hvorefter han hase- bandt sig. Hann forsynede sig med to Par Skomateriale af Ryghuden af en Drog i Tyverne. Den meteorologiske Prognose var ildevarslende. Cirrus op af Landsydet og Pinde i Vest. 16 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.