Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 24
ASÍ með dagpeningadeilur fyrir dóm:
Heimatilbúnar reglur
skattstjóra hæpin lagastoð
Alþýðusambandið hyggst láta á það reyna fyrir dóm-
stólum hvort reglur ríkisskattstjóra um leyfilegan
skattafrádrátt frá dagpeningagreiðslum standast gild-
andi lög. Tilefnið er að undanfarin misseri hefur borið á
vaxandi óánægju meðal launamanna sem hafa lent í
útistöðum við skattyfirvöld vegna óvissu um það
hvaða greiðslum, sem þeir fá vegna kostnaðar sem
þeir hafa af því að rækja starf sitt, er heimilt að halda
utan staðgreiðslu. Þetta á við um dagpeninga, fæðis-
peninga, bílastyrk og endurgreiðslur ferðakostnaðar.
Halldóri Grönvold, skrif-
stofustjóra ASI, og Astráði Har-
aldssyni, lögfræðingi ASI, var
falið að fara ofan í saumana á
þessurn ágreiningi við skattyfir-
völd. Niðurstaða þeirra er sú að
við skattlagningu reglubundinna
ferða á vegum atvinnurekanda
noti ríkisskattstjóri heimatilbúna
reglu og lagastoð hennar sé hæp-
in, efni hennar virðist óljóst og
framkvæmd hennar tilviljana-
kennd. Af þessu leiði óþolandi
réttaróvissa og brot á jafnræðis-
reglu sem ekki verði við unað og
rétt sé að láta reyna á ágreining-
inn fyrir dómstólum.
A vettvangi ASI hafa verið til
skoðunar sex mál þar sem deilt
hefur verið um það við skatt-
stjóra hvort dagpeningar vegna
ferða í þágu atvinnurekanda
skuli vera undanþegnir stað-
greiðslu skatta eða ekki. Fimm
málanna eru vegna atvinnu-
bílstjóra, þar
af eru þrír vörubflstjórar, rútubfl-
stjóri og mjólkurbílstjóri. Þá
höfðaði verkamaður hjá Pósti og
síma á Egilsstöðum mál gegn
ríkinu. Dómur var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
réttu ári og féll verkamanninum í
vil. Yfirvöld ákváðu að sætta sig
við niðurstöðuna og áfrýja ekki
dómnurn. Síðan hefur komið ljós
að skattyfirvöld hafa aðeins að
takmörkuðu leyti tekið tillit til
dómsins við framkvæmd skatta-
laganna, hvað varðar greiðslur
dagpeninga. (Frá þessu var sagt í
1. tbl. Vinnunnar 1994 en dóms-
niðurstöður birtust í 3. tbl. 1994.)
Þetta mál snerist um dagpen-
ingagreiðslur vegna ferða sem
téður verkamaður fór í þágu at-
vinnurekandans víðs vegar um
Austurland en aðal starfsstöð
hans var á Egilsstöðum. Skatt-
stjóri Austurlands féllst ekki á að
dagpeningamir féllu
undir undanþáguá-
kvæði 30. greinar
skattalaganna og
heimilaði ekki að
þeir skyldu und-
anþegnir skatti.
Rök skattstjór-
ans vom þau að
allt Austur-
landsumdæmi
væri starfsstöð
verkamanns-
ins og því
gilti einu
hvort hann
sinnti starfinu á Egilsstöðum eða
Fagurhólsmýri. Héraðsdómur
taldi hins vegar að niðurstaðan í
þessu máli gæti ekki ráðist af
skilgreiningu á vinnustað stefn-
anda. Það leiddi óhjákvæmilega
til þeirrar óréttlátu niðurstöðu að
greiða þyrfti skatta af greiðslum
sem ætlaðar væru til að mæta
kostnaði vegna starfa fjarri
heimili og aðal starfsstöð. Af því
leiddi einnig að væri allt landið
umdæmi starfsmanns ætti hann
ekki rétt á frádrætti frá útgjöld-
um vegna ferða um landið í þágu
atvinnurekanda síns.
„Vegna" ekki hið sama
og „á vegum"?
Mál atvinnubílstjóranna fimm,
sem fyrr vom nefnd, hafa verið í
athugun hjá Alþýðusambandinu
um hríð. í öllum þeim málum
stendur deilan um það hvort unnt
sé, eins og skattstjórar hafa talið,
að afmarka starfsstöð þeirra sem
séu ráðnir til starfa við að aka
um landið þannig að hún sé ekki
í næsta nágrenni við heimili
þeirra, og enda þótt þeir séu
ráðnir til reglubundinna ferða
um landið beri þeim ekki skatta-
frádráttur vegna dagpeninga,
samkvæmt 30. grein skattalaga.
Halldór og Astráður benda á
það í greinargerð sem þeir hafa
tekið saman um málið að ósam-
ræmi sé á milli 30. greinar
skattalaganna og reglugerðar rík-
isskattstjóra. I lögunum sé talað
um ferða- og dvalarkostnað
vegna atvinnurekanda en í reglu-
gerðinni greiðslu launagreiðanda
á ferðakostnaði launamanns á
vegum hans. Þeir telja að „vegna
atvinnurekanda" sé ekki endi-
lega hið sama og „á vegum at-
vinnurekanda", og af þessu
tvenns konar orðalagi leiði
þrengingu á heimild 30. greinar-
innar, sem leiði aftur til þess að
vandséð sé hvort reglugerðin
hafi að þessu leyti lagastoð.
Þá benda þeir á að þeim virð-
ist framkvæmdin í þessum efn-
um eitthvað mismunandi eftir
skattumdæmum, sem sé auðvit-
að óþolandi brot á jafnræðissjón-
armiðum. Þeir segja einnig í
greinargerðinni að skilgreining
skattstjóranna á því hvað sé „á
vegum atvinnurekanda“ sé ekki
alveg klár en megin sjónarmiðið
virðist þó vera að þetta orðalag
gildi ekki um ferðir á vegum at-
vinnurekanda sem launamaður
fer reglubundið og eru hluti af
venjulegum verkskyldum hans.
Það gildi hins vegar um til-
fallandi ferðir, sem séu ekki
reglubundnar, ferðir sem hægt er
að segja að launamaður geti ekki
séð fyrir með löngum fyrirvara.
Slíkar ferðir virðast falla undir
undanþáguákvæði 30. greinar
skattalaganna samkvæmt túlkun
skattstjóra.
Er þjóðvegur 1
vinnustaóur?
I greinargerð sinni taka Astráður
Haraldsson og Halldór Grönvold
dæmi af bflstjóra sem alla jafna
ekur út frá Patreksfirði og spyrja
hvort sanngjamt sé eða eðlilegt
að hann skuli ekki eiga rétt á að
halda utan staðgreiðslu dagpen-
ingum sem hann fær vegna þess
að tvisvar í viku ber honum að
aka með mjólk suður í Búðardal.
Þeir spyrja einnig: Er rétt eða
eðlilegt að líta svo á að bílstjóri
sem keyrir alla vikuna leiðina
Akureyri/Reykjavík/Akureyri
hafi starfsstöð í bílnum eða á
þjóðvegi númer 1 og eigi þar af
leiðandi engan rétt á að halda
dagpeningagreiðslum sínum
utan staðgreiðslu? Og standist
þetta, hvað þá með reglubundna
vöruflutninga milli landa?
24
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS