Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 22
Unga fólkið
blómstrar á
hönnunarbraut í
Hafnarfirði
Ný námsbraut viö Iðnskól-
ann í Hafnarfiröi hefur
slegið í gegn hjá unga fólk-
inu. Það flykkist á nýja
tveggja ára hönnunarbraut
skólans og leggur með á-
nægju á sig klukkutíma
strætisvagnaferðir úr Vest-
urbæ Reykjavíkur. Þess
eru dæmi að fólk sem
hætti í menntaskóla eða
fann ekki nám við sitt hæfi
eftir stúdentspróf hefji nám
við þessa braut og sjái
skyndilega nýja og beri
framtíðarmöguleika.
Blómstri við nám í hand-
verki.
- Það er ekki ákvörðun að
fara í menntaskóla. Það er ein-
göngu að fylgja straumnum.
Hins vegar er það ákvörðun að
hefja nám við Iðnskóla, segir Jó-
hannes Einarsson, skólastjóri
Iðnskólans, í samtali við Vinn-
una.
Jóhannes segir að upphaf
þessarar námsbrautar hafi verið
það að farið var að kenna þeim
nemendum út af fyrir sig sem
komust ekki að í lögbundnum
iðngreinum. Þeir fengu kennslu í
trésmíði, jámsmíði og steinaslíp-
un og úr varð þessi hönnunar-
braut. Kennslan hófst árið 1990
og aðsókn óx mjög hratt. Enn
hafa ekki nema tíu nemendur út-
skrifast en nú eru 80 nemendur á
brautinni.
Við fyrmefndu iðngreinamar
þrjár hefur nú bæst plastvinna og
í námsskrá, sem nýlega var
gengið frá, em helstu markmið
með kennslunni:
- að nemendur geti aflað sér hag-
nýtrar og fagurfræðilegrar
þekkingar til hönnunar,
- að gera nemendur hæfa til að
útfæra og þróa nýjar hug-
myndir sem tengjast hand-
verki, listiðnaði og margs
konar iðnaðarframleiðslu,
-að nemendur geti unnið við
framleiðslu úr ýmsu hráefni
og hafi þekkingu á markaði
og vinnubrögðum við að
koma nýjum vörum á fram-
færi,
- að örva hugmyndir og efla
fmmkvæði hjá nemendum til
atvinnuskapandi tækifæra,
- að tryggja nemendum aðstöðu
til leitar og tilrauna á hug-
myndafræðilegum grunni og
að þeir öðlist fæmi og getu til
að koma innsæi og þekkingu
á handverki til framtíðar,
- að nemendur fái haldgóða und-
irstöðuþekkingu sem nýtist í
framhaldsnámi í ýmsum iðn-,
tækni og hönnunargreinum.
Inntökuskilyrði í deildina em
hin sömu og í Iðnskólann sjálf-
an, grunnskólapróf.
— En því er ekki að leyna að
þeir sem hafa stúdentspróf eða
sambærilega menntun þegar þeir
hefja námið standa sig best, segir
Jóhannes skólastjóri.
Nemendumir em hvaðanæva
Ólafur Júlíusson: Markmiðið er
að komast í góðan
hönnunarskóla erlendis og læra
húsgagnahönnun.
Arna Gunnarsdóttir sá að stúdentspróf vœri ekki það sem hún vildi og
ákvað aðfara á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði.
af landinu, flestir þó úr Hafnar-
firði eða um það bil sex af hverj-
um tíu, og kannanir sýna að
flestir þeir sem koma inn á
brautina hafa lokið tveimur ámm
í einhverjum framhaldsskólan-
um.
Þeir fáu sem þegar hafa út-
skrifast úr deildinni hafa farið
víða til framhaldsnáms, meðal
annars til Hollands, Danmerkur
og Bandaríkjanna. Jóhannes seg-
ir að auk hönnunarinnar sjálfrar
sé markaðssetning mjög mikil-
vægt atriði í náminu. Þar er nem-
endum kennt að koma sjálfum
sér og verkum sínum á framfæri.
Hvað á þetta fólk svo að kalla
sig eftir nám við hönnunarbraut
Iðnskólans í Hafnarfirði? Það
hefur ekki verið fastákveðið en
rætt hefur verið um starfsheitið
„iðntækni".
Verkstæði Iðnskólans eru
kippkorn frá aðal skólahúsinu.
Þar er hvert verkstæðið inn af
öðru og alls staðar ungt fólk að
störfum. Það gaf sér varla tíma
til að líta upp en Vinnunni tókst
samt að spjalla örstutta smnd við
nokkur þeirra.
ísland er ekki
alheimurinn
Olafur Júlíusson er Hafnfirð-
ingur í húð og hár. Hann hafði
lítið lært áður en hann hóf nám í
hönnunardeildinni, þó var hann
eina önn í trésmíði og hann hefur
verið talsvert í útlöndum.
— Island er ekki alheimurinn,
þess vegar vil ég læra hönnun.
Markmiðið er að komast í góðan
hönnunarskóla erlendis og læra
húsgagnahönnun, segir Olafur
og hrósar mjög kennslunni og
þeirri undirstöðu sem hann fær í
hönnunardeildinni í Hafnarfirði.
Betra en býbst ó
vinnumarkaði
Guðmundur Lúðvík Pémrsson er
Iærður trésmiður og hefur unnið
við iðnina í þrjú ár. Hann hefur
mikinn áhuga á hönnun og list-
sköpun alls konar og hefur á-
kveðið að nota brautina sem
stökkpall til þess að komast í
Myndlista- og handíðaskólann
seinna.
En er ekki erfitt að rífa sig úr
vinnu og fara í skóla aftur?
22
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS