Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 1

Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Škoda Kodiaq Verð frá 7.290.000 kr. Dráttarbeisli, bakkmyndavél, stöðugleikastýring og fleira. Dráttargeta 2,5 tonn Fjórhjóladrifinn, fæst sjö manna og sker sig úr hvert sem hann fer með kraftmiklu yfirbragði. Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/skodasalur skoda.is · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA SAMFÉLAG Þrjú af hverjum fjórum ungmennum á aldrinum 13-16 hafa logið til um aldur til að nota sam- félagsmiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum forkönnunar Snjall- vagnsins, sem gerð var af SAFT í samstarfi við Huawei og Insight meðal nemenda í 8.-10. bekk í grunnskólum um allt land. Könnunin er gerð á öllum Norð- urlöndunum og verða samanburð- arniðurstöður frá hinum löndunum opinberaðar á næstunni. Þegar nær dregur vori verður farið í stærra úrtak á landsvísu. Í ljós kemur að 40 prósent segjast vera með opinn prófíl á samfélags- miðlum, það er að segja að hægt er að skoðað upplýsingar um þau án þess að þekkja þau neitt. Aðeins 14 prósent segjast þekkja alla sem fylgja þeim á samfélagsmiðlum. Helmingurinn deilir efni sem þeim þykir áhugavert og/eða fyndið á samfélagsmiðlum en aðeins 35 prósent kanna hvort upplýsing- arnar sem þau deila séu sannar. Þá segjast 61 prósent ekki vita hvað höfundarréttur er og 66 prósent vita ekki hvernig reiknilíkön, eða algóritmar, samfélagsmiðla virka. Tilgangur könnunarinnar er að meta stöðuna svo hægt sé að sníða námsefni að þörfum ungmenna. Könnunin var gerð í desember og náði til tæplega 1.000 nemenda. Hildur Halldórsdóttir og Sig- urður Sigurðsson, verkefnastjórar hjá Heimili og skóla, munu kynna niðurstöðurnar á Alþjóðlega net- öryggisdeginum í dag. Þau hafa heimsótt fjölmarga skóla á höfuð- borgarsvæðinu og rætt þar við nem- endur í 6. bekk um netöryggi. „Við spyrjum alltaf hversu margir eru á samfélagsmiðlum og það er alltaf meirihlutinn. Staðreyndin er að flest þeirra eru komin á samfélags- miðla þrátt fyrir að hafa ekki aldur til þess,“ segir Hildur. Þau munu einnig kynna niður- stöður úr samevrópskri foreldra- könnun, Digital Citizenship Educa- tion Survey. – ab / sjá síðu 6 Þrjú af fjórum ljúga um aldur Þrjú ungmenni af hverjum fjórum á aldrinum 13 til 16 ára ljúga til um aldur á samfélagsmiðlum sam- kvæmt nýrri könnun SAFT. Aðeins 14 prósent þeirra þekkja alla fylgjendur sína á samfélagsmiðlum.  Staðreyndin er að flest þeirra eru komin á samfélagsmiðla þrátt fyrir að hafa ekki aldur til þess. Hildur Halldórs- dóttir, verkefna- stjóri hjá Heimili og skóla VESTFIRÐIR Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur ákveðið að selja um eitt hundrað leiguíbúðir og áformar að selja allt að tuttugu og níu þjónustu- íbúðir aldraðra á Hlíf. Er þetta gert til þess að losa fjármagn til bygg- ingar knattspyrnuhúss og til að lækka efnahagsreikning bæjarins sem hefur hækkað verulega vegna faraldursins. Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í- listans í minnihluta bæjarstjórnar, leggst gegn áformum um eigna- sölu til þess að takast á við vand- ann. „Þú selur eignina aðeins einu sinni,“ segir hún. „Salan tekur ekki á vandanum nema tímabundið. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti og ekki fara út í risastórar framkvæmdir þegar við höfum ekki efni á þeim.“ – khg / sjá síðu 4 Selja leiguíbúðir til að fjármagna framkvæmdir Þrátt fyrir að búið sé að rýmka leyfi Íslendinga til að njóta hreyfingar í líkamsræktarstöðvum nýttu þessir gönguhrólfar tækifærið í veðurblíðu gærdagsins til að koma blóðf læðinu vel af stað í náttúruparadís Laugardalsins. Að teygja sig og hita vöðvana er mikilvægt hvort sem verið er inni eða úti og það gerði fólkið áður en gengið var niður í dalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.