Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 5
Dagsbrúnarmenn
samþykktu naumlega
Bíóborgin var því sem næst troðfull mánudaginn 27. febrúar þegar nýgerðir kjarasamningar voru lagðir
fyrir félagsfund Dagsbrúnar. Háværar raddir voru uppi um aðfella bæri samningana. Við skriflega
atkvœðagreiðslu voru þeir þó samþykktir, naumlega.
Talsvert háværar raddir
kröföust þess á fundi
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í Borgarbíói
mánudaginn 27. febrúar
aö nýgerðir kjarasamning-
ar yröu felldir. Formaður
félagsins, Guömundur J.
Guðmundsson, lagöi til að
þeir yrðu samþykktir þótt
þeir væru ekki eins góöir
og menn hefðu vænst.
Fimm af sex Dagsbrúnar-
mönnum sem tóku til máls á
fundinum kröfðust þess að þeir
yrðu felldir. Sá sjötti taldi samn-
ingana slæma en vildi hvorki
hvetja menn né letja til að fella
þá.
Þegar skrifleg atkvæða-
greiðsla hafði farið fram lá nið-
urstaðan fyrir: 583 höfðu greitt
atkvæði. 290 vildu samþykkja
samningana, 252 fella þá, auðir
seðlar voru 16 en 21 ógildur. Þar
með var ljóst að ekki kæmi til
verkfalls Dagsbrúnarmanna sem
hefði hafist á miðnætti.
— Við höfum oft gert verri
samninga en þennan og við höf-
um líka oft gert betri samninga
en staðið síðan frammi fyrir því
að öll kauphækkunin hafi verið
tekin aftur, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar, á fundinum og brýndi
sína menn til að vera vakandi
fyrir samningnum og fylgja hon-
urn eftir.
Sigurður Bessason, starfs-
maður Dagsbrúnar, fór yfir
sjálfa kjarasamningana og sér-
kjarasamninga Dagsbrúnar þar
sem meðal annars kom fram að
laun hækka frá tíu upp í 20 pró-
sent, byggingamenn mest.
Formaðurinn skýrði ýmis
mikilvæg atriði sem fram koma í
yfirlýsingu ríkisstjómarinnar og
lagði áherslu á að ýmislegt í yf-
irlýsingunni væri býsna merki-
legt. Þar nefndi hann fyrst breyt-
ingar á lánskjaravísitölunni sem
hann taldi gríðarlega rnikils virði
gagnvart skuldum launafólks.
— Þetta kostaði geysimikil
átök bak við tjöldin en þessi
breyting er gífurlega mikils
virði, sagði formaður Dagsbrún-
ar.
Afnám tvísköttunar lífeyris-
greiðslna taldi hann einnig mik-
ils virði. í því efni sagðist hann
raunar heldur hafa viljað sjá
beina hækkun á persónuafslætt-
inum en einfaldlega orðið undir
og hann tók fram að fulltrúar Al-
þýðusambandsins hefðu sérstak-
lega sótt það, með ofurþunga, að
þessi leið yrði farin.
Stjórnarmaöur vildi
ekki semja
Guðmundur sagðist einnig
telja það mikilvægt sent náðist
fram; að eingreiðslur kæmu á
greiðslur frá almannatrygging-
um í samræmi við eingreiðslur í
kjarasamningum og að komið
hefði verið í veg fyrir að greiðsl-
ur til atvinnulausra og ellilífeyr-
isþega yrðu skertar, sem fyrir-
hugað hefði verið.
Þá nefndi hann fyrirheit um
baráttu gegn skattsvikum, sem
þegar væri raunar hafin, og þótt
hann væri ekki mikið gefinn fyr-
ir að hrópa húrra fyrir Friðriki
Sophussyni fjármálaráðherra
ætti hann heiður skilinn fyrir það
sem gert hefði verið í þeim efn-
um í fjármálaráðuneytinu í hans
tíð.
Fram kom á fundinum að
Sigurður Rúnar Magnússon,
stjómarmaður í Dagsbrún, lagð-
ist gegn því að félagið gengi til
samninga. Hann sagðist telja þá
samninga sem undirritaður voru
uppgjafarsamninga og að Flóa-
bandalagið hefði reynst vera
„tannlaust pappírstígirsdýr" þeg-
ar á reyndi. Bent var á að farið
hefði verið fram á tíu þúsund
króna hækkun en niðurstaðan
orðið 6400 krónur fyrir hina
lægst launuðu í tveimur áföng-
um á nær tveimur árum. Menn
töldu það vera svik Dagsbrúnar-
forystunnar að hvetja til þess að
verkfallsboðun yrði samþykkt en
skrifa síðan undir þessa samn-
inga. Eða var ekki sagt þá að
Dagsbrún væri sterk? var spurt.
Guðmundur J. svaraði á þá
lund að félögin í Keflavík og
Hafnarfirði hefðu samþykkt
samningana og Dagsbrún stæði
því ein eftir. Þess vegna yrði
staða félagsins rnjög erfið í verk-
falli. En hann bað andstæðinga
samninganna þess að kysu þeir
verkfall skyldu þeir ekki ljúga
því að félögum sínum að það
yrði stutt.
- Þegar sagt er að við höfurn
gengið að öllu vil ég leggja á-
herslu á að fyrst buðu atvinnu-
rekendur tvö þúsund króna
hækkun, síðan 2200, þá 2500 og
síðan 2700 krónur og loks þús-
und krónur í viðbót fyrir þá
lægst launuðu. Þeir ætluðu að
bjóða 1,5% um næstu áramót en
hækkuðu sig síðan í tvö prósent,
sem endaði í 2700 krónum, sem
eru þrjú prósent. Það var því
slegist í Karphúsinu, sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson á
Dagsbrúnarfundinum.
Hann sagði að sem formaður
félagsins hefði hann orðið að
meta stöðuna eins og skákmað-
ur, leggja á hana kalt mat. í við-
ræðunum hefði hann reynt að fá
fram hvaða félög væru reiðubúin
að fylgja eftir meiri kröfum með
verkfalli. í ljós hefði komið að
Dagsbrún væri ein tilbúin.
- Aðrir þögðu og horfðu ým-
ist niður í gólfið eða rnilli fóta
sér. Verkalýðshreyfingin er veik,
hún verður að fara að athuga
sinn gang, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar.
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS
5