Heimilispósturinn - 16.12.1950, Page 24

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Page 24
var kominn inn og hafði drýgt ódæð- isverkið, hvernig gat hann þá kom- izt út, þegar slagbrandar voru fyrir dyrunum og rimlar fyrir gluggun- um? 1 þriðja lagi: Morðinginn gat hafa skotið Meyer utan af götunni, en hvernig gat hann höggið af hon- um höndina, án þess að koma inn í herbergið? 1 fjórða lagi: hvers vegna hafði morðinginn höggvið höndina af Meyer og haft hana burt með sér?“ —• Allar þessar spurn- ingar hringsnerust í galtómu heila- búi lögregluforingjans þetta heita kvöld. „Það er eitthvað leyndardóms- fullt við þetta,“ sagði hann." „Ég sagði honum, að mig langaði til að sjá líkið,“ sagði McCarey. „Hver var þessi Meyer?“ spurði ég ísmeygilega. Vinur minn var annars hugar. Hann var að hugsa um leyndarmálið og heyrði ekki til mín. ,,Ég þekki hann á augabragði," sagði hann að lokum. „Mér er óhætt að segja þép það. Ég þekki hann við fyrstu sýn. Og ég rauk strax á lögregluforingjann og hristi af hon- um slenið. Ég dró hann með mér hús úr húsi í nágrenninu, og við spurðum alla spjörunurp úr. En eng- inn vissi neitt um Meyer. Það var engu líkara en þessi kynlegi þvotta- maður hefði aldrei lifað. Hann var eins og skuggi á tjaldi." „Og allan tímann var Neiddinger að muldra: „Hvers vegna byrgði hann ' gluggana og læsti dyrunum í tíu ár, og hvenig gat morðinginn komizt út aftur" ?“ „Ég sagði honum, að Meyer hefði gert þetta, af því að hann hefði ver- ið hræddur. Og ég reyndi að láta þenna heimska blóðhund herða sig við eftirgrennslanina. En árangurs- laust." „En þú vissir ,allt,“ sagði ég. „Já,“ sagði vinur minn. „Hver ?“ „Við tölum ekki um það núna.“ Mér varð ljóst, að það munaði litlu, að McCarey segði mér leyndarmálið, og ég reyndi að vera þolinmóður. „Komust þeir að þvi?“ spurði ég. „Já," svaraði McCarey. Það var kominn reiðihreimur í röddi hans. „En Gavin, þetta bölvað óféti, er raggeit. Hann neitar að prenta það. Neiddinger neitar að opna munninn. Og þrír lögregluþjónar, sem vita eins mikið og ég, hafa verið hækkaðir í tign og steinþegja. Hér sérðu mann,‘‘ sagði McCarey og brýndi raustina, „sem er fórnarlamb mesta samsæris í sögunni." „Hvernig komust þeir að því?" spurði ég. „Með því að njósna um frú Maum, þegar hún fór í skrifstofu eina í Fertugasta og níunda stræti," sagði hann. McCarey kallaði á þjóninn, pantaði meira vín og skipaði jafnframt svo fyrir, að undireins og Gavin kæmi, skyldi hann leiddur fyrir okkur til þess að hljóta makleg málagjöld fyr- ir athæfi sitt. „Hvað var hún að vilja 'í Fertug- asta og níunda stræti?" spurði ég. „Hver?" sagði McCarey. „Frú Maum," sagði ég. „Ó, sú bölvuð bykkja," sagði Mc Carey og hrækti. „Já.“ „Ég má ekki segja þér það,“ sagði McCarey. „Ég get sagt þér það eitt, að hún var að sækja blóðpeningana sína. Það var hún, sem lék á snill- inginn Neidlinger. Það var hún, sem lét litla fávitann sinn skríða inn um- gluggaboruna fyrir ofan dyrnar, sem var varla nógu stór fyrir kött, og læsa dyrunum, þegar morðingjamir voru farnir. Þessi þvengmjói dreng- 22 HEIMILISPÓSTURINKJ

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.