Vinnan - 01.05.1975, Qupperneq 9
HLUTVERK
Til þess að gera hér grein fyrir hlut-
verki skólans verður hér vitnað til
orða Stefáns Ögmundssonar formanns
MFA í ávarpi, er hann flutti við
skólasetninguna:
„Sá skóli sem hér er settur, er frábrugð-
inn öðrum skólum bæði hvað námsefni
varðar og fræðslusnið. Þessi sérstaða er
skýrt afmörkuð í reglugerð um félagsmála-
skólann með þessum orðum: „Hlutverk
skólans er að mennta og þjálfa fólk úr
verkalýðshreyfingunni með það fyrir aug-
um að efla þroska þess og hæfni til að
vinna að bættum kjörum og frelsi alþýðu-
stéttanna.“ En um kennsluaðferðir segir:
„Fræðslan fer fram í formi námskeiða og
skal námsefni og námsskrá samin í sam-
ræmi við þá tilhögun. Starfið fer
fram í fyrirlestrum, umræðu- og starfs-
hópum eða á annan hátt, sem best þykir
henta.“ Aðferðin er því fyrst og fremst sú,
að kryfja námsefnið sameiginlega með það
fyrir augum að sem bestur árangur náist.
Með slíku námsformi, — þegar vel heppn-
ast, -— hafa allir lagt sitt af mörkum, allir
verið nemendur og allir leiðbeinendur með
nokkrum hætti.
Félagsmálaskóla alþýðu er ætlað að ná
til verkafólks í landinu öllu. Áformað er
að skólinn verði hreyfanlegur, geti flust
milli landshluta eftir því sem aðstæður
leyfa, og þá ekki hvað síst horft til orlofs-
byggða verkalýðsfélaganna, sem óðum eru
að rísa.
Sú frumraun sem nú er hafin mun færa
okkur reynslu á mörgum sviðum. Ljóst er
að framundan eru erfiðleikar, sem við
verðum að sigrast á. Kemur þá fyrst í hug
skortur á hentugu og vönduðu námsefni,
einkum til framhaldsnáms eða síðari anna.
Öflun þess og gerð mun kosta mikið fé og
mikla vinnu. Þegar fyrstu sporin eru stig-
in á þessari námsbraut okkar verður líka
úr því skorið, hvort þessi skóli nýtur sama
réttar til styrktar af opinberu fé og aðrir
skólar í landinu. Hvort fullorðið vinnandi
fólk, sem kemur beint úr framleiðslustörf-
unum, fær sjálft notið einhvers af þeim
fjármunum, sem það aflar með vinnu sinni
til menntamála.
íslenska verkalýðshreyfingin hefur með
sameinuðu, virku afli möguleika á því að
vera sinnar eigin gæfu smiður í félagslegu
uppeldisstarfi. Hún hefur innan sinna vé-
banda beint og óbeint nálega tvo þriðju
hluta þjóðarinnar. Hún nýtur þeirrar að-
stöðu umfram verkalýðssamtök fjölmargra
annarra þjóða að svo til allt launafólk í
landinu, sem heyrir undir verkefnasvið
hennar er meðlimur í verkalýðsfélagi og
Alþýðusambandi íslands og langmestur
hluti þessa fólks er samþykkur þeim mark-
miðum samtakanna að þau skuli hafa „for-
ustu i stéttabaráttu og fclagsstarfsemi al-
þýðunnar á íslandi“ eins og segir í lögum
ASÍ.
f margbreytileik hina svokölluðu þróuðu
og menntuðu þjóðfélaga nútímans verða
hin félagslegu verkefni verkalýðsins æ
vandasamari, en mesti vandi hans er þó í
því fólginn að láta ekki villa um fyrir
sér, missa ekki sjónar á hinu einfalda,
láta ekki reykský áróðurs hylja fyrir sér
raunveruleikann, skilja að orsakir ójafn-
aðar eru ekki óskýranlegar. Til hess þurf-
um við að afla okkur þekkingar með námi.
Sú þekking til viðbótar skóla hins daglega
lífs á að gera okkur fært að treysta eigin
dómgreind sem æðsta dómara í hverju
máli. Það er þetta sem við er átt í stefnu-
skrá MFA, þar sem sagt er að hlutverk
þess sé „að auka þroska einstaklingsins,
sjálfstraust, vilja og þrek til þess að gera
hann hæfari í baráttunni fyrir hagsmunum
og frelsi alþýðunnar".
Með öflugum félagsmálaskóla og mark-
vísu fræðslustarfi, þar sem skilningur og
þekking er aflvaki baráttunnar fyrir hags-
munum og jafnrétti alþýðunnar, höfum við
möguleika til þess á næstu árum og ára-
tugum að eignast liðsmannasafn, sem fært
verður um að beina brautina og halda á
Ijóskerinu í starfi íslensku verkalýðsfélag-
anna. Ég vona að þessi okkar fyrsta önn
megi takast með þeim hætti, að við förum
héðan bjartsýn og reif til starfa að hálfum
mánuði liðnum.“
SETNINGIN:
Við setninguna voru ýmsir gestir.
Þar á meðal Gunnar Thoroddsen fé-
lagsmálaráðherra og Hannibal Valdi-
marsson fyrrv. forseti ASÍ. Fluttu þeir
skólanum ávörp og árnaðaróskir.
Bolli B. Thoroddsen hagræðingur ASl
gerði grein fyrir námsefni og tilhögun
námsins, en hann var ráðinn náms-
stjóri skólans. Þá flutti Björn Jónsson
forseti Alþýðusambandsins ræðu og
afhenti Stefáni Ögmundssyni húsnæð-
ið til afnota fyrir skólann. I ræðu sinni
við þetta tækifæri sagði Björn m. a.:
„Það ber íslenskri verkalýðshreyfingu
gott vitni um dómgreind og skilning, að á
siðustu áratugum hafa kröfurnar innan
hreyfingarinnar um stóraukið fræðslustarf
risið æ hærra og einnig vaxandi gagnrýni
Matráðskonurnar Erla Eiríksdóttir
og Anna Sigurðardóttir.
á forystu hennar fyrir að hafa ekki sinnt
þeim málum sem skyldi. En þrátt fyrir
þessa réttmætu gagnrýni ber þó hiklaust að
geta þess og meta, sem gert hefur verið.
Stofnun Menningar- og fræðslusambands
alþýðu og starfsemi þess á sviði útgáfu og
námskeiðahalds hefur reynst stórt spor í
rétta átt og undirstaða og nauðsynlegur
undanfari þess sögulega atburðar, sem á
þessari stundu er að gerast: að formlegt
skólahald Félagsmálaskóla alþýðu er að
hefjast.
Ég mun ekki hér eða nú rekja meira en
tveggja áratuga forsögu þessarar skóla-
stofnunar, en minni aðeins á þann þátt
hennar, þar sem barátta Hannibals Valdi-
marssonar fyrrverandi forseta ASÍ og fleiri
forystu- og stuðningsmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar á alþingi og utan, fyrir
því að slíkur skóli yrði felldur, a. m. k.
fjárhagslega inn í hið almenna menntunar-
kerfi þjóðarinnar og að hlutverk og mikil-
vægi hans yrði þar með metið til jafns við
aðra skólastarfsemi í landinu. Þessi viður-
kenning hefur enn ekki fengist og á
kannski langt í land að svo verði, en bar-
áttan fyrir henni, og vonbrigðin í sambandi
við hana. hefur verið verkalýðshreyfing-
unni allri holl lexía um það að treysta
fremur á eigið framtak en á opinbera for-
sjá. Ég er þess þó fullviss, að sú viður-
kenning á eftir að nást fram þótt síðar
verði, en vonin um það má þó aldrei
stuðla að því að verkalýðshreyfingin sleppi
hendi sinni af því að móta sjálf starfsem-
ina á öllum sviðum og halda henni óháðri
hvers konar yfirstjórn ríkisvaldsins, að ég
ekki tali um atvinnurekenda, eins og til-
lögur hafa verið uppi um. Séð frá því
sjónarhorni ber því ef til vill ekki að
harma það, að heildarsamtök verkalýðs-
hreyfingarinnar bera ein veg og vanda af
stofnun skólans og fyrstu sporum, sem
starfsemi hans stígur nú í nánustu framtíð.
Þá ber sérstaklega að fagna því, þótt
ekki geti verið hér um að ræða í upphafi
launað kennaralið, að sá hópur leiðbein-
enda, sem kemur hér á fyrstu önn skólans
ber ekki vott um nein vanefni þótt fjár-
munir séu af skornum skammti. Kemur
hér bæði til drengileg aðstoð sérfróðra og
valinkunnra velunnara samtakanna á ýms-
um sviðum og einnig að starfslið og for-
VINNAN 9