Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 7
sett fyrir árið 1985. Þegar það liggur
ljóst fyrir munu sjómenn ráða ráðum
sínum, og það er alveg ljóst að þeir
munu ekki standa aðgerðarlausir varð-
andi kröfugerð um næstu áramót.
Guðmundur Þ Jónsson, formaður
Landssambands iðnverkafólks:
Kröfugerð liggur fyrir af hálfu lands-
sambandsins og er hún til umræðu hjá
félögunum. Við reiknum með að fara
fram á viðræður við vinnuveitendur
einhvern næstu daga.
Kröfur okkar eru í svipuðum anda og
kröfur verkamannasambandsins, við
förum fram á ýmsar flokkatilfærslur og
launahækkanir. Við höfum allan tím-
ann mikla samvinnu við verkamanna-
sambandið og upplýsingarstreymið þar
á milli er stöðugt- enda erum við nánast
að semja fyrir sama fólkið.
Magnús Geirsson, formaður
Rafiðnaðarsambands íslands:
Samningum hefur verið sagt upp fyrir
90 prósent félagsmanna Rafiðnaðar-
sambandsins. Við höfum enn ekki
gengið frá kröfugerð okkar en við
vonumst til að hefja samningaviðræður
mjög fljótlega.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambands ísl.
Fyrst og fremst viljum við afnema þetta
tvöfalda launakerfi sem býður upp á
skerta yfirvinnu, skerta aldurshækkun
— eða með öllu afnumda - og skerðingu
á bónusfólki.
Sambandið logar af reiði yfir þessu
ástandi. Okkur duga engin sjö prósent
- við höfum auk þess skömm á prósent-
um, það er komið nóg af þeim. Við
viljum fá 14.000 á lágmarkstaxta. í dag
eru átta og hálfur til níu taxtar hjá
okkur undir tekjutryggingu. Taxta fyrir
neðan dagvinnutrygginguna verður að
afnema.
Fólk á þessum töxtum fer með mun
verri hlut frá borði.
Flest okkar félög sögðu því upp
launaliðum samninganna og viðræður
standa nú yfir við Vinnuveitendasam-
bandið. Þær eru komnar sæmilega á
stað en það er engu hægt að spá um
útkomuna.
Bensínverð lágt í Svíþjóð:
Mikið
verðstríð
í allt sumar
Meðan samkeppni íslensku
olíufélaganna birtist ekki í verð-
stríði heldur byggingu bensínaf-
greiðslustaða með tilheyrandi
flottheitum, þá hefur geisað hart
verðstríð í Svíþjóð í sumar.
Bensínverð í Svíþjóð var áður
en verðstríðið hófst með því
lægsta í Evrópu, milli 15 og 16
krónur ísl. fyrir lágoktan bensín.
Bensínstríðið hófst með því að lítið
olíufélag að meirihluta í bandarískri
eigu, ARA-JET, lækkaði bensínverðið
um 30 aura á líterinn í júlíbyrjun.
Félagið taldi sig geta gert þetta, þar
sem það rekur mannlausar bensínaf-
greiðslustöðvar. önnur olíufélög
brugðust við samkeppninni á þann hátt
að gefa út margskonar afsláttarkort,
sem þýddu í reynd lægra verð en ARA-
JET bauð. Þá lækkaði ARA-JET lítr-
ann í tæpar 13 krónur á lágoktan bens-
íni og enn lækkuðu keppinautarnir sig.
Þetta gekk svo langt að nokkrum sinn-
um fór verðið niður fyrir 12 krónur.
Nú voru öll olíufélögin farin að tapa
á viðskiptunum og þá hófust sátta-
umleitanir og leit út fyrir að nú um
mánaðamótin júlí/ágúst myndu félögin
á ný sættast á „fast“ verð sem kemur til
með að vera ca. kr. 14.80.
Olíu- og bensínmarkaðurinn í Sví-
þjóð hefur dregist saman undanfarin
ár. Samdrátturinn er mestur á olíu til
kyndingar og þessvegna hefur sam-
keppnin harðnað í sölu bílabensíns.
Þrjú olíufélög hafa hætt rekstri í Svf-
þjóð á síðustu árum og talið er að BP í
Svíþjóð sé næst úr leik. Tvö norsk olíu-
félög og eitt finnskt hafa áhuga á að
komast inn á sænska markaðinn og þau
hafa fylgst með þessu verðstríði af
miklum áhuga. (Heimild Aften-
posten).
VINNAN 7