Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 8
Áhrif nýgerðra kjarasamninga
Hækkun ráðstöfunartekna mismunandi tekjuhópa
Skattalækkun breytir
litlu um kjarajöfnun
Á myndinni sem hér fylgir
eru sýnd áhrif kjarasamn-
inganna á ráðstöfunar-
tekjur á komandi samn-
ingstíma. í þessum reikn-
ingum er gengið út frá því
að þeir sem hafa meira
en 90 þúsund króna mán-
aðartekjur fái 3% hækkun
í janúar 1996 og jafnframt
er reiknað með heildar-
áhrifum lækkunar á skatt-
lagningu lífeyristekna þó
svo að seinasta áfangan-
um verði ekki náð fyrr en
á miðju ári 1997.
Kjarbótum á samningstím-
anum má skipta í tvennt. I
fyrsta lagi er hækkun kauptaxta
sem miðast fyrst og fremst við
að hækka lægstu launin meira
en hin hærri. Lægri laun hækka
hlutfallslega meira en hærri
laun og í krónutölu hækka þau
meira en laun allt að 120 þús-
undum. Hærri laun hækka um
fleiri krónur en lægstu launin.
Með því að hækka lægstu
kauptaxtana hlutfallslega mest
næst meiri tekjujöfnun en ef
persónuafsláttur hefði verið
hækkaður eða skatthlutfall
lækkað. Slíkar aðgerðir ná ekki
til launa undir skattleysismörk-
um.
I öðru lagi fékkst fram að
fella skuli niður að öllu leyti
skattlagningu á 4% framlagi
launþega í lífeyrissjóði. Þar til
staðgreiðsla skatta var tekin
upp árið 1988 voru greiðslur í
lífeyrissjóði skattfrjálsar en
með skattlagningu þeirra var
tekin upp tvísköttun á lífeyris-
greiðslum. Frá þeim tíma hefur
Alþýðusambandið barist fyrir
því að fá þessa tvísköttun
afnumda. Þar sem lífeyris-
greiðslur eru hlutfall af launum
verður skattleysi þeirra ekki til
að jafna tekjur. Vegna þess að
skatthlutfallið er hærra af hærri
tekjum en þeim lægri hækka
hærri ráðstöfunartekjur hlut-
fallslega aðeins meira en lægri
tekjur við þessa aðgerð. Aftur á
móti lækka skattar á lægri tekj-
um hlutfallslega meira en á
þeim hærri.
Eins og kemur fram á með-
fylgjandi mynd leiða kjara-
samningarnir til verulegrar
kjarajöfnunar og breyta áhrif
skattalækkunarinnar litlu um
það. Aftur á móti hækkar
skattalækkunin ráðstöfunartekj-
ur, sem leiðir til þess að kaup-
máttur hæstu ráðstöfunartekna
eykst lítillega á tímabilinu.
Lægstu ráðstöfunartekjur
hækka um 14,5%, tekjur um
skattleysismörk um 10%, 80
þúsundin um 9%, 90 þúsundin
um 8% og síðan 300 þúsundin
um 6,8%. Ætla má að verð-
bólgan verði um 5,3% á um-
ræddu tímabili svo lægstu ráð-
stöfunartekjur hækka um 9% á
tímabilinu en hæstu ráðstöfun-
artekjumar um 1%.
Eftir Guðmund
Gylfa Guðmundsson,
hagfræðing ASI
8
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS