Fréttablaðið - 09.02.2021, Side 39
Skáldsagan Dvergurinn frá Normandí eftir danska rithöfundinn Lars-Hen-rik Olsen er komin út hjá Bókabeitunni í þýðingu Steinunnar J. Sveins-
dóttur.
Fyrir næstum þúsund árum fóru
Normannar, afkomendur víkinga
sem höfðu sest að í norðurhluta
Frak k lands (Normandí), með
mikinn her yfir Ermarsund til að
ná undir sig enska konungsríkinu.
Sú innrás breytti Evrópusögunni
og heimssögunni þegar fram liðu
stundir. Áratug seinna, á árunum
1075 til 1077, var sagan af því hvern-
ig þetta gerðist saumuð á rúmlega
70 metra langan hördúk eða svo-
kallaðan „refil“ sem hefur varðveist
í Bayeux í Frakklandi. Sennilega var
refillinn, eitt merkasta listaverk
sem til er frá þessum tíma, gerður í
Englandi. Skáldsagan Dvergurinn
frá Normandí fjallar um stúlkurnar
sem saumuðu hann.
Steinunn J. Sveinsdóttir lífeinda-
fræðingur þýddi bókina. Hún lést
árið 2018 og þá tók eiginmaður
hennar, Reynir Tómas Geirsson
læknir og fyrrverandi prófessor,
að sér að rita inngang og yfirfara
þýðinguna, sem nú kemur út hjá
Bókabeitunni. „Það tók Steinunni
nokkur ár að þýða bókina. Ég fékk
ráð og yfirlestur varðandi þýðing-
una, og um efni inngangsins, frá sér-
fræðingum við Háskóla Íslands og í
Þjóðminjasafni. Sjálfur hef ég lesið
talsvert mikið um efnið og grand-
skoðaði refilinn í annað sinn árið
2019,“ segir Reynir Tómas.
Áhugavert efni
„Hér er hugljúf og grípandi skáld-
saga um það hvernig tvær ungar
stúlkur, Fífa og Emma,
og tvær ungar konur,
Gyða og Poppa, fá það
verkefni í klaustri í
Kent á Englandi að
sauma refilinn undir
stjórn Þóralds, sér-
st æðs dverg va x ins
manns. Aðrar söguper-
sónur eru bitur engil-
saxneskur höfðingi,
abbadís klaustursins,
my nd a rleg i he st a-
sveinninn, biskupinn
Ódó frá Normandí og
fólkið í klaustrinu“,
segir Reynir Tómas.
„Eiginkona mín kallaði
bókina gjarnan „barnabók fyrir
fullorðna“.“
Lars-Henrik Olsen er þekktur
fyrir unglingabækur sem hann
byggir á sögulegum atburðum.
Dvergurinn frá Normandí er ein
þeirra og hlaut á sínum tíma verð-
laun skólabókasafna í Danmörku.
„Sagan gefur innsýn í tíðarand-
ann, klausturlíf, hugsanagang og
erfitt líf þessara tíma og er f léttað
inn í frásögn af raunverulegu
atburðunum sem enduðu í mann-
skæðri orrustu við Hestengi syðst í
Englandi haustið 1066. Hluti bókar-
innar eru myndir í lit af öllum refl-
inum á sömu blaðsíðum og þar sem
lýst er af hverju allt er saumað eins
og það er. Í inngangi eru sögulegar
staðreyndir raktar og sagt frá refil-
saumi sem varðveitt-
ist aðeins á Íslandi
langt fram eftir 17.
öld,“ segir Reynir
Tómas. „Efnið er
l í k a á h u g a v e r t
vegna þess að það
er nýbúið að ljúka
saumaskap á svo-
kölluðum Njálurefli
á Hvolsvelli, sem er
meiriháttar verk,
og á Blönduósi er
ver ið að sauma
ref il með aðeins
a n na r r i aðferð
u m Vat nsd æla-
sögu. Svo sagði
Snorri Sturluson
frá þessum atburðum
í Heimskringlu og Haraldar sögu
harðráða – frá öðrum sjónarhóli.“
Vinnur að enskri þýðingu
Reynir Tómas segir að til standi
að f lytja refilinn í Bayeux í fyrsta
sinn úr landi og sýna hann í British
Museum eða Victoria & Albert safn-
inu í Lundúnum um tíma. Það var
áformað árið 2022 en gæti frestast
eitthvað. Reynir Tómas segist vera
kominn nokkuð áleiðis með að
þýða bókina á ensku með leyfi höf-
undarins og áhugi er fyrir hendi hjá
enskum bókaútgefanda.
SAGAN GEFUR INNSÝN
Í TÍÐARANDANN,
KLAUSTURLÍF, HUGSANAGANG
OG ERFITT LÍF ÞESSARA TÍMA.
Barnabók fyrir fullorðna um sköpun listaverks
Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik Olsen er komin út á íslensku. Reynir Tómas Geirsson læknir
og fyrrverandi prófessor ritar inngang. Eiginkona hans Steinunn J. Sveinsdóttir þýddi skáldsöguna.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Reynir Tómas er að þýða bókina á ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
LEIKHÚS
Kardemommubærinn
Verk eftir Thorbjörn Egner
Þjóðleikhúsið
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikarar: Hallgrímur Ólafsson,
Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi),
Oddur Júlíusson, Ernesto Camilo
Aldazábal Valdés, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson,
Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur
Vala Baldursdóttir, Hákon Jó-
hannesson, Hera Katrín Aradóttir,
Rebecca Scott Lord, Nicholas Arth-
ur Candy, Sindri Diego, Rebecca
Hidalgo, Bergþóra Hildur Andra-
dóttir, Vala Frostadóttir, Arnaldur
Halldórsson, Jón Arnór Pétursson,
Bjarni Gabríel Bjarnason, Hilmar
Máni Magnússon, Örn Árnason,
Ragnheiður K. Steindórsdóttir,
Þórhallur Sigurðsson, Sigríður
Eyrún Friðriksdóttir, Snæfríður
Ingvarsdóttir o.fl.
Leikmynd: Högni Sigurþórsson
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Leikgervi: María Th. Ólafsdóttir og
Valdís Karen Smáradóttir
Tónlistarstjórn og útsetningar:
Karl Olgeir Olgeirsson
Danshöfundur: Chantelle Carey
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson
Þýðing leiktexta: Hulda Valtýs-
dóttir
Þýðing söngtexta: Kristján frá
Djúpalæk
Síðan Kardemommubærinn var
fyrst frumsýndur í Þjóðleikhús-
inu fyrir sextíu árum hefur söng-
leikurinn komið sér kirfilega fyrir
í þjóðarsálinni. Hver ný útgáfa
markar ákveðin tímamót í leik-
listarsögu landsins þegar ný kyn-
slóð fær tækifæri til að stíga inn í
heim Bastíans bæjarfógeta, Soffíu
frænku og ræningjanna þriggja.
Ágústa Skúladóttir leikstýrir her-
legheitunum.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir skipta
hlutverki Soffíu frænku á milli sín
á meðan á sýningum stendur. Ólafía
Hrönn hóf handtöskuna á loft,
í sýningunni sem þessi gagnrýn-
andi sá, með svo miklum tilþrifum
að húsið titraði. Fruntaskapurinn
er svo svakalegur, sérstaklega fyrir
hlé, að hann verður fyndnari með
hverju atriðinu. Ræningjarnir þrír,
Kasper, Jesper og Jónatan sjá þó
til þess að Soffía frænka steli ekki
sýningunni upp á sitt einsdæmi.
Þrenningin Hallgrímur Ólafsson,
Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og
Oddur Júlíusson vinna frábærlega
vel saman, af mikilli leikgleði. Hver
og einn kemur með sinn styrkleika;
Hallgrímur með raddbeitinguna,
Sverrir Þór með aulaháttinn og
Oddur virðist vera liðamótalaus
með öllu. Ekki má gleyma ljóninu
góða leiknu af Ernesto Camilo
Aldazábal Valdés sem valhoppar
um sviðið eins og óþekkur köttur.
Ekki skortir hæfileikana
Auðvitað er urmull af öðrum
skemmtilegum Kardemommubæj-
arkarakterum og þess er gætt að
fylla sviðið af reynsluboltum í bland
við þá sem eru að taka sín fyrstu
skref. Örn Árnason leikur Bastían
bæjarfógeta af mikilli ljúfmennsku
og Ragnheiður gefur honum lítið
eftir. Virkilega gaman er að sjá Þór-
hall Sigurðsson í hlutverki Tobiasar
í turninum. Hann er búinn að vinna
mikið og gott starf í þágu barna svo
árum skiptir. Hér fær hann tæki-
færi til að skína og grípur það svo
sannarlega. Bjarni Snæbjörnsson,
Gunnar Smári Jóhannesson og Sig-
ríður Eyrún Friðriksdóttir gera vel
með sínar einföldu en klassísku
persónur en aðrir karakterar týnast
svolítið í havaríinu. Stór hópur af
ungu fólki tekur þátt í sýningunni
og ekki skortir hæfileikana þar
á bæ, það er dásamlegt að sjá þau
njóta sín.
Ágústa vinnur hverja senu af
kostgæfni og hópsenurnar geisla af
gleði. Þar spilar danshöfundurinn
Chantelle Carey stórt hlutverk en
hún er að stimpla sig rækilega inn
í íslenska söngleikjaheiminn. En
senuskiptin gerast of hægt og eru
oftar en ekki einungis stillimyndir
á meðan áhorfendur bíða eftir
næsta atriði. Karl Olgeir Olgeirsson
stjórnar tónlistinni og útsetur með
fjörugum djasstilbrigðum. Lögin
eru fyrir löngu síðan prentuð inn í
genamengi þjóðarinnar og útfærsl-
ur hans heppnast vel en passa
stundum ekki alveg við heildina.
Of mikið að gerast í einu
Hvað fagurfræðina varðar þá er
hér nefnilega á ferð heil holskef la
af hugmyndum, þar á meðal heill
sirkushópur og dýragarður. Bún-
ingarnir, hannaðir af Maríu Th.
Ólafsdóttur, virðast aðallega vera
innblásnir af Suður-Ameríku og
teikningum Egners, nóg er samt
tínt úr öðrum heimum. Niður-
staðan verður hátíð af kaótísku
menningarnámi í bland við virki-
lega fínar lausnir eins og ljónabún-
inginn. Leikgerva- og grímuvinnan
er mikið afrek en hefði mátt tóna
niður. Leikmynd Högna Sigur-
þórssonar á við sama vandamál að
stríða þar sem hver hugarsmíðin
rekur aðra í staðinn fyrir að velja
þær bestu úr. Grunnhugmyndin
er góð og vel hönnuð fyrir stóra
sviðið en stundum er allt of mikið
að gerast í einu.
Litagleði og fjör er kærkomin gjöf
í hausthretinu en fyrr má nú vera.
Kardemommubærinn þarf ekki
slíka of hleðslu enda er kætin inn-
byggð í textann og lögin. Ágústa og
hennar listræna teymi þurfa ekki
svona mikið prjál til að fá áhorf-
endur á sitt band. Þrátt fyrir fagur-
fræðilega vankanta þá er samt sem
áður ógerlegt að hrífast ekki með
Soffíu frænku og ræningjunum.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Soffía frænka og
ræningjarnir bjarga deginum!
At hu g a s e m d : D ó m u r i n n va r
skrifaður eftir frumsýning u en
örskömmu síðar var sýningum hætt
vegna samkomutakmarkanna. Sýn-
ingar eru nú hafnar að nýju.
Kaotísk kæti í Kardemommubæ
Ræningjar þrír slá vitanlega í gegn í Þjóðleikhúsinu. MYND/AÐSEND
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15Þ R I Ð J U D A G U R 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1