Vinnan - 01.05.1975, Qupperneq 29
B Kjaramálaráðstefnur ASÍ í ágúst og október 1973 kröfðust skatta-
lækkunar.
B Síðan samið var í febrúar 1974 hafa skattar verið verulega auknir.
B Hækkun viðlagasjóðsgjaldsins var óþörf.
B Viðlagasjóði hefði nægt 1% söluskattur áfram.
B Með þeim lögum, sem nú hafa verið samþykkt er dregið úr skatta-
hækkuninni.
fl Fólk, sem lækkar í tekjum mun njóta þess, að skattheimta takmark-
ast við 2/5 útborgunar.
fl Heildarskattheimta ríkis og sveitarfélaga mun nema 34y2% þjóðar-
framleiðslunnar í ár, en nam 321/2% síðastliðið ár.
SAMNIN GARNIR
OG SKATTAMÁLIN
ÁSMUNDUR
STEFÁNSSON
HAGFRÆÐINGUR
ASl:
AÐDRAGANDI
í samningaviðræðum Aiþýðusam-
bandsins og atvinnurekenda nú í vetur
hafa skattamálin verið rædd og Al-
þýðusambandið og raunar atvinnu-
rekendur einnig átt sérstakar viðræð-
ur um þau mál við fulltrúa ríkisvalds-
ins. Það eru ekki allir á eitt sáttir um
að heppilegt sé að blanda skattamál-
um inn í hinar almennu samningavið-
ræður. Það er þó rétt að minna á, að
verkalýðshreyfingin hefur löngum bar-
ist fyrir ýmsum félagslegmn umbót-
um samhliða baráttunni fyrir hækk-
uðu kaupi. Varðandi skattamálin var
mörkuð skýr stefna í kjaramálaálykt-
un Kjaramálaráðstefnu ASÍ, að Reyk-
holti 27. og 28. ágúst 1973 og settar
fram kröfur um „gagngera breytingu
í skattamálum, sem tryggi verulega
lækkun skatta hjá almennu launafólki,
jafnframt því sem þannig verði stað-
ið að skattlagningu til samfélagsþarfa,
að eignamenn og sjálfstæðir atvinnu-
rekendur greiði skatta í samræmi við
raunverulegar tekjur og eignir“. Á-
herslan á skattamálin er ítrekuð með
sérstakri ályktun um skattamál á
Kjaramálaráðstefnu ASÍ 12. október
1973, þar sem kröfurnar eru settar
fram í 9 liðum, og þess m. a. krafist:
að persónufrádráttur verði hækkaður,
við útborgun launa verði aldrei tekið
meira en % Iaunanna upp í greiðslu
beinna opinberra gjalda, að húsaleiga
verði gerð frádráttarbær, og að hrað-
að verði undirbúningi að því að taka
upp staðgreiðslukerfi skatta.
í samræmi við stefnu kjaramála-
ráðstefnanna voru skattamálin rædd
við stjórnvöld samhliða samningavið-
ræðum við atvinnurekendur veturinn
1973—1974.
Að höfðu samráði við Alþýðusam-
bandið beitti ríkisstjómin sér síðan
fyrir stórfelldri breytingu á skattakerf-
inu. Því fór þó fjarri, að þær breyting-
ar fullnægðu öllum óskum Alþýðu-
sambandsins.
Það var þannig í fullu samræmi við
áður marhaða stefnu, að skattamálin
voru tekin til meðferðar í samninga-
viðræðum nú í vetur.
SKATTAHÆKKANIR FRÁ GERÐ
KJARASAMNINGA I I FHRI AR
1974
Á þeim tíma, sem liðinn er frá gerð
kjarasamninganna í febrúar 1974,
hafa skattar verið mjög auknir.
1. Iimflutningsgjöld af bifreiðum
hafa verið hækkuð tvívegis, þ. e.
í maí 1974 og febrúar 1975. Þess-
ar hækkanir eiga að gefa um 600
m.kr. í ríkiskassann. Þó er rétt
að taka fram, að ýmislegt bendir
til þess að innflutningur bíla
dragist það mikið saman, að því
marki verði ekki náð.
2. Þá hafa þrívegis orðið hækkanir
á áfengi og tóbaki, þ. e. í maí
1974, desember 1974 og febrúar
Shci/ askku n ., w
SkettfcV\«'WtM
fíz<S enu f í'cidrÁtto v'
g^uSlcAfc-tvtr
Skaetv/j//
Ue.íl0u,
VINNAN 25