Vinnan - 01.11.1984, Page 11

Vinnan - 01.11.1984, Page 11
,,Eina vopnið“ Eftirfarandi tillaga frá kjaramálanefnd var samþykkt: „11. þing SBM lýsir andúð sinni á ný- samþykktum lögum frá Alþingi, sem svipti einn hóp launamanna verkfalls- rétti. Þingið telur að verkfallsréttur sé í raun einasta vopnið sem launafólk hef- ur þegar til átaka kemur, og er því laga- setningin árás á grundvallarréttindi launafólks.“ Guðmundur Ómar Guðmundsson ræðir málin við Benedikt Davíðsson. Stjórn SBM I aðalstjórn Sambands bygginga- manna fyrir næsta kjörtímabil eru eftirtaldir: Formadur. Benedikt Davíðsson, Varaformaður: Grétar Þorleifsson, Grétar Þorsteinsson, Hallgrímur G. Magnússon, Karl G. Magnússon, Halldór Höskuldsson og Guðmundur Ómar Guðmundsson. Á þinginu var samþykkt tillaga þess efnis að lýsa yt'ir andstyggð á vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna og öllum tilraunum þeirra og annarra til kúgunar á þjóðum og þjóðar- brotum hvar sem er í heiminum. Þingið lýsti jafnframt yfir stuðningi við hugmyndina um kjarorkuvopnalaus Norðurlönd, og þær hreyfingar sem vinna að friði og afvopnun. I áliti fræðslunefndar kom fram að Fræðslu- miðstöð ætti að einbeita sér að fræðslu um vinnuvernd. Frá ll.þingi SBM Húsgagnasmiðir rýna í skjölin. Fræðsluþættir og atvinnumálanefndir í ályktunum atvinnumálanefndar segir m.a.: 11. þing SBM lýsir stuðningi við hugmyndir um það að koma á föst- um fræðsluþáttum í útvarpi um fag- Ieg efni og eins hagsmunamál í byggingar- og tréiðnaði, í samvinnu við aðila í starfsgreinum í þessum atvinnugreinum. 1 1. þing SBM telur nauðsynlegt að sambandið hafi forystu um að koma á endurbótum í neytendamálum í byggingar- og tréiðnaði. Leitað verði samvinnu m.a. við þá aðila, sem atvinnumálanefnd hefur haft samstarf við undanfarna mánuði. í því sambandi er nauðsynlegt að efla bæði trétæknideild iðntæknistofn- unar og Rannsóknarstofu bygging- ariðnaðarins. 11. þing SBM áréttar að öll vinna að atvinnumálum er hluti af kjarabar- áttunni, þegar til lengri tíma er litið. Því telur þingið nauðsynlegt að fé- lögin komi sér upp atvinnumála- nefndum, sem hafi það að verkefni að fylgjast með atvinnumálum heima í héraði og skapa tengsl við starfsemi sambandsins á þessu sviði. S.J. Framsókn 70 ára Verkakvennafélagið Framsókn verður sjötíu ára 25. október n.k. í tilefni afmælisins verður gefið út afmælisrit, en fréttnæmara er að félagið hefur keypt fokhelt húsnæði í hinu myndar- lega húsi sem Sókn er að byggja við Skipholtið. Fyrsta önn í okt. Félagsmálaskóli Alþýðu hefst um miðjan október í Ölfusborgum. Byrjað verður með fyrstu önn. Nánari upplýs- ingar um skólann munu birtast í næsta blaði, einnig eru veittar upplýsingar hjá MFA. Umsóknir á að senda til við- komandi verkalýðsfélags. VINNAN 11

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.