Vinnan - 01.05.1975, Side 4
Ólafur Hannibalsson
skrifar um
samningamál
verkalýðsfélaganna
Eftir gerð bráðabirgðasamkomulagsins
26. mars sl. kom upp nokkuð sérkennileg
staða innan verkalýðshreyfingarinnar.
Eins og kunnugt er voru þeir samning-
ar samþykktir í öllum félögum nema
tveimur. Jafnframt var í fjölmörgum fé-
lögum samþykktar vítur á langt og til-
gangslítið viðræðu- og samningaþóf ■—
sem vonlegt er. En í fjölmörgum félaganna
var vítum beint eingöngu að níu manna
samninganefndinni og forystu heildarsam-
takanna — stundum nefnd „embættismenn
ASÍ“. — Það er skýlaus skylda okkar þeg-
ar slíkar ásakanir dynja yfir í formi sam-
þykkta félagsfunda að taka þær til athug-
unar og spyrja sjálf okkur:
„Er lýðræðinu virkilega svo hætt
komið innan ASÍ, að fámenn klíka
9 manna, örlítill kjarni launaðra
„embættismanna“ hreyfingarinnar
geti tekið öll ráð í 40 þúsund manna
samtökum; komið i veg fyrir að
baráttuvilji félaganna fái að njóta
sín, og, að síðustu, geti stillt al-
mennum félagsmönnum þannig upp
við vegg, að þeir verði að sporð-
renna „hörmungarsamningum“ sem
þeim er þvert um geð að sam-
þykkja?“
Ef svo er, þarf verkalýðshreyfingin að
taka allt skipulag sitt og vinnubrögð til
gagngerrar endurskoðunar og endurmats.
Annað væri hrein svik við upprunalegar
hugsjónir og markmið — hrein uppgjöf
gagnvart knýjandi úrlausnarefnum samtíð-
ar og framtíðar.
Við skulum aðeins rifja upp í grófustu
útlínum þróun kjarasamninganna, áður en
lengra er haldið:
Stjórnlaust land
I lok febrúar 1974 tóku nýir kjara-
samningar gildi. Samið var til rúmlega
tveggja ára eða til 1. apríl 1976. Forsenda
svo langs gildistíma var að sjálfsögðu
vísitölutrygging launa. Réttum þrem mán-
uðum síðar kippti fyrrverandi ríkisstjórn
þessari forsendu samninganna raunveru-
lega brott með afnámi vísitölubóta á laun,
með margfrægum bráðabirgðalögum. For-
seti ASÍ mótmælti þessum fyrirætlunum í
byrjun maí með þeim einu ráðum, sem
honum voru tiltæk: að segja af sér ráð-
herradómi. Það var á þessu sem ríkis-
stjórnin féll.
Kosningar fóru fram 30. júní og við tók
langvarandi þóf um stjórnarmyndun. Á
meðan var landið raunverulega stjórnlaust.
Um miðjan júlí voru vextir hækkaðir um
4%. Gengissig frá undirskrift samninga til
miðs ágústs nam 14%. í lok ágúst var
gengið svo formlega fellt um 17% til við-
bótar og í febrúar sl. enn um 20%. Nú
var í samningum ákvæði um að yrði veru-
legt gengisfall íslenskrar krónu voru samn-
ingarnir uppsegjanlegir með mánaðar fyr-
irvara. Þann 31. ágúst hélt miðstjórn ASÍ
fund ásamt formönnum landssambandanna
átta, og var þar samþykkt að leggja til við
aðildarfélögin að segja samningum upp
með mánaðar fyrirvara, þannig að þeir
yrðu lausir 1. nóv.
Flest félögin brugðust fljótt og vel við
áskorun þessari og voru samningar yfirleitt
lausir þann dag.
Stefnan mótuð
í september átti nefnd frá ASÍ viðræður
við ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra kjara-
ráðstafana og freistaði þess að hafa áhrif
á þá lagasetningu til hagsbóta fyrir laun-
þega, og bar það nokkurn árangur. Ríkis-
stjórnin setti bráðabirgðalög um svonefnd-
ar „launajöfnunarbætur“ sem drógu nokk-
uð úr kjaraskerðingu hinna lægst launuðu.
Var þar um að ræða kr. 3.500,00 mánaðar-
Framvinda
samninga-
mála
og
gagnrýni
félaganna
4 VINNAN