Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 33
Ég byrjaði að afrita tölvugögn fyrir aðra haustið 2004. Þá fór ég heim til fólks og eitt af
mínum fyrstu verkefnum var að
líta inn til konu sem gaf út bæði
bækur og fræðiefni sem ekki
mátti glatast. Í þá daga voru ekki
komin ský, eins og nú er. Ég spurði
konuna hvort hún ætti afrit af
bókum sínum og öðrum dýr-
mætum efnivið úr tölvunni. Það
lá ekki á svörum. Jú, hún ætti sko
afrit af öllu saman; það væri allt
útprentað uppi í hillu! Mér tókst
á endanum að sannfæra hana um
að ég kæmi einu sinni á ári til að
taka hjá henni afrit, því það yrði
mikil vinna að setja allt inn aftur
af pappírnum ef eitthvað brygðist
og svo gætu útprentuðu afritin líka
glatast eða skemmst. Eftir það fór
ég árlega til hennar í afritun sem
ég setti á zipdiska, teip eða geisla-
diska, eins og tíðkaðist þá, en svo
hafa tímarnir þróast og við með.“
Þetta segir Valgeir Ólafsson,
framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar,
sem einnig rekur Afrit.is.
Áhyggjulausara líf
Tölvuþjónusta, hýsing og rekstur
eru aðalsmerki Tölvuaðstoðar sem
býður upp á ráðgjöf, tölvuþjón-
ustu, rekstur útstöðva, netþjóna
og netkerfa, þjónustu við hýsing-
arumhverfi, eftirlit og allt annað
sem gerir lífið áhyggjulaust með
sérstaka áherslu á öryggisþáttum í
rekstri UT-kerfa.
„Við sérhæfum okkur í þjónustu
á skýjaþjónustum við Microsoft
365, Azure og Google Workspace
(áður G suite) en með notkun á
þeim getur rekstrarkostnaður
tölvukerfa lækkað umtalsvert,“
upplýsir Valgeir sem hefur
þjónustað gríðarlegan fjölda við-
skiptavina af ýmsum gerðum og
stærðum frá því hann stofnaði
Tölvuaðstoð árið 2004.
„Við leggjum okkur fram um
að veita persónulega og vandaða
þjónustu á hagstæðu verði og bjóð-
um upp á heildarþjónustu þegar
kemur að tölvukerfum, hvort sem
það er hýsing, ráðgjöf, hugbún-
aður, vélbúnaður, net eða annað.
Ráðgjafar okkar hafa sérhæft sig
í kostnaðargreiningu þar sem
kostnaður fyrirtækja og rekstur
UT-kerfa er rýndur og lækkaður.
Þá hafa sérfræðingar Tölvuað-
stoðar sérhæft sig í öryggismálum
tölvukerfa og öryggisráðgjöf,“
segir Valgeir og starfsfólk hans býr
yfir mikilli reynslu og þekkingu á
öllum sviðum tölvuaðstoðar.
Vakta tölvukerfi fyrirtækja
Hartnær tuttugu árum eftir að
Tölvuaðstoð var stofnuð er kjarna-
starfsemi fyrirtækisins enn hvers
kyns tölvuaðstoð, sem og afritun
tölvugagna, en Afrit.is var hleypt
af stokkunum í desember síðast-
liðnum.
„Afrit.is er ný þjónusta hjá
okkur. Með henni leggjum við
áherslu á að geta boðið lausnina
fyrir alla, óháð því hvort þeir séu
þegar í þjónustu hjá okkur með
tölvuna sína eða annað. Því geta
allir leitað lausna með afritun hjá
okkur og enginn þarf lengur að
glata neinu,“ segir Valgeir.
Tölvuaðstoð er einnig með svo-
kallaðar vaktir þar sem tölvukerfi
fyrirtækja eru vöktuð og séð til
þess að allt gangi snuðrulaust.
„Hægt er að velja um Silfur-,
Gull- eða Platínumvaktir, en í
Silfurvaktinni er tölvuvakt, lykil-
orðalaus innskráning, tölvupóst-
hýsing, gagnageymsla, Microsoft
Office-forrit, fjaraðstoð, lykilorða-
umsýsla, eftirlit með vírusvörn og
eftirlit með öryggisuppfærslum,“
upplýsir Valgeir.
„Í Gullvaktinni er allt úr Silfur-
vaktinni innifalið en við bætist
eftirlit með nettenginum, USB
öryggislyklar, sjálfvirkar lag-
færingar, forgangsþjónusta, fjar-
vinnsla að heiman og aðgangur að
Vaktinni, og í Platínumvaktinni er
allt úr Silfur- og Gullvaktinni inni-
falið en við bætist afritun gagna af
sameign, umsjón með tækjum og
er öll þjónusta innifalin.“
Tölvan spegluð eins og klón
Skýjalausn Tölvuaðstoðar heitir
einfaldlega Ský.
„Í Skýinu er allt afritað fyrir
viðskiptavini; til dæmis póstur,
skjöl, tengiliðir, dagatöl og Teams-
spjallið. Önnur nýleg og vinsæl
þjónusta er Speglun og er hægt að
keyra Speglun og Ský saman. Þá
afritum við skýjaþjónustuna og
speglum í gegnum tölvu eða net-
þjóna,“ upplýsir Valgeir og útskýrir
Speglun betur:
„Sé tölvu stolið eða hún eyði-
leggst er hægt að nálgast gögnin
úr henni í skýinu þar sem allt
er vistað og speglað. Því fylgir
mikið öryggi og tímasparnaður
því oft má fólk engan tíma missa
og þarf að komast sem fyrst í
tölvuna aftur. Þá getur tekið upp
í sólarhring að setja allt upp í
nýja tölvu. Með speglun, þar sem
allt er afritað og vistað í skýinu,
verður hins vegar leikur einn að
ná í öll gögn strax og notandinn
getur endurheimt tölvuna sína,
nákvæmlega eins og hún var, með
hálfgerðu klóni sem við höfum
speglað í skýinu. Þá skiptir engu
máli hvar í heiminum hann er
staddur, notandinn fer einfaldlega
í næstu tölvu og ræsir upp tölvuna
sína í skýinu, þar er hún sýnd
nákvæmlega eins og hann vann í
henni síðast, því speglunin bíður
í skýinu. Þessi þjónusta er orðin
mjög mikilvæg og æ fleiri sem
tryggja sér hana fyrir lykilstarfs-
menn og stjórnendur og þar sem á
þarf að halda.“
Allar afritunarlausnir Tölvuað-
stoðar eru ótakmarkaðar þegar
kemur að gagnamagni, speglun og
skráarlausnum.
„Við bjóðum ótakmarkaða
Speglun og skráarþjónustu sem við
geymum í gagnaverum hér heima
og í Þýskalandi. Öll gögn eru því
geymd á öruggum stað og hægt að
endurheimta þau mjög hratt. Þá
geta viðskiptavinir fengið eigin
aðgang til að endurheimta gögn
sín. Sumir vilja keyra tölvuum-
hverfi sín sjálfir og þurfa þá ekki
speglunarlausn en vilja geta
endurheimt, og það getur verið
hagkvæmara í sumum tilvikum.“
Enginn alveg öruggur í skýi
Valgeir segir marga standa í trú
um að tölvugögn sín séu örugg í
skýjum stórra fyrirtækja, svo sem
Microsoft og Google.
„Það er hins vegar alrangt. Víst
eru tölvugögn að einhverju leyti
öruggari í skýjum en þegar þau eru
eingöngu vistuð á óafrituðum net-
þjónum eða í tölvu notendans, en
bæði Microsoft og Google leggja
á það áherslu að allir notendur
þeirra skýjaþjónustu taki afrit sem
þeir geymi hjá þriðja aðila. Það er
vegna þess að árásir á skýjaþjón-
ustur hafa aukist, en líka vegna
þess að gögn geta einfaldlega
skemmst eða einhver eytt þeim og
þá er allt horfið.“
Valgeir bendir á að verðmætasta
eign fyrirtækja séu gögn sem þau
geymi í skýjum.
„Í skýjunum eru þau þó engan
veginn örugg og hafa kannanir
sýnt að átta af hverjum tíu fyrir-
tækjum hafi tapað gögnum úr
skýjaþjónustum vegna vírusa,
vélbúnaðarbilana, árása eða
mannlegra mistaka. Þá er gísla-
taka á skýjaþjónustum að verða
æ algengari til að kúga fé út úr
rekstraraðilum.“
Að ýmsu þurfi að huga við
afritun tölvugagna.
„Miklu skiptir að öll gögn séu
geymd dulkóðuð og sömuleiðis að
flutningur gagna sé dulkóðaður
alla leið frá tölvu eða skýi yfir í
gagnaverin. Einnig er mikilvægt
að hægt sé að endurheimta gögn
á einfaldan og skjótvirkan máta,
með því að ræsa tölvuna í skýinu,
setja tölvuna upp á nýjan tölvu-
búnað, hlaða niður gögnum eða
skrám fyrir sýndarvél, endur-
heimta einstök drif og fleira,“
útskýrir Valgeir og heldur áfram:
„Þá er brýnt að afritun af tölvu-
gögnum sem vistuð eru beint á
tölvu eða netþjón sé sjálfvirk, þar
á meðal möppur, ljósmyndir og
skjöl. Mikilvægt er að kerfið geymi
útgáfur af öllum skjölum þannig
að góð skjalasaga sé til staðar ef
eitthvað bregst.“
Afritun veitir hugarró
Valgeir hefur komið að fyrir-
tækjum sem telja sig vera í góðum
málum með afritun en raunin hafi
verið sú að afritið hefur verið ófull-
nægjandi, óvirkt eða horfið. Hann
mælir því með að rekstraraðilar
leiti sér ráðgjafar við val á afrit-
unarlausnum fyrir skýjaþjónustur.
„Afritun getur hreinlega bjargað
rekstrinum,“ segir Valgeir. „Því
er mikilvægt að skilgreina hverju
þurfi að taka afrit af, hversu
mörgum þurfi að taka afrit af,
hversu mikið gagnamagn sé um
að ræða og hversu hröð og einföld
endurheimt gagna þurfi að vera.“
Rannsóknir hafi sýnt að mikill
fjöldi fyrirtækja hafi einfaldlega
orðið fyrir það miklum skaða að
þau hafa þurft að hætta rekstri.
„Afritun sparar tíma og peninga
sem annars færi í að endurheimta
gögn sem glatast. Þar veitir sjálf-
virk afritun hugarró þar sem ekki
þarf að hafa áhyggjur af gagnatapi.
Þá getur afritun haft jákvæð áhrif
á ímynd og traust fyrirtækisins,
og einfaldlega ekki eftir neinu að
bíða. Við afritum ekki eftir á og því
er best að afrita öll gögn strax.“
Tölvuaðstoð er í Stangarhyl 1 í
Reykjavík. Sími 550 0200. Sjá nánar
á tolvuadstod.is og afrit.is.
Þú afritar ekki eftir á!
Tölvuaðstoð hefur frá árinu 2004 haldið vel utan um öryggismál fyrirtækja þegar kemur að af-
ritun gagna og vöktun tölvubúnaðar. Þar veita sérfræðingar tölvuaðstoð við allt sem til þarf.
Valgeir Ólafsson, framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar, sem gerir lífið áhyggjulausara fyrir fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Að taka alltaf afrit af tölvugögnum
getur bjargað rekstri fyrirtækja.
Afritun
sparar tíma og
peninga sem
annars færu
í að endur-
heimta gögn
sem glatast.
Best er að afrita
öll gögn strax.
Tölvuaðstoð veitir alla almenna tölvuþjónustu, hýsingu og rekstur.
KYNNINGARBLAÐ 11 Þ R I ÐJ U DAG U R 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 UPPLÝSINGATÆKNI