Heimilispósturinn - 16.12.1950, Page 21
„Ekkert!" sagði McCarey hátt.
„Ég hef sagt skilið við blaða-
mennskuóþverrann fyrir fullt og allt
í kvöld, og þegar Gavin rekur trýnið
hér inn, ætla ég að jafna um gúlana
á honum."
Það var eins og McCarey liði bet-
ur, þegar hann var búinn að lýsa
þessu yfir. Hann brosti ólundarlega,
leit til dyranna, þar sem fjandmað-
ur hans átti að birtast og þambaði
úr glasinu, eins og hann væri að
■drekka blóð hans en ekki vínið.
„Mig langar til segja þér frá þess-
um þvottamanni," sagði hann, „með-
al annars af þeirri ásjtæðu, að hann
er að gera mig vitlausan. Hin ástæð-
an er sú, að Gavin er mesta padda
og kvikindi af öllum pöddum og kvik-
indum, og ég hef sérstaka ánægju
af því að gera honum óleik."
„Þvottamaðurinn hét Meyer," héit
hann áfram. „Hvaða nafn lét María
Stuart rita á hjarta sitt?“
„Calais," sagði ég.
„Calais," endurtók McCarey. „Jæja,
nafnið Meyer rist á hjarta mitt. Mey-
ar þvottamaður. Megi englarnir vaka
yfir honum."
„Er hann dáinn?" spurði ég.
„Já, guði sé lof," sagði McCarey.
„Dáinn og grafinn I akri leirkera-
.smiðs."
„Hvað kom fyrir hann?" spurði ég.
„Mig skortir orð til að lýsa því,"
sagði McCarey og tárfelldi. Hann
tæmdi fimmta glasið sitt þögull.
„Lof mér að heyra," sagði ég.
„Ég get ekki sagt þér allt," sagði
hann. „Það er sumt, sem ég má ekki
segja þér frá. Mér þykir það leitt:"
Hann þagnaði og starði á mig
íbygginn. Loks sagði hann: „Meyer
dó eina nótt, fyrir mánuði síðan.
Hann var tvískotinn gegnum höfuð-
ið — og hægri höndin var höggvin
af honum um úlnliðinn, til frekara
■öryggis. En þú mátt ekki misskilja
mig. Ég harma ekki dauða Meyers.
Það er líf hans, tíu árin sem hann
stóð yfir þvottabalanum i Harlem,
sem mig hryllir við."
McCarey varð alvarlegur og gaut
út undan sér augunum.
Hann var lágvaxinn og horaður
öldungur. Hann kom til Haiiem fyrir
tíu árum og flutti inn í eina af
þessum óþverraholum í Troopstræti
— í kumbalda, sem var fullur af
eymd og örbirgð." „Þannig var íbúð-
in, sem Meyer flutti í,“ sagði Mc-
Marey glottandi, eins og hann væri
að hæðast að hinni skáldlegu lýsingu
sinni. „Hann tók eitt herbergi á leigu
hjá kerlingarskrímsli, sem heitir frú
Maum. Hún er ein af þessum ó-
freskjum í kvenmannslíki, sem þríf-
ast bezt þar sem minnst er um mat
og húsrúm, þótt ótrúlegt sé.“
McCarey drakk úr öðru glasi.
„Meyer fór strax að þvo þvott í
kjallaranum, þegar hann var fluttur
inn. Veiztu, hvað hann gerði? Hann
sótti þvottinn til viðskiptavina sinna
einn daginn, og stóð allan næsta dag
við þvottabalann. Enginn skipti sér
af honum eða talaði við hann. Hann
sótti þvottinn í körfu, sem hann bar
á höfðinu. Á höfðinu í körfu," endur-
tók McCarey. „Taktu eftir þessu!"
Ég kinkaði kolli og skildi þó ekki
hvað hann var að fara.
„Taktu eftir þessu!" sagði McCar-
ey, einkennilega æstur.
Enn þagði hann góða stund og
dreypti á vininu.
„Jæja, kerlingarherfan er ekkja
og hefur fyrir bami að sjá, sem er
skinhorað og hálfgerður fáviti. Það,
sem nagdýrslegu augun hennar tóku
fyrst eftir, var það, að Meyer eyddi
öllum peningum sínum í nýjar slár
fyrir dyrnar og stálrimla fyrir glugg-
ana, eins og hann óttaðist einhverja
ægilega hættu. -— Meyer átti ekki
nokkurn vin. Hann hafði engan til
.HEIMILISPÓSTURINN
19