Vinnan - 01.11.1984, Síða 8
s
Formannafundur VMSI:
Lagfæringar á töxtum
og hækkun lægsta taxta
í 14.000 krónur
Tekjur fólks, sem vinnur við launahvetjandi
kerfi, hafa raskast mikið
Á formannafundi Verkamanna-
sambands íslands sem haldinn
var 19. júní var samþykkt eftir-
farandi ályktun um kjaramál:
1. Formannafundur samþykkir
að skora á öll félög innan
Verkamannasambands ís-
lands að segja upp launalið-
um gildandi kjarasamninga
fyrir 1. ágúst n.k., þannig að
þeir verði lausir 1. september
n.k.
2. Kröfugerð
a) Lægsti taxti verði kr.
14.000,- á mánuði
b) Taxtakerfi VMSÍ verði
endurskoðað þar sem fullt
tillit verði tekið til vinnuálags
og starfsaldurs.
c) Reiknitölur fylgi töxtum.
3. Verkamannasambandið mun
í komandi kjarasamningum
taka fullt tillit til raunhæfra
verðlækkana sem kjarabóta.
Greinargerð:
Óviðunandi verður að teljast að samn-
ingsbundnir taxtar séu allt niður í röskar
10.500 kr. á mánuði, þegar dagvinnutekju-
trygginger 12.913 krónur. Þetta veldur því-
líkri röskun á t.d. yfirvinnuálagi, að álag í
eftirvinnu í 10. flokki er aðeins 20% miðað
við dagvinnu, í stað 40% sem gert er ráð
fyrir í samningum.
Alvarleg hætta er á að slíkt ástand verði
varanlegt ef ekki eru gerðar ganráðstafanir.
Nægir þar að benda á reynsluna af samn-
ingunum 1968, en þá var eingöngu samið
um hækkun og vísitöluálag á dagvinnu.
Þetta átti að verða tímabundið samkomu-
lag. Yfirvinnuálag fór þá úr 60% niður í
40% og næturvinnuálag úr 100% niður í
80%. Þetta hlutfall hefur haldist síðan og
ekki tekist að breyta því, þótt upphaflega
hafi það aðeins átt að gilda eitt ár.
Óeðlilegt hlýtur einnig að teljast, að taxtar
fyrir bónus og önnur kaupaukakerfi, sem
miðaðir voru við gildandi dagvinnukaup,
skuli nú miðaðir við taxta sem liggur Iangt
fyrir neðan gildandi tekjutryggingu.
Astand þetta hefur raskað mjög tekjuni
fólks sem vinnur við launahvetjandi kerfi,
t.d. fiskvinnslufólks, þar sem bónusvinna er
miðuð við 9. taxta eftir 1 ár. Sá taxti er
62.22 kr. á tímann en dagvinnutekjutrygg-
ingin er 74,50.
Þá hefur þetta leitt til þess að aldurshækk-
anir hafa í raun fallið niður, þar sem enginn
af töxtum VMSÍ nær dagvinnutekjutrygg-
ingu. Þannir eru byrjendur í starfi og fólk
sem unnið hefur 10 ár á sama kaupi, þótt
almennir samningar geri ráð fyrir að eftir 6
ár sé aldurshækkun 12,5%, miðað við byrj-
endataxta.
Samningar ASÍ og VSÍ 21. febrúar sl.
miðuðust við að kaupmáttur 4. ársfjórðungs
1983 héldist óskertur út samningstímabilið.
Ríkisstjórnin tók í raun ábyrgð á samning-
unum með þáttöku í samningsgerðinni. Nú
liggur fyrir að kaupmáttur er í dag minni en
gert var ráð fyrir 21. febrúar sl. Þá er ekki
reiknað með neinum óvæntum aðgerðum
eða hækkunum, svo sem olíuverðshækk-
unum eða öðrum slíkum, sem þó liggja í
loftinu.
Ef verkalýðsfélögin ætla að sækja eitt-
hvað af þeim kjaraskerðingum sem áttu sér
stað á síðasta ári, og endurheimta þannig
eitthvað af fyrra kaupmætti, þarf 8,3%
kauphækkun til að ná 3. ársfj, 1983, til að ná
kaupmætti 2. ársfj. þarf 17,6% hækkun og
til að ná kaupmætti 1. ársfj. 1983 þarf
26,7% kauphækkun.
Og til að ná meðaltalskaupmætti ársins
þarf 15,1% kauphækkun 1. september nk.
Framh. á nœstu síðu
Á afmælisfundi Verkamannasambands íslands voru nokkrir eldri for-
ystumenn og starfsmenn heiðraðir. Karl Steinar Guðnason, varafor-
maður VMSÍ, afhenti þeim fána sambandsins með hinu nýja merki.
Talið frá vinstri: Andrés Guðbrandsson, Hermann Guðmundsson,
Björn Jónsson, Ragnar Guðleifsson, Kristín Guðmundsdóttir, Þórunn
Valdimarsdóttir og Ingveldur S. Guðmundsdóttir.
8 VINNAN