Vinnan


Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 20
/ _ _| ' | _ |_ _ Ævar Agnarsson,framkvœmdastjóri Meitilsins (t.v.) og Pétur Olgeirsson framleiðslustjóri við nýja, tölvustýrða fiskskurðarvél, eina hina fullkomnustu á landinu. Tölvustýrð fiskvinnsla Meitillinn er næststærsta útgeröarfyrirtækiö á Þor- lákshöfn og sér þaö 100 manns fyrir vinnu. Fyrir- tækiö er í nánu samstarfi viö íslenskar sjávarafuröir og er eitt hið þróaðasta á landinu hvaö vélvæöingu, sjálfvirkni og eftirlit afuröa varöar. - Við borgum ákveðið þróunar- gjald sem rennur til reksturs þró- unarseturs IS og þeir sjá um vöruþróun, sem í sumum tilfell- um verður framhald á, segir Pét- ur Olgeirsson, framkvæmdar- stjóri Meitilsins. — Við erum það hús sem er næst þeim þannig að óhjá- kvæmilega hefur það lent á okk- ur að taka við ýmiss konar til- raunavinnslu. Það er engum blöðum um það að fletta að hún hefur verið arðvænleg, segir Ævar ennfremur. Árið 1992 var fiskvinnsla Meitilsins endurskipulögð. Keypt var ný flæðilína frá Þor- geiri og Ellert og tölvubúnaður frá Marel. Síðan þá hefur verið stanslaus þróun í tækjabúnaði fyrirtækisins. I mars 1994 var keypt tölvustýrt flokkunarkerfi í móttöku sem flokkar allan fisk áður en hann fer inn á vélar. Síðstliðið sumar átti Meitillinn samstarf við Marel um kaup og uppsetningu á tölvustýrðri nið- urskurðarvél og var hún þá ein af tveimur á landinu. Nú er hún hins vegar komin í fleiri fisk- vinnsluhús á landinu að sögn Péturs. - Fiskurinn er afhausaður, flokkaður og ákveðnar stærðir fara inn á réttar vélar. Þannig er fiskinum stýrt í vinnsluleiðir og bitaniðurskurð eftir stærð. Þetta er helsta forsenda þess að við náum að auka afköst og ná- kvæmni í vinnslu sem svo há- markar nýtinguna. Konumar á snyrtilínunni vinna sömu fisk- stærð niður í eina tegund pakkn- ingar á hverjum tíma og það auðveldar bæði gæðaeftirlit og niðurskurð og eykur vinnslu- virði vörunnar, segir Ævar Agn- arsson, framleiðslustjóri Meitils- ins. - Hér vinnum við þorsk, ýsu, ufsa og karfa en annað er sett á markað. Ég sé ekki að það borgi sig að taka inn fleiri tegundir. Það er miklu betra að sérhæfa sig og fullvinna fiskinn meira, segir Ævar. Tækninýjungar á borð við þær sem Meitillinn státar af eru ein leið til að auka aflaverðmæti fisksins. Fiskurinn er skorinn meira niður en áður, þar af leið- andi færður nær neytandanum og fyrir hann fæst hærra verð. - Nýting hefur aukist ár frá ári sem skiptir miklu máli þegar kvótasamdráttur er annars vegar og það á við allar fisktegundir, segir Ævar. Helstu markaðir Meitilsins eru, eins og hjá öðrum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á landinu, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Bretland og fleiri Evrópulönd, en Japansmarkaður skipar sífellt stærri sess. Innan- landsmarkaður vegur lítið í rekstri Meitilisins í samanburði við erlenda markaði. - Stór hluti frosinna fiskbita sem er framreiddur á ríkisspítöl- unum kemur frá okkur. Það sparar mikla fyrirhöfn hve ná- kvæm þyngd fisksins er og nið- urskurður í þessum stóru eldhús- um eins og til dæmis á Landspítalanum. Kvartanir eru fljótar að berast ef eitthvað fer úrskeiðis. Næringarfræðingar og matartæknar verða að geta geng- ið út frá því að hafa 100 gramma stykki í höndunum ef því er lof- að á umbúðunum. Við getum á- byrgst slíka hluti, segir Ævar. Markaðsdreifing frá árinu 1990 er afar athyglisverð hjá fyrirtækinu og endurspeglar hún þau gagngeru umskipti sem átt hafa sér stað í vinnslunni. Árið 1990 voru tæp 90% afurða Meitilsins send á markaði í Evr- ópu og var mikið af aflanum lít- ið eða ekkert unnið. Þremur árum síðar er annað uppi á ten- ingnum því þá fara rúm 80% aflans á Bandaríkjamarkað, stór hluti í formi fullunnins fisks í neytendapakkningum. Þorskur- inn fer enn að mestum hluta til Bandaríkjanna og karfinn að mestu til Evrópu. I bígerð er að fara af stað með brauðunarvinnslu hjá fyrir- tækinu í mars og er það afleið- ing af samstarfsverkefni ís- lenskra sjávarafurða og Meitils- ins. — Við verðum svo sem ekki samkeppnisfærir miðað við stærstu verksmiðjumar úti enda verður þessi framleiðsla á öðr- um forsendum, segir Ævar. - Brauðunarvinnslan byggist á smásamningum sem gerðir hafa verið og við vonumst að sjálfsögðu til að þeir verði fleiri í framtíðinni, en við höfum eng- ar forsendur til að keppa við þessa stóru framleiðendur erlendis. Þessi framleiðsla fer öll til Þýskalands undir vörumerki Islenskra sjávarafurða. 20 VINNAN -TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.