Vinnan - 01.05.1975, Síða 31

Vinnan - 01.05.1975, Síða 31
greiðast með 30% hærri tekjum. Af- leiðingin er stóraukin skattbyrði. I fjárlögum var að vísu gert ráð fyrir 700 m.kr. lækkun skatta (það var lof- orð, sem ríkisstjórnin gaf samhliða launalögunum í haust), en samtímis voru útsvör hækkuð um 600 m.kr. með því að leyfa ellefta prósentið, og um yfir 300 m.kr. með því að hækka útsvarsfrádráttinn ekki í samræmi við skattvísitölu. DREGIÐ ÚR SK ATT AHÆKKUNINNI Skattbyrði almennings hefur þannig verið mjög þyngd. I viðræðum Al- þýðusambandsins við ríkisstjórnina hefur verið tekið mið af þessum for- sendum og leitast við að fá ríkisvald- ið til þess að draga úr aukningu skatt- byrðarinnar. Ríkisvaldið hefur reynst tregt til þess að ganga til móts við óskir Alþýðusambandsins í þessu efni. Nokkuð hefur þó áunnist. 1 lögum um ráðstafanir í efnahags- málum, er gert ráð fyrir því að lækka beina skatta og óbeina (söluskatt á matvörum og tolla) um 2000 m.kr. frá því sem verið hefði við óbreyttar reglur og 1% álag á útsvar. Þá er í lögunum lagt til, að gerðar verði ýmsar breytingar á skattakerfinu frá því, sem nú er. Efni laganna hefur verið rakið nákvæmlega í fjöl- miðlum og verður það ekki gert hér, en látið nægja að minna á meginatriði. 1 fyrsta lagi er tekinn upp frádráttur í skattinum sjálfum (skattafsláttur) í stað frádráttar í tekjunum, áður en skattur er reiknaður. Slík breyting gagnast fólki með lágar tekjur, því allir fá nú sama frádrátt í krónutölu, en gamta kerfið gaf þeim meira, sem greiddu hátt hlutfall tekna í skatt (20% af 100 þús = 20 þús, og 40% af 100 þús = 40 þús). í öðru lagi eru fjölskyldubætur og frádráttur til skatts vegna barna af- numdar og í staðinn greiddar barna- bætur. Þessi breyting gagnast einnig lágtekjufólki. í þriðja lagi er gert ráð fyrir lækkun söluskatts og tolla á matvælum. Sú lækkun beinna skatta, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, kemur eins og áður sagði lágtekjufólki fyrst og fremst til góða. Sé tekið mið af hjón- um með tvö börn (vísitölufjölskyldan) er útkoman eftirfarandi. Hjón meo tvö börn. Lækkun beinna skatta sem hlutfall tekna árið 1974 (álagsárið). Tekjur árið 1974, þús. kr. 800 1.000 1.200 1.500 lækkun sem hlutfall tekna árið 1974 6% 4% 2% 2% Sé skattalækkunin metin til kaups, verður að taka tillit til þess, að tekjur hafa hækkað frá meðaltali 1974 (hlut- fall af samtímatekjum því lægra en hlutfall af tekjum ársins 1974) og eins þess að skattalækkun gagnast öll, en af kauphækkun fer viss hluti í skatta (hver króna í skattalækkun er ígildi meira en krónu í kauphækkun). Að teknu tilliti til þessara atriða má meta skattalækkunina til jafns við 3— 5% kauphækkun. Lækkun söluskatts og tolla er talin jafngilda 1% og heildarígildi skattalækkana er þannig um 5%. BEIN GREIÐSLA I STAÐ LÆKKUNAR SÖLUSKATTS OG TOLLA Samninganefnd ASÍ fór fram á það, að í stað lækkunar söluskatts og tolla verði hverjum og einum greidd tiltekin upphæð, sem tekin verði upp í skatt- greiðslur, sé um skattgreiðslu að ræða, en greiðist ella út. Þessi afstaða er studd þremur meginrökum. 1. Þó tekjuhátt fólk eyði hlutfallslega minna í matvæli en tekjulágt fólk, er enginn vafi á því, að í krónutölu er eyðslan meiri. Tekjuhá fjölskylda eyðir meira í matvæli í krónum tal- ið en tekjulág fjölskylda af sömu stærð. Þjóðhagsstofnun hefur gert áætlun um matvælaútgjöld vísitölu- fjölskyldunnar (4 manna fjölskylda) eftir tekjuhæð og reiknað út frá þvi, hve söluskattur af matvælum nemi hárri upphæð í hverjum tekju- hópi. Áætlunin styðst, ásamt upp- lýsingum um útgjöld íslensku vísi- tölufjölskyldunnar við upplýsingar um matvælaneyslu hinna ýmsu tekjuhópa í Danmörku, þar sem ís- lenskar upplýsingar um afmarkaða tekjuhópa eru ekki fyrir hendi. Töl- urnar ber því að taka með fyrir- vara en minna má á, að þær vörur, sem eru án efa meginuppistaða í matvælaneyslu láglaunafólks á ís- landi: fiskur, kartöflur og mjólk, eru nú þegar undanþegnar sölu- skatti. Útgjöld til söluskatts af mat- vælum ættu því að aukast hlutfalls- lega meira en útgjöld til matvæla, þegar tekjur hækka. Danskar tölur um aukninguna ættu því frekar að vanmeta hana en hitt. Það skortir upplýsingar um einstaka vöru- flokka, en ástæðulaust virðist að ætla, að mikill munur sé á sam- hengi tekna og neyslu ávaxta og brauðgerðarvöru og samhengi tekna og matvælaneyslu almennt. Þó rík- isstjórnin hafi valið að einskorða skattalækkunina við þessa tvo vöru- flokka, ætti röksemdafærslan því að halda fullu gildi. 2. Almennt má telja vafasamt, að lækkun söluskatts skili sér öll til neytenda. Með því er ekki höfðað til óheiðarleika hjá neinum aðila, heldur minnt á ,að lækkun sölu- skatts gefur svigrúm til verðhækk- unar. Samanburður á áhrifum 640 m.kr. lækkunar söluskatts af matvælum og sömu Iækkunar beinna skatta. — Hjón með 2 börn. Brúttótekjur árið 1974 Lækkun sölu- skatts af mat- vælum Lækkun beinna skatta Mismunur 800 8.400 10.300 1.900 1.200 9.100 10.300 1.200 1.500 9.600 10.300 700 1.750 10.300 10.300 0 Taflan er bein útfærsla á tiilum þjóöhagsstofnunar og hún sýnir að sú leiö, sem samninganefndin vildi fara gcfur láglaunafólki allt að einum fimmta meira cn leið ríkisstjórnarinnar. Varöandi lækkun beinna skatta er miðað við sömu grciðslu til allra: cinstaklingar 3.400 kr., hjón 6.800 kr., barn 1.700 kr. VINNAN 27

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.