Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 12
BRÉFASKÓLI KYNNTUR
tilbúin í haust. Þá mun fólk eiga kost
á að læra ítölsku, frönsku og rússn-
esku á sama hátt, nema íslenska skýr-
ingartextann vantar ennþá. Þessi
tungumálanámskeið eru útbúin þann-
ig að fólk fær bækur og snældur (kass-
ettur), svo að það bæði les og hlustar.
Þá býður skólinn upp á sænskt tungu-
málanámskeið, sem hefur verið ís-
lenskað. Þetta námskeið var upphaf-
lega útbúið af sænska ríkisútvarpinu
í samvinnu við Sænska Bréfaskólann.
Námskeiðið, sem nú er tilbúið er fyrri
hluti lengra námskeiðs. Það er einnig
byggt upp á bókum og snældum.
Leitast hefur verið við að aðlaga
hluta námsefnis skólans almennu
gagnfræðaskólanámi, þannig að nem-
endur Bréfaskólans geta beinlínis not-
að það til þess að afla sér réttinda til
áframhaldandi náms. Dönskunámið er
einmitt útfært á þennan hátt. Guðrún
Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokka
Reykjavíkur er að semja leiðbeining-
arrit ásamt texta lesnum á snældum,
þar sem hún styðst við kennslubækur
sínar í dönsku. Gert er ráð fyrir að
þetta námsefni verði tilbúið í haust.
Skólinn reynir sérstaklega að fylgjast
með nemendum, sem stunda þær grein-
ar sem aðlagaðar hafa verið gagn-
fræðaskólastiginu, þannig að þeir geti
ef þeir óska þreytt gagnfræðapróf í
þeim skólum landsnis, þar sem slík
próf eru haldin. Fyrri hluti bókfærslu-
námskeiðs, samið af Þorsteini Magn-
ússyni kennara við Verslunarskólann
er fullkomin bókfærslukennsla, þar
sem höfð er til hliðsjónar kennsla
þessarar greinar í Verslunarskóla og
Samvinnuskóla. Einnig hefur íslenska
málfræðin verið endurbætt, en Ey-
steinn Sigurðsson hefur samið bréf
við málfræði eftir Björn Guðfinnsson.
Samband íslenskra samvinnufélaga
hefur látið útbúa mjög skemmtilegan
bækling sem kallast „Við bætum þjón-
ustuna“ og Bréfaskólinn sér um að
kynna og dreifa. Þessi grein er einkum
hagnýt fyrir verslunarfólk, jafnt í
kaupfélögunum, sem annars staðar.
Geir Geirsson endurskoðandi er að
vinna að handbók í endurskoðun, sem
verður með svipuðu sniði og bækling-
urinn um þjónustuna, sem fyrr var
nefndur.
NÁMSHRINGIR
Sigurður sagðist binda einna mestar
vonir við bréfanám í námshringjum,
en slíkt nám er mjög útbreitt á öðr-
um Norðurlöndum, og feikivinsælt,
enda gefur það marga möguleika til
skemmtilegs og gagnlegs náms. Við
hvert efni er ákveðin bók, sem gefin
hefur verið út á almennum bóka-
markaði, höfð sem grundvallarrit, en
leiðbeiningarrit fylgir, þannig að þátt-
takendur námshringsins eiga auðveld-
ara með að ræða og skiptast á skoð-
unum um efni bókarinnar. Miðað er
við að fundir hópanna séu u. þ. b.
8—10 talsins. Nú er verið að ganga
frá slíkum leiðbeiningarritum við ís-
landsklukkuna eftir Halldór Laxness,
Gísla sögu Súrssonar, auk bókanna
Manneskjan er mesta undrið eftir
Harald Ólafsson og Vistkreppa og
náttúruvernd eftir Hjörleif Guttorms-
son.
I samtali okkar við Sigurð A.
Magnússon kom fram að með tilkomu
bréfa sem hugsuð eru til nota í náms-
hringjum opnast möguleikarnir á því
að fólk með svipuð áhugamál taki sig
saman og læri og ræði áhugamál sín
á mjög hentugan og gagnlegan hátt.
Til að mynda geta vinnufélagar tekið
sig saman og keypt bréf í tungumál-
um eða einhverju því sem snertir
vinnustaðinn, verkalýðshreyfinguna
eða þjóðfélagið allt, auk hinna sígildu
bókmennta okkar eins og fram hefur
komið að fólk á nú kost á. Ástæða er
til þess að vekja sérstaka athygli á
þessum nýju tungumálanámskeiðum,
sem einkar hentugt er fyrir hóp að
kaupa í sameiningu og læra saman.
Það hlýtur að gefa náminu gildi, nám-
ið verður hverjum þátttakanda ódýr-
ara, auk þess sem slík samskipti, t. d.
vinnufélaga sem annarra, eru æskileg
fyrir margra hluta sakir. Hóparnir
eru frjálsir að því hvernig þeir haga
námi sínu, og sömuleiðis einstaklingar
sem kaupa bréf og gerast nemendur
skólans. Mörgum bréfunum fylgja
verkefni, þar sem fólk getur gengið
úr skugga um kunnáttu sína á hvaða
stigi námsins sem er. Eins getur fólk
leitað til skólans ef einhver vandkvæði
koma upp og verður þá leitast við að
leiðbeina því eins og frekast er kostur.
EIGENDUM
SKÓLANS FJÖLGAR
Sigurður sagði að þær skipulags-
breytingar hefðu verið gerðar á skól-
anum að auk SÍS og ASl hefðu BSRB,
Kvenfélagasamband íslands, Far-
manna- og fiskimannasamband Is-
lands og Stéttarsamband bænda gerst
aðilar að skólanum. StS og ASÍ ættu
hvort fyrir sig þrjá menn í stjórn skól-
ans, en hin samböndin einn mann
hvert. Eignaraðildin er í sömu hlut-
föllum. Auk þessara breytinga á
stjórninni er nú einnig 30 manna full-
trúaráð, sem kemur saman einu sinni
á ári. Hlutfallið í ráðinu er það sama
og í stjórninni. Sigurður kvað tilgang-
inn með þessari útvíkkun skólans
vera þann, að með því myndi nást til
fleiri þátttakenda, auk þess sem þessi
samtök gætu haft hönd í bagga með
því námsefni, sem snertir þau sérstak-
lega. Þá er fjárhagsgrundvöllur skól-
ans betur tryggður með aðild svo
margra fjöldasamtaka. Aðildarsam-
tökin greiða til skólans í réttu hlut-
falli við eignaraðild sína.
AÐSETUR
OG STARFSLIÐ
Eins og fram hefur komið hefur
Sigurður A. Magnússon verið ráðinn
skólastjóri Bréfaskólans, en auk hans
starfar við skólann Haraldur Þorvarð-
arson. Skólinn hefur nú aðsetur sitt
að Suðurlandsbraut 32, og þangað get-
ur fólk leitað eða hringt, sem áhuga
hefur á að hefja nám í einhverri af
þeim fjölmörgu greinum sem skólinn
býður upp á, eða vill kynna sér þá
möguleika sem hann hefur upp á að
bjóða.
Sigurður sagði að lokum er við
ræddum við hann að aukið bréfa-
skólanám og annað frjálst nám, ekki
síst ef það væri á grundvelli náms-
hringja, væri spurning um aukið og
12 VINNAN