Vinnan - 01.05.1975, Síða 33
Böðvar
Steinþórsson
Minning
AFMÆLISFRÉTTIR
Gömul fiskverkunarhús H. B.
á Akranesi.
Böðvar Steinþórsson, bryti,
andaðist 6. janúar sl„ rúmlega
fimmtugur að aldri, en hann
fæddist á Akureyri 22. febrúar
1922 og fluttist til Reykjavíkur
með foreldrum sínum, Steinþóri
Guðmundssyni, kennara og Ingi-
björgu Benediktsdóttur, skáld-
konu, árið 1933.
Böðvar lét félagsmál mjög til
sín taka og mátti segja að fé-
lagshyggja ætti hug hans allan.
Var Böðvar einn af helstu for-
ustumönnum stéttarbræðra sinna
og formaður Félags matreiðslu-
manna og Sambands matreiðslu-
og framreiðslumanna, auk þess
gegndi hann margháttuöum
trúnaðarstörfum í verkalýðs-
hreyfingunni, átti sæti á Alþýðu-
sambandsþingum, var formaður
skólanefndar Matsveina- og veit-
ingaþjónaskóla íslands og lét
málefni skólans mjög til sín
taka. Árið 1959 gerðist Böðvar
bryti hjá Skipaútgerð ríkisins og
vann þar til hinstu stundar.
Hann var fljótlega kjörinn for-
maður Fólags bryta og átti jafn-
framt sæti í stjórn Farmanna-
og fiskimannasambands íslands.
Með Böðvari er genginn einn
mesti félagshyggjumaður um
miðbik aldarinnar.
Verkalýðs-
félag
Akraness 50 ára
Hinn 14. október á síðastliðnu ári
voru liðin 50 ár frá því Verkalýðsfé-
lag Alcraness hóf göngu sína. I veg-
legu afmælisriti, sem félagið hefur
gefið út í tilefni þessara tímamóta er
grein eftir Guðmund Kr. Ólafsson,
einn af stofnendunum. Um stofnun
félagsins segir Guðmundur m.a.: „Það
var fimmtudaginn 9. okt. 1924, að
allmargir sjómenn og verkamenn og
ein kona, komu saman til fundar í
Báruhúsinu á Akranesi, í þeim til-
gangi að vinna að undirbúningi að
stofnun verkalýðsfélags á Akranesi.
Það fólk sem hér var samankomið,
var hert í miskunnarlausri baráttu fyr-
ir lífshagsmunum sínum og heimila
sinna. Þetta voru menn, sem sóttu sjó-
inn á litlum vélbátum og sumir á opn-
um árabátum, af miklu kappi, —-
verkamenn sem báru kol og salt á
bakinu og hrærðu steypu með hand-
afli daginn út og daginn inn, og kona
sú, sem getið er í fundargerðinni, vann
við fiskþvott, en slíkt starf var að
mestu unnið í óupphituðu húsnæði, og
stundum undir beru lofti, og kom fyr-
ir að brjóta þurfti ís af þvottakörun-
um áður en fiskþvottur gæti hafist.“
Síðan rekur Guðmundur í greininni
umræður á þessum fundi og hverjir
hafi þar tekið til máls, en fundinum
lauk með því að boðað var til fram-
haldsfundar 14. okt., sem síðan hefur
verið talinn með réttu stofndagur
Verkalýðsfélags Akraness. Stofnendur
munu hafa verið alls 108 að tölu.
Fyrsti formaður var kjörinn Sæmund-
ur Friðriksson.
VINNAN 29